Ferill 24. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 23/150.

Þingskjal 892  —  24. mál.


Þingsályktun

um meðferðar- og endurhæfingarstefnu í málefnum fanga.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra í samráði við félags- og barnamálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra að setja á fót starfshóp um mótun heildstæðrar meðferðar- og endurhæfingarstefnu í fangelsismálakerfinu. Starfshópurinn leggi m.a. til nauðsynlegar breytingar á lögum og greini fjárþörf til þess að tryggja öllum föngum einstaklingsbundna meðferðaráætlun, bættan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning að afplánun lokinni. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. janúar 2021. Dómsmálaráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins.

Samþykkt á Alþingi 29. janúar 2020.