Ferill 705. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1436  —  705. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Gaut Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Baldur Tryggvason og Jón Þór Þorvaldsson frá félagsmálaráðuneyti
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 frá 13. desember 2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13. apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013.
     2.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/716 frá 11. maí 2016 um niðurfellingu framkvæmdarákvörðunar 2012/733/ESB um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 að því er varðar afgreiðslu atvinnutilboða og atvinnuumsókna og endurreisn EURES-netsins.
     3.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1255 frá 11. júlí 2017 um sniðmát til að lýsa landsbundnum kerfum og verklagsreglum við að taka stofnanir eða fyrirtæki inn sem aðila og samstarfsaðila EURES-netsins.
     4.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1256 frá 11. júlí 2017 um sniðmát og verklagsreglur vegna skipta á upplýsingum um landsbundnar vinnuáætlanir EURES-netsins á vettvangi sambandsins.
     5.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1257 frá 11. júlí 2017 um nauðsynlega tæknistaðla og sniðmát vegna samræmds heildarkerfis sem gerir kleift að para saman lausar stöður við atvinnuumsóknir og ferilskrár í EURES-vefgáttinni.
     6.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/170 frá 2. febrúar 2018 um samræmdar ítarlegar forskriftir fyrir gagnasöfnun og -greiningu til að fylgjast með og meta virkni EURES-netsins.
     7.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1020 frá 18. júlí 2018 um samþykkt og uppfærslu á lista evrópska flokkunarkerfisins yfir færni, hæfni og starfsgreinar vegna sjálfvirkrar pörunar í gegnum sameiginlega EURES-upplýsingatækniverkvanginn.
     8.      Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1021 frá 18. júlí 2018 um samþykkt nauðsynlegra tæknistaðla og sniða til að starfrækja sjálfvirka pörun í gegnum sameiginlega upplýsingatækniverkvanginn með aðstoð evrópska flokkunarkerfisins og samvirkni milli landsbundinna kerfa og evrópska flokkunarkerfisins.
    Framsetning tillögunnar telst að mati meiri hlutans í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt.


Alþingi, 18. maí 2020.

Sigríður Á. Andersen,
form.
Bryndís Haraldsdóttir, frsm. Ari Trausti Guðmundsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. Logi Einarsson. Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Þorgerður K. Gunnarsdóttir.