Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.
150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2 — 2. mál.
Stjórnarfrumvarp.
Frumvarp til laga
um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.
Frá fjármála- og efnahagsráðherra.
I. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.
1. gr.
a. Í stað „122,60 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 125,65 kr.
b. Í stað „111,65 kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 114,45 kr.
c. Í stað „151,10 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 154,90 kr.
2. gr.
a. Í stað „503,35 kr.“ í 1. tölul. kemur: 515,95 kr.
b. Í stað „28,00 kr.“ í 2. tölul. kemur: 28,70 kr.
c. Í stað „28,00 kr.“ í 3. tölul. kemur: 28,70 kr.
3. gr.
a. Í stað „632,25 kr.“ í 1. tölul. kemur: 648,05 kr.
b. Í stað „35,10 kr.“ í 2. tölul. kemur: 36,00 kr.
II. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.
4. gr.
5. gr.
III. KAFLI
Breyting á
lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.
6. gr.
7. gr.
a. 4. mgr. orðast svo:
Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg | Kílómetragjald, kr. | Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg | Kílómetragjald, kr. |
10.000–11.000 | 0,33 | 21.001–22.000 | 7,94 |
11.001–12.000 | 1,01 | 22.001–23.000 | 8,65 |
12.001–13.000 | 1,71 | 23.001–24.000 | 9,33 |
13.001–14.000 | 2,42 | 24.001–25.000 | 10,02 |
14.001–15.000 | 3,11 | 25.001–26.000 | 10,70 |
15.001–16.000 | 3,80 | 26.001–27.000 | 11,41 |
16.001–17.000 | 4,49 | 27.001–28.000 | 12,12 |
17.001–18.000 | 5,18 | 28.001–29.000 | 12,80 |
18.001–19.000 | 5,87 | 29.001–30.000 | 13,48 |
19.001–20.000 | 6,55 | 30.001–31.000 | 14,18 |
20.001–21.000 | 7,27 | 31.001 og yfir | 14,86 |
b. 6. mgr. orðast svo:
Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg | Kílómetragjald, kr. | Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg | Kílómetragjald, kr. |
5.000–6.000 | 9,75 | 18.001–19.000 | 25,74 |
6.001–7.000 | 10,55 | 19.001–20.000 | 26,90 |
7.001–8.000 | 11,36 | 20.001–21.000 | 28,09 |
8.001–9.000 | 12,17 | 21.001–22.000 | 29,26 |
9.001–10.000 | 12,95 | 22.001–23.000 | 30,40 |
10.001–11.000 | 14,10 | 23.001–24.000 | 31,57 |
11.001–12.000 | 15,61 | 24.001–25.000 | 32,74 |
12.001–13.000 | 17,11 | 25.001–26.000 | 33,91 |
13.001–14.000 | 18,59 | 26.001–27.000 | 35,06 |
14.001–15.000 | 20,10 | 27.001–28.000 | 36,24 |
15.001–16.000 | 21,58 | 28.001–29.000 | 37,41 |
16.001–17.000 | 23,07 | 29.001–30.000 | 38,58 |
17.001–18.000 | 24,59 | 30.001–31.000 | 39,72 |
31.001 og yfir | 40,90 |
8. gr.
Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2019, sem stendur frá 1. til 15. desember 2019, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2020.
Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2020 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2020 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2020.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988, með síðari breytingum.
9. gr.
a. Í stað „6.075 kr.“ og „146 kr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 150 kr.
b. Í stað „6.075 kr.“ og „133 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 136 kr.
c. Í stað „6.075 kr.“ og „121 kr.“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 6.225 kr.; og: 124 kr.
d. Í stað „56.900 kr.“, „2,43 kr.“ og „89.560 kr.“ í 4. mgr. kemur: 58.325 kr.; 2,49 kr.; og: 91.800 kr.
V. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.
10. gr.
a. Í stað „0,0376%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0347%.
b. Í stað „0,42%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,3905%.
c. Í stað „0,35%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,18%.
d. Í stað „0,76%“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,835%.
e. 5. tölul. 1. mgr. fellur brott.
f. Í stað „0,0254%“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0265% og í stað „0,0137%“ kemur: 0,014%.
g. Í stað „0,0084%“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0078%.
h. Í stað „0,0092%“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0095%.
i. Í stað „0,0094%“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0079%.
j. Í stað „eða peninga- og verðmætasendingarþjónustu, sbr. 1. mgr. 25. gr. a laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006“ í 2. mgr. kemur: eða veita þjónustu í tengslum við viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja, sbr. 35. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.
11. gr.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.
12. gr.
13. gr.
14. gr.
Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2020 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra, nr. 166/2006 og laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.
15. gr.
a. Í stað „2019“ í 14. tölul. kemur: 2020.
b. Í stað „2019“ þrívegis í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 2020.
c. Í stað „36,23%“ í 1. málsl. 18. tölul. kemur: 40,18%.
IX. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.
16. gr.
a. Í stað „2019“ þrívegis kemur: 2020.
b. Í stað „36,23%“ kemur: 40,18%.
X. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.
17. gr.
18. gr.
XI. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.
19. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 930 kr. á mánuði árið 2020 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.
XII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum.
20. gr.
XIII. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.
21. gr.
XIV. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.
22. gr.
XV. KAFLI
23. gr.
XVI. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.
24. gr.
a. Í stað orðanna „og 2019“ í 1.–5. mgr. kemur: 2019 og 2020.
b. Í stað orðanna „og 2018“ í 1.–5. mgr. kemur: 2018 og 2019.
XVII. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.
25. gr.
a. Í stað „350 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 900 kr.
b. Í stað „700 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 1.800 kr.
26. gr.
27. gr.
28. gr.
a. Í stað „35,00 kr./kg“ kemur hvarvetna: 40,00 kr./kg.
b. Í stað „0,20 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 2710.1940 kemur 0,70 kr./kg.
29. gr.
30. gr.
31. gr.
32. gr.
33. gr.
a. Í stað „16 kr./kg“ kemur hvarvetna: 30 kr./kg.
b. Í stað „25 kr./kg“ kemur hvarvetna: 55 kr./kg.
c. Í stað „11 kr./kg“ fyrir tollskrárnúmer 8543.9001 og 8543.9002 kemur: 30 kr./kg.
d. Í stað „130 kr./kg“ kemur hvarvetna: 70 kr./kg.
XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.
34. gr.
a. (12. gr.)
Skattlagning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
Fjárhæð skatts á hvert kíló flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar skal vera eftirfarandi:
Tollnr. (IS) | Iðnaðarheiti | Skattur |
28129010 | Brennisteinshexaflúoríð (SF6) | 10.000 kr./kg |
38247810 | Blanda R404A | 9.805 kr./kg |
38247811 | Blanda R407C | 4.435 kr./kg |
38247812 | Blanda R407F | 4.563 kr./kg |
38247813 | Blanda R410A | 5.220 kr./kg |
38247814 | Blanda R422A | 7.858 kr./kg |
38247815 | Blanda R422D | 6.823 kr./kg |
38247816 | Blanda R428A | 9.018 kr./kg |
38247817 | Blanda R434A | 8.113 kr./kg |
38247818 | Blanda R437A | 4.513 kr./kg |
38247890 | Blanda R438A | 5.663 kr./kg |
38247820 | Blanda R448A | 3.468 kr./kg |
38247821 | Blanda R449A | 3.493 kr./kg |
38247822 | Blanda R507 | 9.963 kr./kg |
38247823 | Blanda R508B | 10.000 kr./kg |
29033923 | HFC-125 | 8.750 kr./kg |
29033929 | HFC-134 | 2.750 kr./kg |
29033925 | HFC-134a | 3.575 kr./kg |
29033929 | HFC-143 | 883 kr./kg |
29033923 | HFC-143a | 10.000 kr./kg |
29033929 | HFC-152 | 133 kr./kg |
29033924 | HFC-152a | 310 kr./kg |
29033929 | HFC-161 | 30 kr./kg |
29033926 | HFC-227ea | 8.050 kr./kg |
29033922 | HFC-23 | 10.000 kr./kg |
29033926 | HFC-236cb | 3.350 kr./kg |
29033926 | HFC-236ea | 3.425 kr./kg |
29033926 | HFC-236fa | 10.000 kr./kg |
29033926 | HFC-245ca | 1.733 kr./kg |
29033926 | HFC-245fa | 2.575 kr./kg |
29033921 | HFC-32 | 1.688 kr./kg |
29033929 | HFC-365 mfc | 1.985 kr./kg |
29033929 | HFC-41 | 230 kr./kg |
29033929 | HFC-43-10 mee | 4.100 kr./kg |
29033927 | PFC-116 | 10.000 kr./kg |
29033927 | PFC-14 | 10.000 kr./kg |
29033927 | PFC-218 | 10.000 kr./kg |
29033927 | PFC-3-1-10 (R-31-10) | 10.000 kr./kg |
29033927 | PFC-4-1-12 (R-41-12) | 10.000 kr./kg |
29033927 | PFC-5-1-14 (R-51-14) | 10.000 kr./kg |
29038900 | PFC-c-318 | 10.000 kr./kg |
Sé um að ræða innflutning á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum öðrum en þeim sem tilteknar eru í 2. mgr. skal greiða skatt miðað við eftirfarandi forsendur:
1. Fyrir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.
2. Fyrir blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal reikna fjárhæð skatts út frá hlutföllum þeirra efna sem blandan samanstendur af.
3. Fyrir aðrar blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. og ekki er hægt að beita ákvæði b-liðar um, skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.
b. (13. gr.)
Skattskyldir aðilar.
Skattskyldum aðilum ber að standa skil á skattinum við tollafgreiðslu.
c. (14. gr.)
Álagning, innheimta, eftirlit o.fl.
Skattur, sem lagður er á samkvæmt þessum kafla, myndar stofn til virðisaukaskatts.
Ríkisskattstjóri annast innheimtu samkvæmt þessum kafla.
d. (15. gr.)
Ýmis ákvæði.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa kafla.
e. (16. gr.)
Skattlagning urðunar almenns og óvirks úrgangs.
Fjárhæð skatts á urðun úrgangs skal vera 15 kr. á hvert kílógramm af almennum úrgangi, að undanskildum óvirkum úrgangi, og 0,5 kr. á hvert kílógramm af óvirkum úrgangi.
f. (17. gr.)
Skattskyldir aðilar.
g. (18. gr.)
Álagning, innheimta, eftirlit o.fl.
Uppgjörstímabil urðunarskatts skulu vera þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu skattskyldir aðilar ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn úrgangs sem urðaður var á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu skattsins.
Skýrslur vegna urðunarskatts skulu vera á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Ríkisskattstjóri annast innheimtu samkvæmt þessum kafla.
h. (19. gr.)
Ýmis ákvæði.
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa kafla.
35. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 12. og 16. gr. skal á árinu 2020 greiða helming þeirra fjárhæða skatts sem þar eru tilteknar af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem fluttar eru til landsins og vegna urðunar almenns og óvirks úrgangs.
XIX. KAFLI
Gildistaka.
36. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 1.–11., 15., 17., 20.–23. og 25.–36. gr. gildi 1. janúar 2020.
Ákvæði 12. gr. kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019.
Greinargerð.
Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í beinum tengslum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Tillögur þess hafa bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins.
2. Meginefni frumvarpsins.
Í frumvarpinu er að finna eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:
– Hækkanir á olíugjaldi, almennu og sérstöku kílómetragjaldi, almennu og sérstöku bensíngjaldi, bifreiðagjaldi og gjaldi á áfengi og tóbak verði 2,5% í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2020. Sama gildir um gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald til Ríkisútvarpsins.
– Breytingar á gjaldskrám Fjármálaeftirlitsins verði í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar.
– Lækkun gjaldhlutfalls vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar.
– Framlenging á bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
– Bráðabirgðaákvæði sem koma skal í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar.
– Framlenging á ákvæði til bráðabirgða til að sporna við því að víxlverkanir örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefjist að nýju.
– Framlenging á bráðabirgðaákvæðum um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
– Hækkun á sóknargjöldum.
– Breytingar á fjárhæð losunargjalds samkvæmt lögum um loftslagsmál.
– Framlenging á bráðabirgðaákvæðum þar sem kveðið er annars vegar á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2020 og hins vegar að atvinnurekendur sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóðir greiði áfram sama hlutfall af stofni til iðgjalds á árinu 2020 eða 0,10%.
– Tímabundnar útreikningsreglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabóta verði framlengdar óbreyttar um eitt ár.
– Breytingar á úrvinnslugjaldi vegna olíuvara, ísócýanata og pólyúretana, málningar, prentlita, varnarefna og raf- og rafeindatækja.
– Nýir grænir skattar á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem fluttar eru til landsins og á urðun almenns og óvirks úrgangs.
3. Nánar um einstaka liði frumvarpsins.
3.1. Verðlagsuppfærsla krónutöluskatta.
Í frumvarpinu eru tillögur um 2,5% hækkun á svokölluðum krónutölusköttum í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Er þá miðað við áætlaða tólf mánaða breytingu á vísitölu neysluverðs yfir árið 2019 sem er 3,4% samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að hækkunin sé ekki meira en sem nemur 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Hér er um að ræða olíugjald, almennt og sérstakt bensíngjald, almennt og sérstakt kílómetragjald, bifreiðagjald og gjald af áfengi og tóbaki. Gert er ráð fyrir að þessi hækkun skili ríkissjóði tæplega 1,4 milljörðum kr. á ári að meðtöldum hliðaráhrifum á virðisaukaskatt.
3.2. Gjaldskrár vegna kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins.
Lagðar eru til breytingar á gjaldhlutföllum eftirlitsgjalds og ýmsum lágmarks- og fastagjöldum skv. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, sbr. 2. gr. laganna. Breytingarnar endurspegla álagt eftirlitsgjald að fjárhæð 2.330,1 millj. kr. Gert er ráð fyrir að heildargjöld verði 2.478,5 millj. kr. og aðrar tekjur nemi 52,4 millj. kr. Þannig er gert ráð fyrir að heildargjöld nemi 96 millj. kr. umfram samtölu tekna og verði mætt með lækkun á eigin fé stofnunarinnar.
3.3. Greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.
Lögð er til lækkun á gjaldhlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011,. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar og er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í 7. gr. laga nr. 166/2011 er kveðið á um að tekið skuli tillit til rekstrarafgangs eða rekstrartaps af starfsemi umboðsmanns skuldara við ákvörðun á fjárhæð gjalds fyrir næsta almanaksár. Útlán gjaldskyldra aðila 31. desember 2018 eru 3.739.664.583.548 kr. og áætlaður kostnaður vegna reksturs umboðsmanns skuldara er 285.616.369 kr. Álagningarprósentan verður því 0,007637% á árinu 2020. Álagningarstofn gjaldsins eru öll útlán gjaldskyldra aðila.
3.4. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Lögð er til 2,5% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlags-forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2020. Samkvæmt því verður gjaldið 11.740 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 vegna tekna ársins 2019. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði um 65 millj. kr. viðbótartekjum á ári.
3.5. Rekstrarkostnaður hjúkrunarrýma og kostnaðarþátttaka heimilismanna.
Lagt er til nýtt ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða VII verði framlengt. Það leiðir til þess að heimilt verður að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2020. Verði frumvarpið að lögum munu útgjöld ríkissjóðs því aukast um 200 millj. kr. frá því sem annars hefði orðið.
3.6. Samspil örorkugreiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða.
Með lögum nr. 106/2011, sem samþykkt voru í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða um víxlverkun örorkulífeyris almannatrygginga og lífeyris úr lífeyrissjóðum annars vegar og hins vegar hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í áföngum frá 3. desember 2010, var tímabundið komið í veg fyrir víxlverkun milli örorkubóta frá almannatryggingum og örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum sem orðið hafði í samspili þessara tveggja meginstoða í lífeyristryggingum.
Víxlverkun þessi lýsir sér þannig að samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð lækka lífeyrisgreiðslur og bætur félagslegrar aðstoðar í mörgum tilfellum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá er mælt fyrir um það í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að sjóðfélagi í lífeyrissjóði eigi rétt á örorkulífeyri úr viðkomandi sjóði hafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutaps sem er metið 50% eða meira. Ákvæðið hefur verið útfært nánar í samþykktum lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að heildartekjur örorkulífeyrisþega eftir orkutap verði ekki umfram þær tekjur sem hann hafði fyrir orkutap. Við samanburð á heildartekjum fyrir og eftir orkutap líta lífeyrissjóðir m.a. til greiðslna almannatrygginga sem oft hefur leitt til þess að greiðslur til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðum hafa lækkað eða jafnvel fallið niður. Við þá tekjulækkun öðlast hinir sömu einstaklingar aukin réttindi innan almannatryggingakerfisins sem aftur leiðir til enn frekari lækkunar á greiðslum frá lífeyrissjóðunum við næsta samanburð og síðan koll af kolli. Gagnkvæm tekjutenging almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum getur því leitt til tíðra breytinga á örorkulífeyrisgreiðslum og tilsvarandi óöryggis lífeyrisþega sem fyrst og fremst hafa komið örorkulífeyrisþegum illa.
Til að komið verði í veg fyrir að framangreind víxlverkun eigi sér stað á árinu 2020 er lagt til að gildistími bráðabirgðaákvæða í lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð og ákvæðis til bráðabirgða XI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda verði framlengdur um eitt ár. Ef ekki væri gripið til þess að framlengja ákvæðið er gert ráð fyrir að nettó myndu útgjöld ríkissjóðs lækka um 313 millj. kr.
Gert er ráð fyrir að fjárhæð frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar verði óbreytt á árinu 2020. Frítekjumarkið er nú 1.315.200 kr. á ári sem jafngildir 109.600 kr. á mánuði. Verði ákvæðið ekki framlengt mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna lækka úr 1.315.200 kr. á ári í 300.000 kr. og leiða til lækkunar bóta hjá örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem hafa atvinnutekjur yfir frítekjumarkinu. Að óbreyttu ákvæði hefðu útgjöldin lækkað um 1 milljarð kr. á árinu 2020.
3.7. Sóknargjöld.
Í frumvarpinu er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 925 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 930 kr. fyrir árið 2020. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2019, með breytingu á lögum um sóknargjöld gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 3.286 millj. kr. framlagi til þeirra liða sem sóknargjald reiknast á að teknu tilliti til almennra aðhaldskrafna í forsendum frumvarpsins og nemur heildarhækkun sóknargjaldsins frá gildandi fjárlögum því 13,7 millj. kr. Viðræður standa yfir milli stjórnvalda og þjóðkirkjunnar um hverjar framtíðartekjurnar verða.
3.8. Gjaldskyld losun gróðurhúsalofttegunda.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð losunargjalds skv. 4. mgr. 14. gr. laga um loftslagsmál, nr. 70/2012. Í ákvæðinu er kveðið á um losunargjald sem lagt er á rekstraraðila starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir samkvæmt greininni. Í ljósi þess að losunargjaldið hefur einkenni skatts, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, þarf að uppfæra gjaldið árlega og er því mælt fyrir um fjárhæð gjaldsins í frumvarpinu.
Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2020 skuli vera 3.025 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar. Í því sambandi má geta þess að fjárhæð losunargjalds var 627 krónur fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar árið 2018. Árið 2019 hækkaði gjaldið í 1.256 krónur fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar. Nauðsynlegt er að lögfesta fjárhæð losunargjalds vegna losunar á árinu 2020 í síðasta lagi 31. desember 2019 svo rekstraraðilum starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir verði ljóst fyrir upphaf árs 2020 hver upphæð losunargjalds verður vegna losunar 2019.
Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. laga um loftslagsmál skal Umhverfisstofnun fyrir 31. maí ár hvert afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar. Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal því næst fyrir 1. júlí ár hvert leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöðvum sem hafa verið undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar 2019 um magn gjaldskyldrar losunar árið 2018 voru fjórar starfsstöðvar undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Þrjár starfsstöðvar voru með losun umfram þann fjölda heimilda sem þeim hefði verið úthlutað endurgjaldslaust hefðu þær verið þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þessum starfsstöðvum bar því að greiða losunargjald sem var eftirfarandi samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar: Gjaldskyld losun Fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyjum var 510 tonn CO2 og fjárhæð losunargjalds var samkvæmt því 319.770 kr.; Gjaldskyld losun Steinullar hf. var 470 tonn CO2 og fjárhæð losunargjalds var 294.690 kr.; Gjaldskyld losun Ísfélags Vestmannaeyja hf, Þórshöfn var 812 tonn CO2 og fjárhæð losunargjalds 509.124 kr.
Í athugasemdum með 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, var lagt til að við ákvörðun losunargjaldsins yrði byggt á upplýsingum um markaðsverð losunarheimilda frá Intercontinental Exchange markaðnum í London (ICE) en þar fóru fram, þegar frumvarpið var lagt fram, rúmlega 90% af viðskiptum með losunarheimildir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Til að fá traustar og hlutlægar upplýsingar um markaðsverðið var samið við KPMG ehf. um að útbúa skýrslu um meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019. Í skýrslu KPMG, dags. 1. ágúst 2019, kemur fram að meðalverð losunarheimilda á fyrrgreindu tímabili hafi verið 22,3 evrur á hvert tonn af koldíoxíði eða ígildi þess, eða 3.024,7 íslenskar krónur miðað við meðaltal af miðgengi evru hjá Seðlabanka Íslands á tímabilinu. Við útreikning meðalverðs var stuðst við söguleg gögn um viðskipti með losunarheimildir í kauphöllinni ICE. Við útleiðslu meðalverðs var notast við vegið meðaltal samfelldra ferla frá ICE sem aðgengilegir eru í Capital IQ gagnaveitunni. Gagnaveitan setur verð losunarheimilda fram sem verð af þremur nýjustu framvirku samningunum sem til eru á markaðinum hverju sinni. Meðalverð losunarheimilda var reiknað út frá gögnum framangreindrar kauphallar, miðað við vægi þeirra í heildarfjölda samninga á hverjum degi. Á tímabilinu 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019 voru 226 dagar þar sem viðskipti áttu sér stað. Meðalverð tímabilsins var reiknað út sem meðaltal af ofangreindu vegnu meðalverði dagsviðskipta, ef einhver voru.
Lagt er til að framangreindir útreikningar KPMG verði lagðir til grundvallar við ákvörðun losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2020. Starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfisins, skv. 14. gr. laga um loftslagsmál skulu samkvæmt því greiða 3.025 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2020. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess sem varð að lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, er gert ráð fyrir að gjaldið verði endurskoðað á hverju ári miðað við nýjar upplýsingar. Því þarf fyrir lok hvers árs að breyta ártali og fjárhæð sem fram kemur í 4. mgr. 14. gr. laganna. Þannig verður losunargjaldið sem lagt verður á vegna losunar hvers almanaksárs ljóst fyrir upphaf viðkomandi árs.
3.9. Sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins.
Lagt er til að sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins verði hækkað úr 17.500 kr. í 17.900 kr. eða sem nemur almennum verðlagsbreytingum árið 2019. Áætlaðar viðbótartekjur af hækkuninni nema um 120 millj. kr. árlega.
3.10. Starfsendurhæfingarsjóðir.
Hér er lögð til framlenging á ákvæðum til bráðabirgða við lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða og lögum um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2020. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013–2019. Eftir sem áður er gert ráð fyrir óbreyttri fjármögnun frá atvinnurekendum og lífeyrissjóðum eða 0,10%. Þá er gert ráð fyrir því að samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og barnamálaráðherra annars vegar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, SES, hins vegar verði breytt til samræmis og að á árinu 2020 leggi ríkissjóður starfsendurhæfingarsjóði til framlag á fjárlögum.
3.11. Vaxtabætur.
Í lok árs 2010 voru gerðar margvíslegar breytingar á útreikningsreglum vaxtabóta. Þessar reglur áttu að gilda í tvö ár en hafa síðan verið framlengdar óbreyttar ár frá ári. Þá voru eignarmörk bótanna hækkuð um 10% og vaxtagjalda- og vaxtabótafjárhæðir um 5% í lok árs 2018. Verði þessar útreikningsreglur ekki framlengdar nú taka við eldri reglur frá og með næstu áramótum með þeim afleiðingum að stuðningur ríkissjóðs í formi vaxtabóta dreifist á fleiri fjölskyldur, þ.e. fjölskyldur sem ekki njóta bóta í dag, en á sama tíma lækka bætur þeirra fjölskyldna sem notið hafa hámarksbóta (tekjulágar og eignalitlar fjölskyldur). Í ljósi þess að enn er unnið að heildarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda á ýmsum sviðum (vaxtabótakerfi, húsaleigubótakerfi, félagsleg aðstoð o.fl.) er lagt til að útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar eitt ár í viðbót sem þýðir að reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir kerfisins verði þær sömu á árinu 2020 og voru á þessu ári. Á grundvelli þeirra forsendna er áætlað að útgjöld vegna vaxtabóta nemi 3,4 milljörðum króna á árinu 2020.
3.12. Úrvinnslugjald.
Markmið Úrvinnslusjóðs er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna.
Til að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu er úrvinnslugjald (kr./kg) lagt á vörur sem falla undir lögin, hvort sem þær eru fluttar til landsins eða framleiddar hér á landi. Vörunum er skipt í vöruflokka (uppgjörsflokka) sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðir, þ.e. tekjur af úrvinnslugjaldi eiga að standa undir kostnaði við söfnun, flutninga og endurvinnslu, endurnýtingu eða förgun (úrvinnslu). Þegar upphæð úrvinnslugjalds liggur fyrir ráðast tekjur af umfangi innflutnings og innlendrar framleiðslu.
Markmið um endurnýtingu og viðunandi förgun eru mismunandi eftir vöruflokkum. Annars vegar er um að ræða afganga af vörum, eins og spilliefnaafganga, sem tryggja þarf að fari allir í viðeigandi ráðstöfun. Hins vegar er um að ræða vörur eða umbúðir þar sem gerð er krafa um að ákveðið hlutfall af vörum eða umbúðum sem sett er á markað fari til endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar. Hlutfall úrgangs sem safnast til úrvinnslu af magni vöru sem sett er á markað er nefnt skilahlutfall. Hærra skilahlutfall þýðir hærra úrvinnslugjald, þar sem hvert kg af vöru sem lagt er á þarf að standa undir kostnaði við söfnun og úrvinnslu á meira magni af úrgangi.
Í 15. gr. laga um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, er kveðið á um að Úrvinnslusjóður skuli leitast við að skapa sem hagkvæmust skilyrði fyrir söfnun og endurvinnslu úrgangs með útboðum eða verksamningum eftir því sem við á. Framkvæmdin er þannig að útbúnir eru skilmálar vöruflokka sem verktakar (þjónustuaðilar) sem vilja starfa fyrir sjóðinn þurfa að fara eftir. Skilmálarnir ná einnig yfir endurvinnslufyrirtæki (ráðstöfunaraðila). Þjónustuaðilar starfa á samkeppnismarkaði. Í skilmálunum er kveðið á um kröfur sem gerðar eru til þjónustu- og ráðstöfunaraðila og upphæðir (endurgjald) sem Úrvinnslusjóður greiðir þjónustuaðila fyrir hvert kg af úrgangi sem þeir koma til ráðstöfunaraðila sem er viðurkenndur af sjóðnum. Auk endurgjalds fyrir endurvinnslu kveða skilmálarnir á um greiðslu flutningsjöfnunar til að jafna aðstöðu til söfnunar og endurvinnslu um allt land.
Í lögum um úrvinnslugjald, 3., 4. og 6. gr., er gerð grein fyrir þeim kostnaði sem úrvinnslugjald á að standa undir. Almennt má segja að úrvinnslugjald skuli standa undir söfnun, flutningi, meðhöndlun og ráðstöfun úrgangsins. Helstu kostnaðar- og tekjuliðir sem tekið er tillit til við ákvörðun endurgjalds eru launakostnaður, tækja- og aðstöðukostnaður, eldsneytiskostnaður, flutningskostnaður og kostnaður eða tekjur við ráðstöfun. Það er breytilegt milli vöruflokka hvort greiða þurfi með úrgangi sem fer til ráðstöfunar eða hvort ráðstöfunaraðilinn greiði fyrir hann. Verð á endurvinnslumörkuðum breytast í takt við breytingar á hrávörumarkaði. Viðskipti með endurvinnsluefni eru í mörgum tilvikum í erlendum gjaldeyri þannig að gengisskráning hefur áhrif á tekjur eða kostnað í krónum talið.
Í ákveðnum tilvikum þarf að greiða með úrgangi sem fer til ráðstöfunar, t.d. spilliefnum. Í öðrum tilvikum kaupir ráðstöfunaraðilinn úrganginn, t.d. umbúðir úr pappa og plasti, málm úr raf- og rafeindatækjum og ökutækjum og olíuúrgang. Verð á endurvinnslumörkuðum breytist í takt við breytingar á hrávörumarkaði. Sala á endurvinnsluefnum er í erlendum gjaldeyri þannig að gengisskráning hefur áhrif á tekjur í krónum. Auk þessa stendur úrvinnslugjald undir kostnaði við rekstur Úrvinnslusjóðs.
Stjórn sjóðsins leggur eftir því sem við á fram tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds í samræmi við áætlun um tekjur af úrvinnslugjaldi og kostnað við úrvinnslu hvers flokks til að tryggja að tekjur og gjöld standist á.
Í umfjöllun um einstakar greinar frumvarpsins verður nánar vikið að þessum atriðum þegar rætt um þá vöruflokka þar sem gerðar eru tillögur um breytt úrvinnslugjald.
3.13. Skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir og skattur á urðun almenns og óvirks úrgangs.
Með frumvarpi þessu er lagt til að lagður verði skattur annars vegar á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem fluttar eru til landsins og hins vegar á urðun almenns úrgangs og urðun óvirks úrgangs, svokallaðir grænir skattar. Markmið frumvarpsins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að stjórnvöld geti uppfyllt skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og náð markmiðum um kolefnishlutleysi árið 2040. Það er því mikilvægt að öllum tiltækum ráðum sé beitt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með verndun umhverfisins að leiðarljósi. Skattlagningin sem hér er lögð til er tæknilega einföld og getur skilað miklum árangri á skömmum tíma, þar sem umhverfisvænni lausnir eru þegar fyrir hendi í þessum málaflokkum.
Grænir skattar, eins og þeir sem hér eru lagðir til, grundvallast á mengunarbótareglunni (e. polluter pays principle), en samkvæmt henni á sá sem veldur mengun að greiða þann kostnað sem af henni hlýst.
Í frumvarpinu er lagt til að skattur verði lagður á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem fluttar eru til landsins en flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eru m.a. notaðar sem kælimiðlar í kælikerfi í iðnaði. Lagt er til að skattur verði einungis lagður á lofttegundirnar sjálfar og efnablöndur sem innihalda þær en ekki vörur eða búnað sem krefjast slíkra lofttegunda.
Álögur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands, sem hafa náð góðum árangri í að draga úr notkun efnanna. Lagt er til að sambærilegri nálgun verði beitt hér á landi og gert hefur verið í Danmörku, þar sem ákveðin upphæð er lögð á kílógramm af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn koldíoxíðjafngildis að skilgreindu verðþaki. Lagt er til að lagðar verði 2.500 kr. á kg flúoraðra gróðurhúsalofttegunda fyrir hvert tonn koldíoxíðjafngildis að skilgreindu verðþaki sem nemur 10.000 kr./kg. Koldíoxíðjafngildi er magn gróðurhúsalofttegunda, gefið upp sem margfeldið af massa gróðurhúsalofttegundanna og hnatthlýnunarmáttar þeirra. Mælieining koldíoxíðjafngildis er háð mælieiningu massa gróðurhúsalofttegundanna sem notuð er við útreikninginn. Hnatthlýnunarmáttur er geta gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun samanborið við mátt koldíoxíðs, reiknað sem hlýnunarmáttur tiltekins massa af gróðurhúsalofttegund í 100 ár sem hlutfall af hlýnunarmætti sama massa af koldíoxíði.
Að teknu tilliti til þess magns sem flutt hefur verið inn af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum undanfarin ár er áætlað að tekjur ríkissjóðs af skatti á efnin gætu komið til með að nema um 600 milljónum króna á ári fyrst í stað. Eftir því sem drægi úr markaðssetningu efnanna, bæði vegna skattsins og annarra aðgerða til að draga úr notkun þeirra, er ljóst að tekjurnar myndu dragast saman.
Þá er í frumvarpinu lagt til að skattur verði lagður á urðun almenns úrgangs og óvirks úrgangs, en bein losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs stafar fyrst og fremst frá urðun hans.
Skattlagning á urðun úrgangs er vel þekkt og algeng leið til að hækka kostnað við urðun og draga þannig úr samkeppnishæfni urðunar sem ráðstöfunarleiðar fyrir úrgang, og um leið gera aðrar og umhverfisvænni ráðstöfunarleiðir samkeppnisfærar. Í flestum ríkjum Vestur-Evrópu er nú lagður á urðunarskattur í einhverri mynd og til að mynda er það gert annars staðar á Norðurlöndunum, nema á Íslandi. Lagt er til að upphæð skattsins verði 15 kr. á hvert kg af urðuðum almennum úrgangi, að undanskildum óvirkum úrgangi, og 0,5 kr. á hvert kg af urðuðum óvirkum úrgangi.
Umhverfisstofnun safnar upplýsingum um magn úrgangs sem urðaður er hér á landi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum stofnunarinnar, sem eru fyrir árið 2017, voru urðuð 192.418 tonn af almennum úrgangi hér á landi og 2.016 tonn af óvirkum úrgangi. Hefði urðunarskattur verið við lýði það ár hefðu tekjur ríkissjóðs af skatti vegna urðunar úrgangsins því numið rúmlega 2.887 millj. kr. Það er ekkert sem bendir til þess að urðun hafi dregist saman síðan 2017, fremur að hún hafi heldur aukist, og því má búast við að skatturinn skili tekjum af þessari stærðargráðu fyrsta heila árið eftir að hann verður lagður á. Ætla má að um 40% urðaðs úrgangs komi frá heimilum en um 60% frá fyrirtækjum. Sett hafa verið töluleg markmið um samdrátt í urðun og því verður að ráðgera að tekjur vegna skattsins muni dragast saman ár frá ári.
4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
Með frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á ákvæðum skattalaga sem hafa verið í gildi um nokkra hríð. Í ljósi ákvæða 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar var þess gætt sérstaklega við undirbúning frumvarpsins að orðalag breytinganna væri skýrt og að öðru leyti í samræmi við kröfur sem leiða má af stjórnarskrárákvæðunum.
5. Samráð.
Við vinnslu þessa frumvarps var stuðst við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2020. Við gerð þess var haft samráð við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Fjármálaeftirlitið, ríkisskattstjóra, tollstjóra og Samband íslenskra sveitarfélaga. Sambandið leggst gegn þeim fyrirætlunum frumvarpsins að taka upp sérstakan skatt á urðun almenns og óvirks úrgangs þar sem ákvæðin séu ótímabær, óútfærð og án nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangsmálum og loftslagsmálum. Er jafnframt kallað eftir víðtækara samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Í því samhengi er rétt að benda á að íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið fyrirhugað að leggja á urðunarskatt, en skattlagningin var í reynd fyrst boðuð árið 2013 í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024. Þá var í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030 lögð til sú aðgerð (aðgerð 28) að urðun úrgangs yrði skattlögð og miðað við að aðgerðin hæfist árið 2020. Fram kemur að tilgangur skattlagningar yrði sá að beina úrgangi í aðra farvegi og draga þannig úr losun vegna meðhöndlunar úrgangs. Með hliðsjón af stefnu stjórnvalda gefur umsögn Sambandsins ekki tilefni til breytinga á frumvarpinu.
Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020. Vegna eðlis málsins og tengsla við frumvarp til fjárlaga voru frumvarpsáform, frummat á áhrifum og frumvarpsdrög ekki sett í samráðsferli samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna, sbr. 9. gr. reglna um starfshætti ríkisstjórnar, þar sem kveðið er á um að heimilt sé að víkja frá þessu ef mál eru sérlega brýn eða aðrar gildar ástæður eru fyrir hendi. Sjá ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., 2. málsl. 3. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. samþykktarinnar.
6. Mat á áhrifum tillagna frumvarpsins.
Tillögur frumvarpsins eru af margvíslegum toga og sama má segja um áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt.
Hækkun útvarpsgjalds og gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra nemur samtals 185 millj. kr. en þau gjöld hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs. Þá mun verðlagsuppfærsla krónutölugjalda (áfengi, tóbak, eldsneyti og bifreiðagjöld) auka tekjur ríkissjóðs um 1,4 milljarða kr. Þessar hækkanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,07%.
Gert er ráð fyrir því að álagning nýrra grænna skatta muni auka tekjur ríkissjóðs um 1,5 milljarða króna á árinu 2020 og um viðbótar 1 milljarð króna árið 2021.
Tillaga í frumvarpinu um óbreyttar viðmiðanir vaxtabótakerfisins leiðir til þess að útgjöld vegna vaxtabóta nema 3,4 milljörðum króna á árinu 2020.
Aðrar breytingar hafa ýmist áhrif á tekju- og/eða gjaldahlið en samanlögð áhrif af þeim breytingum eru taldar hafa óveruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs.
Tekjuráðstafanir 2020 | Tekjuáhrif á ríkissjóð (m.kr.) | Áhrif á VNV (%) |
Verðlagsuppfærsla krónutölugjalda | 1.400 | 0,07 |
Hækkun nefskatta | 185 | - |
Nýir grænir skattar | 1.500 | óljóst |
Samtals | 3.085 | 0,07 |
Um einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1.–3. gr.
Um 4. og 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Um 10. gr.
Einnig er lagt til að í samræmi við lagabreytingar verði 5. tölul. 1. mgr. um verðbréfamiðlanir felldur niður. Með lögum nr. 96/2016 var gerð breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Við þá lagabreytingu var hugtakið „verðbréfamiðlun“ fellt út úr lögunum. Rétt þykir að lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi endurspegli þessa breytingu.
Þá er lögð til leiðrétting á tilvísun í nýleg lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, sem komu í stað eldri laga nr. 64/2006, m.a. þar sem lögin gilda um nýjar tegundir tilkynningarskyldra aðila, þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja, sbr. einnig lög nr. 91/2018.
Um 11. gr.
Um 12. gr.
Um 13. og 14. gr.
Þá er gert ráð fyrir nýju ákvæði til bráðabirgða við lög um málefni aldraðra. Í ákvæðinu er kveðið á um að á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2020 sé unnt að óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að stofnunin geri samanburð á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna fyrir og eftir gildistöku laga um almannatryggingar og málefni aldraðra, nr. 166/2006, og laga um almannatryggingar o.fl., nr. 120/2009. Með lögum nr. 166/2006 var dregið úr tengingum við tekjur maka heimilismanna og þær síðar afnumdar með lögum nr. 120/2009. Sýni samanburðurinn aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna ársins 2020 til samræmis við það. Sú niðurstaða sem er hagstæðari fyrir heimilismanninn verður því ætíð valin við útreikning á kostnaðarþátttöku hans og útreikning dvalarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. Hér er um sams konar bráðabirgðaákvæði að ræða og í gildi er vegna ársins 2019. Gildandi ákvæði um heimild til samanburðar á útreikningi á kostnaðarþátttöku heimilismanna samkvæmt eldri og yngri lögum rennur út 31. desember 2019.
Um 15. gr.
Samkvæmt b-lið skal við útreikning tekjutryggingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2020 gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar, annars vegar samkvæmt reglum sem gilda á árinu 2020 og hins vegar reglum sem giltu árið 2013 auk 40,18% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Þeirri reglu sem leiðir til hærri greiðslna fyrir lífeyrisþega skal beitt.
Um 16. gr.
Um 17. og 18. gr.
Þá er einnig lagt til að ákvæði til bráðabirgða XV í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, verði framlengt um eitt ár og gildi út árið 2020. Það mun leiða til þess að framlag lífeyrissjóða skv. lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, á árinu 2020 verður ekki núvirt við tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðanna.
Um 19. gr.
Um 20. gr.
Um 21. gr.
Um 22. gr.
Um 23. gr.
Um 24. gr.
Um 25. gr.
Um 26. gr.
Um 27. gr. – Viðauki I. Heyrúlluplast.
Um 28. gr. – Viðauki IV. Olíuvörur.
Í a-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald á olíuvörur hækki úr 35 kr./kg í 40 kr./kg. Tillagan er gerð vegna aukins kostnaðar við söfnun og úrvinnslu úrgangsolíu vegna óhagstæðrar gengisþróunar íslensku krónunnar. Úrvinnslugjaldi á olíuvörur var síðast breytt árið 2016.
Í b-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald á svartolíu verði hækkað úr 0,20 kr./kg í 0,70 kr./kg. Innheimta úrvinnslugjalds af svartolíu hófst þann 1. maí 2019 en fram að þeim tíma höfðu verið í gildi samningar milli Úrvinnslusjóðs og innflytjenda svartolíu um söfnun svartolíuúrgangs, á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laga um úrvinnslugjald, sem gerðu svartolíu undanþegna álagningu úrvinnslugjalds. Vegna þessa samnings hefur upphæð úrvinnslugjalds á svartolíu verið óbreytt frá stofnun sjóðsins, eða frá árinu 2002.
Um 29. gr. – Viðauki VII. Ísócýanöt og pólyúretön.
Um 30. gr. – Viðauki VIII. Málning.
Um 31. gr. – Viðauki IX. Prentlitir.
Um 32. gr. – Viðauki XIV. Varnarefni.
Um 33. gr. – Viðauki XIX. Raf- og rafeindatæki.
Í a-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald á lítil tæki hækki úr 16 kr./kg í 30 kr./kg., m.a. vegna aukinna krafna um meðhöndlun og endurvinnslu og vegna tæknibreytinga.
Í b-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald á perur hækki úr 25 kr./kg í 55 kr./kg, m.a. vegna aukinna krafna um meðhöndlun og endurvinnslu og vegna tæknibreytinga.
Í c-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald fyrir tollskrárnúmer 8543.9001 og 8543.9002 hækki úr 11 kr./kg í 30 kr./kg., þar sem raf- og rafeindatæki í tollskrárnúmerum þessum færast úr undirflokki stórra tækja í undirflokk lítilla tækja.
Í d-lið ákvæðisins er lagt til að úrvinnslugjald á skjái lækki úr 130 kr./kg í 70 kr./kg, vegna breytinga á samsetningu skjáa sem safnað er til úrvinnslu. Hlutfall túbuskjáa hefur lækkað hraðar en gert var ráð fyrir, en þeir eru mun þyngri en flatskjáir og þar af leiðandi er kostnaður við úrvinnslu hvers túbuskjás hærri en flatskjás.
Um 34. gr.
Í 1. mgr. er að finna skilgreiningu á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem greiða skal sérstakan skatt af.
Í 2. mgr. er kveðið á um fjárhæð skatts á hvert kíló flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og blandna. Fjárhæð skattsins er reiknuð í hlutfalli við hnatthlýnunarmátt viðkomandi efnis.
Flestar þeirra flúoruðu gróðurhúsalofttegunda sem taldar eru upp í 2. mgr. er að finna í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 517/2014 og til viðbótar þeim í ákvæðinu eru blöndur flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
Í 3. mgr. er kveðið á um fjárhæð skattsins ef um er að ræða innflutning á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum, öðrum en þeim sem tilteknar eru í 2. mgr., hvort sem um er að ræða ný efni eða nýjar blöndur efna.
Um b-lið (13. gr.)
Í ákvæðinu er kveðið á um það hverjir séu skattskyldir aðilar og eru það allir þeir aðilar sem flytja til landsins flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem falla undir b-lið (13. gr.) frumvarpsins. Skulu þeir standa skil á skattinum við tollafgreiðslu.
Um c-lið (14. gr.)
Í ákvæðinu er kveðið á um álagningu, innheimtu, eftirlit o.fl. Gert er ráð fyrir því að tollyfirvöld annist álagningu skatts á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem fluttar eru til landsins og að skatturinn myndi stofn til virðisaukaskatts. Innheimta skattsins verði síðan í höndum ríkisskattstjóra.
Um d-lið (15. gr.)
Þar sem um er að ræða skattlagningu við innflutning á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum er tekið fram í ákvæðinu að sé ekki kveðið á annan veg á um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, eftirlit, upplýsingaskyldu, viðurlög, kærur og aðra framkvæmd skattheimtu í kaflanum skuli ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, eiga við.
Gert er ráð fyrir því að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð um framkvæmd skattlagningar vegna innflutnings á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum.
Um e-lið (16. gr.)
Fjárhæð skatts á urðun úrgangs skal vera 15 kr. á hvert kílógramm af almennum úrgangi, að undanskildum óvirkum úrgangi, og 0,5 kr. á hvert kílógramm af óvirkum úrgangi. Skal skatturinn renna í ríkissjóð. Skilgreiningar á almennum og óvirkum úrgangi er að finna í reglugerð um urðun úrgangs, nr. 738/2003. Þar kemur fram að með almennum úrgangi sé átt við úrgang annan en spilliefni. Undir óvirkan úrgang fellur hins vegar úrgangur sem breytist ekki verulega líf-, efna- eða eðlisfræðilega og hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið, t.d. múrbrot, gler og uppmokstur.
Um f-lið (17. gr.)
Í ákvæðinu er lagt til að skattskyldir aðilar verði rekstraraðilar urðunarstaða, sem eru sveitarfélög, þ.e. stök sveitarfélög, byggðasamlög og hlutafélög í eigu sveitarfélaga. Með því móti yrði mögulegt að innheimta skattinn af handhafa úrgangsins um leið og hann skilar úrganginum til urðunar. Kerfið yrði því sambærilegt því kerfi sem sett hefur verið upp fyrir innheimtu virðisaukaskatts. Í dag eru rekstraraðilar urðunarstaða níu talsins.
Um g-lið (18. gr.)
Í ákvæðinu er kveðið á um álagningu, innheimtu, eftirlit o.fl. Gert er ráð fyrir því að ríkisskattstjóri annist álagningu og innheimtu urðunarskatts, þ.e. skatts á urðun almenns og óvirks úrgangs. Skulu skattskyldir aðilar innheimta skattinn fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við magn þess úrgangs sem urðaður var á tímabilinu og skila í ríkissjóð. Þá er gert ráð fyrir því að uppgjörstímabil urðunarskatts verði þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Gjalddagi verður þannig fimmti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu skattskyldir aðilar ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu, á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, um magn úrgangs sem urðaður var á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu skattsins.
Um h-lið (19. gr.)
Þar sem gert er ráð fyrir því að uppgjörstímabil urðunarskatts verði þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, er tekið fram í ákvæðinu að sé ekki kveðið á annan veg á um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, eftirlit, upplýsingaskyldu, viðurlög, kærur og aðra framkvæmd skattheimtu í kaflanum, skuli ákvæði laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eiga við.
Um 35. gr.
Gert er ráð fyrir því að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð vegna framkvæmdar skattlagningar á urðun almenns og óvirks úrgangs.
Um 36. gr.