Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 992  —  511. mál.
Síðari umræða.Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um vestnorræn umhverfisverðlaun hafsins.

Frá utanríkismálanefnd.

    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón S. Brjánsson, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Bylgju Árnadóttur ritara Íslandsdeildar.
    Með tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að kanna möguleika á að koma á vestnorrænum umhverfisverðlaunum hafsins í samstarfi við landsstjórnir Færeyja og Grænlands. Tillagan er lögð fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 2/2019 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 23. október 2019 í Nuuk.
    Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að stofnun vestnorrænna umhverfisverðlauna hafsins myndi vekja athygli alþjóðasamfélagsins á mikilvægi hafsins fyrir komandi kynslóðir og heimsbyggðina alla. Verðlaunin yrðu veitt fyrir sérstakt frumkvæði og vinnu að umhverfisvernd í hafi eða sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Verðlaunin yrðu veitt frumkvöðlum, samtökum, fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríkisstjórnum, stofnunum eða einstaklingum, hvort sem er á Vestur-Norðurlöndum eða utan þeirra.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Gunnar Bragi Sveinsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álit þetta samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Alþingi, 19. febrúar 2020.

Sigríður Á. Andersen,
form.
Bryndís Haraldsdóttir, frsm. Ari Trausti Guðmundsson.
Logi Einarsson. Silja Dögg Gunnarsdóttir. Þorgerður K. Gunnarsdóttir.