Ferill 614. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 30/150.

Þingskjal 1375  —  614. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og nr. 305/2019 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og um að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
                  a.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/63 frá 21. október 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar auk eftirfarandi afleiddra gerða.
                  b.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/860 frá 4. febrúar 2016 um nánari tilgreiningu á aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að veita undanþágu frá beitingu heimilda til niðurfærslu eða umbreytingar skv. 3. mgr. 44. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
                  c.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1075 frá 23. mars 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina inntak endurreisnaráætlana, skilaáætlana og skilaáætlana samstæðu, lágmarksviðmiðanir sem lögbært yfirvald á að meta að því er varðar endurreisnaráætlanir og endurreisnaráætlanir samstæðu, skilyrði fyrir fjárstuðningi við samstæðu, kröfur um óháða matsaðila, samningsbundna viðurkenningu á niðurfærslu- og umbreytingarheimildum, málsmeðferðir við og inntak tilkynningarskyldu og tilkynningu um tímabundna frestun og rekstrarlega starfsemi skilaráðanna.
                  d.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1400 frá 10. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina lágmarksatriði áætlunar um endurskipulagningu starfsemi og lágmarksinnihald skýrslna um framvindu framkvæmdar áætlunarinnar.
                  e.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1434 frá 14. desember 2015 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/63 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar.
                  f.      Framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1450 frá 23. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreindar eru viðmiðanir sem varða aðferðafræðina við að ákvarða lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.
                  g.      Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1066 frá 17. júní 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklagsreglur, stöðluð eyðublöð og sniðmát fyrir tilhögun upplýsingamiðlunar að því er varðar skilaáætlanir fyrir lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB.
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 305/2019 frá 13. desember 2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og um að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við meðferð vegna ógjaldfærni.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2020.