Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 41/150.

Þingskjal 1944  —  435. mál.


Þingsályktun

um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.


    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, að fram til ársins 2034 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við áætlun þessa sem felur í sér:
     a.      stefnu í samgöngumálum og helstu markmið sem vinna skal að,
     b.      skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins sem nær til alls landsins og er ætlað að tryggja landsmönnum greiðar samgöngur,
     c.      áætlun um fjáröflun til samgöngumála,
     d.      yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála. Fjárhæðir eru á verðlagi fjárlaga fyrir árið 2020 og eru í milljónum króna.
    Áætlun þessi taki mið af og verði hluti af heildstæðri samþættri stefnu í samgöngumálum, fjarskiptamálum, byggðamálum og málefnum sveitarfélaga og gerð í samræmi við samþykktar áætlanir á vegum Alþingis og ríkisstjórnar.

1. FRAMTÍÐARSÝN OG MEGINMARKMIÐ
    Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.

Meginmarkmið áætlana í samgöngu- og sveitarstjórnarmálum:
          Þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
          Sjálfbærar byggðir og sveitarfélög verði um land allt.

    Fjárveitingar til einstakra málaflokka og tímasetning, svo og til einstakra verkefna sem áhersla er lögð á að komist til framkvæmda á áætlunartímabilinu 2020–2034, byggist á framangreindum meginmarkmiðum ásamt áherslum ráðherra og ríkisstjórnar.

2. MARKMIÐ OG ÁHERSLUR
2.1. Markmið um greiðar samgöngur.
    Stefnt verði að því að samgöngukerfi landsins myndi eina samþætta heild sem þjóni íbúum og atvinnulífi sem best. Aðgengi fólks að þjónustu og vörum verði tryggt og hreyfanleiki bættur.
    Búsetugæði verði aukin með því að bæta samgöngur innan og milli skilgreindra vinnusóknarsvæða og stækka þau þar sem hægt er.
    Uppbygging og rekstur samgangna stuðli að eflingu atvinnulífs innan og milli landshluta.
    Áherslur til að ná þessum markmiðum:

Almennar áherslur:
         2.1.1      Þjónusta í grunnnetinu verði bætt, m.a. með því að nýta tæknilausnir, þ.m.t. á sviði upplýsingatækni.
         2.1.2      Gáttir landsins verði vel skilgreindar og styrktar.
         2.1.3      Aðgengi fólks með fötlun að mannvirkjum og þjónustu samgöngukerfisins verði eins og best verður á kosið.
         2.1.4      Samgöngukerfið taki tillit til þarfa ferðaþjónustunnar, m.a. vegna markmiða um dreifingu ferðamanna um landið. Sérstaklega skuli hugað að vetrarþjónustu á vegakerfinu.

Uppbygging og rekstur samgöngukerfisins:
         2.1.5      Allar helstu stofnleiðir og tenging þeirra við þéttbýli með fleiri en 100 íbúa verði með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli.
         2.1.6      Áfram verði unnið að lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant.
         2.1.7      Unnið verði að þróun stofnvegakerfis höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við sveitarfélögin til að auka öryggi og bæta umferðarflæði.
         2.1.8      Viðhald stofnvega á hálendi og endurbætur á þeim beinist að því að auka öryggi og koma í veg fyrir akstur utan vega.
         2.1.9      Einbreiðum brúm á umferðarmestu vegum landsins verði fækkað.
         2.1.10      Þjónustu á vegum verði forgangsraðað með hliðsjón af umferð.
         2.1.11      Miða skuli við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur er ekki fyrir hendi.
         2.1.12      Greiðsluþátttöku ríkisins í hafnarframkvæmdum verði forgangsraðað annars vegar í þágu öryggis og hins vegar í þágu atvinnusköpunar.

Flutningar og tenging við gáttir:
         2.1.13      Flutningaleiðir á landi og sjó verði skilgreindar. Vegir skilgreindir með áherslu á nægjanlegt burðarþol, næga breidd og bundið slitlag.
         2.1.14      Rannsóknir sem varða hafnir og siglingaleiðir verði efldar.
         2.1.15      Í samgönguáætlun verði gerð grein fyrir stefnu í siglinga- og hafnamálum sérstaklega.
         2.1.16      Til sé öflugt kerfi flugvalla sem svari þörfum þjóðarinnar.
         2.1.17      Keflavíkurflugvöllur verði áfram öflugur alþjóða- og tengiflugvöllur sem standist samanburð við bestu flugvelli erlendis og mæti þróun millilanda- og tengiflugs.
         2.1.18      Stuðlað verði að reglubundnu millilandaflugi um fleiri alþjóðaflugvelli en Keflavíkurflugvöll með hvatakerfi og öðrum aðgerðum sem til þess henta.

Almenningssamgöngur milli byggða:
         2.1.19      Leitast verði við að jafna vægi ferðamáta í þéttbýli með það að markmiði að stuðla að breyttum ferðavenjum.
         2.1.20      Áfram verði unnið að auknum forgangi almenningssamgangna í umferðinni með gerð sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum.
         2.1.21      Íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með almenningsvagni, ferju og/eða í flugi.
         2.1.22      Unnið verði að því að efla almenningssamgöngur milli byggða með því að gera þjónustuna aðgengilegri og meira aðlaðandi fyrir notendur.

Gangandi og hjólandi:
         2.1.23      Áfram verði stutt við gerð stofnstíga gangandi og hjólandi í þéttbýli og milli þéttbýlisstaða.
         2.1.24      Leitast verði við að gera hjólreiðar og göngu að greiðum og öruggum ferðamáta.

Tækniþróun:
         2.1.25      Samgönguyfirvöld fylgist með tækniþróun og innleiðingu tæknilausna í samanburðarlöndum, taki þátt í mótun þeirra og stuðli að innleiðingu þegar þær verða hagkvæmar.
         2.1.26      Farnetssamband verði tryggt á þjóðvegum, fjölsóttum ferðamannastöðum og við strendur landsins.
         2.1.27      Innviðir, þ.m.t. fjarskiptanet, styðji nýtingu upplýsingatækni, m.a. við umferðarstjórnun, miðlun upplýsinga um aðstæður, innheimtu notenda- og veggjalda, samskipti milli ökutækja og við innviði.
         2.1.28      Lagaumhverfi og innviðir taki tillit til aukinnar sjálfvirkni farartækja.
         2.1.29      Fjarskiptatækni verði nýtt í auknum mæli til að miðla upplýsingum til notenda um leiðir og aðstæður í lofti, á láði og legi.

Samgöngusáttmáli:
         2.1.30      Stuðlað verði að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leitað verði leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu allra innviða.
         2.1.31      Unnið verði að því að tryggja skilvirka framkvæmd Samgöngusáttmála og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu og ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðum.

2.2. Markmið um öruggar samgöngur.
    Öryggi verði haft til hliðsjónar við allar ákvarðanir, áherslur og aðgerðir í samgöngumálum óháð ferðamáta. Markmið allra öryggisaðgerða snúist um að vernda mannslíf og að Ísland standi jafnfætis þeim ríkjum er fremst standa í öryggismálum.
    Áherslur til að ná þessum markmiðum:

Almennar áherslur:
         2.2.1      Unnið verði eftir samræmdum öryggisáætlunum allra samgöngugreina og gerðar aðgerðaáætlanir til fimm ára fyrir hverja samgöngugrein með mælanlegum markmiðum og árangursmælikvörðum.
         2.2.2      Fyrir liggi mat á öryggishlutverki flugvalla, hafna og vega, m.a. með tilliti til ófyrirséðra atburða, svo sem náttúruhamfara.
         2.2.3      Hvatt verði til þess að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp virkum öryggisstjórnunarkerfum á öllum sviðum samgangna.
         2.2.4      Slys, óhöpp og öryggisatvik í flugi, siglingum og umferð verði skráð og greind og upplýsingarnar nýttar til ráðstafana sem auka öryggi.
         2.2.5      Skráning samgönguslysa og annarra atvika verði bætt og samræmd.
         2.2.6      Trúverðugleiki Íslands verði tryggður með því að landið standist allar úttektir alþjóðlegra stofnana á öryggi í samgöngum.
         2.2.7      Eftirlit og tíðni eftirlits með leyfishöfum taki mið af áhættu og frammistöðu þeirra í öryggismálum.

Markmið flugöryggisáætlunar:
     a.      Ísland verði í hópi þeirra fimm fremstu Evrópuþjóða þar sem fæst flugslys verða miðað við flugtíma og fjölda hreyfinga.
     b.      Flugslysum og alvarlegum flugatvikum í áætlunar- og leiguflugi fækki um 3% til ársins 2024.

Markmið siglingaöryggisáætlunar:
     a.      Öryggi íslenskra skipa, áhafna og farþega verði treyst og aukið þannig að enginn látist í sjóslysum eða hið minnsta að ekki látist fleiri en einn á ári í sjóslysum að jafnaði á tímabilinu.
     b.      Slysum á sjómönnum fækki um 5% á ári.

Markmið umferðaröryggisáætlunar:
     a.      Ísland verði meðal fimm fremstu Evrópuríkja hvað varðar færri dauðsföll og alvarlega slasaða í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa.
     b.      Dauðsföllum af slysförum í umferðinni og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári.

Börn og samgöngur:
         2.2.8      Hafin verði vinna við að greina stöðu barna og ungmenna í samgöngum með það að markmiði að stefnumótun í samgöngumálum taki mið af þörfum þeirra.

Almenningssamgöngur milli byggða:
         2.2.9      Miða skuli við að þeir innviðir sem leiðakerfi almenningssamgangna liggur um séu í forgangi þegar kemur að vetrarþjónustu. Við allar framkvæmdir og viðhaldsvinnu sé tekið sérstakt tillit til almenningssamgangna og leitað leiða til þess að truflun á þjónustunni verði sem minnst.
         2.2.10      Tryggja skuli að farartæki í heildstæðu almenningssamgöngukerfi séu eins örugg og unnt er. Öryggisútbúnaður farartækja fylgi tækniþróun og sé ávallt í fremstu röð.

Flug:
         2.2.11      Flugöryggi á Íslandi verði áfram tryggt.
         2.2.12      Aukin notkun ómannaðra loftfara veiki ekki flugöryggi hér á landi.
         2.2.13      Flugvernd á Íslandi verði áfram tryggð.
         2.2.14      Unnið verði að því að tryggja aðgengi samgangna að öruggri og skilvirkri gervihnattaleiðsögu, þar á meðal á flugvöllum.

Samgöngusáttmáli:
         2.2.15      Uppbygging samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt Samgöngusáttmála verði til þess að stuðla að auknu umferðaröryggi og mikilli fækkun slysa.

2.3. Markmið um hagkvæmar samgöngur.
    Stefnt verði að því að auka hagkvæmni í samgöngum fyrir notendur og samfélagið. Staðið verði að framkvæmdum, viðhaldi og þjónustu með skilvirkum hætti og fjármunir nýttir á eins hagkvæman hátt og unnt er.
    Áherslur til að ná þessum markmiðum:

Almennar áherslur:
         2.3.1      Leitað verði hagkvæmustu lausna í uppbyggingu og rekstri samgöngukerfisins.
         2.3.2      Verðlagning á samgöngum verði gagnsæ og endurspegli kostnaðinn sem þeim fylgir.
         2.3.3      Litið verði á samgöngukerfið sem eina heild. Nýir innviðir verði skipulagðir og þeim forgangsraðað með hliðsjón af niðurstöðum faglegra greininga.
         2.3.4      Áfram verði unnið að greiningu og rannsóknum með það að markmiði að aðkoma ríkisins í útgjöldum og skattlagningu stuðli að auknu jafnræði milli flutningsmáta.

Upplýsingatækni og rafræn stjórnsýsla:
         2.3.5      Rafræn þjónusta verði efld í stjórnsýslu samgöngustofnana.
         2.3.6      Fjarskiptaaðstaða í eigu og rekstri opinberra aðila verði kortlögð með hagkvæmni í rekstri og þjónustu að leiðarljósi.
         2.3.7      Aðgengi verði aukið að gögnum í eigu opinberra aðila og einkaaðila sem stuðlað geta að bættum samgöngum.

Hagkvæmir ferðamátar og álagsdreifing:
         2.3.8      Unnið verði að greiningu og rannsóknum á hagkvæmni og afkastagetu samgönguinnviða.
         2.3.9      Ferðavenjukönnun fyrir landið allt verði unnin á minnst þriggja ára fresti.

Fjármögnun framkvæmda:
         2.3.10      Áfram verði skoðaðar fjölbreyttar leiðir til fjármögnunar stórra framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila og með innheimtu veggjalda.

Almenningssamgöngur milli byggða:
         2.3.11      Leita skuli leiða til þess að tryggja samkeppnishæfni almenningssamgangna.
         2.3.12      Tryggja skuli samþættingu leiðakerfa og þjónustu almenningssamgangna í flugi, á sjó og landi. Fjárhagsleg ábyrgð og ábyrgð á skipulagi þjónustunnar fari saman.

Flug:
         2.3.13      Menntun og rannsóknir í fluggreinum verði efldar.
         2.3.14      Stefnt verði að því að Ísland sinni áfram þeirri loftrýmisþjónustu sem veitt er á Norður-Atlantshafssvæðinu.
         2.3.15      Samkeppnishæft rekstrarumhverfi verði í flugi þar sem gjaldtaka sé sambærileg við það sem gerist erlendis.
         2.3.16      Áfram verði unnið að fjölgun loftferðasamninga í samráði við flugrekendur.

2.4. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
    Stefnt skuli að því að samgöngur verði umhverfislega sjálfbærar og dregið verði úr hnattrænum, svæðisbundnum og staðbundnum umhverfisáhrifum samgangna.
    Áherslur til að ná þessum markmiðum:

Almennar áherslur:
         2.4.1      Við hönnun, framkvæmd, rekstur og viðhald mannvirkja verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
         2.4.2      Stuðlað verði að því að skip verði tengd rafmagni í höfnum.
         2.4.3      Mótuð verði stefna um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur landsskipulagsstefnu.

Hnattræn umhverfisáhrif og loftslagsmál:
         2.4.4      Unnið verði samkvæmt markmiðum aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum um samgöngur.

Staðbundin og svæðisbundin umhverfisáhrif:
         2.4.5      Áfram verði leitað leiða til að bæta staðbundin loftgæði og hljóðvist við þjóðvegi í þéttbýli í samstarfi við sveitarfélög.

Orkunýting og mengun:
         2.4.6      Rannsóknir verði auknar á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun.
         2.4.7      Hugað verði að því hvernig megi lágmarka afleiðingar mengunarslysa frá samgöngum.

Aðlögun innviða að loftslagsbreytingum:
         2.4.8      Horft verði til afleiðinga loftslagsbreytinga og leitað hagkvæmra leiða til að laga núverandi mannvirki að þessum breytingum með öryggi og notagildi í huga.

Almenningssamgöngur milli byggða:
         2.4.9      Stuðlað verði að því að lágmarka umhverfisáhrif af rekstri almenningssamgangna.

Flug:
         2.4.10      Ísland verði í fremsta flokki í umhverfismálum tengdum flugi og flugrekstri.
         2.4.11      Stefnt verði að hvötum til orkuskipta í flugi þegar fullnægjandi tækni hefur verið þróuð.

Samgöngusáttmáli:
         2.4.12      Stuðlað verði að því að ná loftslagsmarkmiði stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna, deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja.

2.5. Markmið um jákvæða byggðaþróun.
    Stefnt verði að því að auka lífsgæði um land allt með bættum samgöngum og styrkja þann grunn sem nauðsynlegur er til að efla fjölbreytta atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem með betri aðgangi að þjónustu.
    Áherslur til að ná þessum markmiðum:

Almennar áherslur:
         2.5.1      Leitast verði við að styrkja samgöngur þannig að sem flestum landsmönnum sé kleift að nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu á sem stystum tíma.
         2.5.2      Unnið verði að styttingu ferðatíma innan vinnu- og skólasóknarsvæða.
         2.5.3      Framkvæmdir og þjónusta samgöngukerfisins miði að því að auka öryggi og styrkja vinnu- og skólasóknarsvæði.
         2.5.4      Mótuð verði stefna um vegi sem þjóna aðallega ferðamönnum.

Forgangsröðun í samgöngum með hliðsjón af kynbundnum áherslum:
         2.5.5      Við forgangsröðun samgönguverkefna verði jafnréttissjónarmið höfð til hliðsjónar.
         2.5.6      Leitað verði leiða til þess að efla hlut kvenna í samgöngum.

Almenningssamgöngur:
         2.5.7      Samþætt almenningssamgöngukerfi á landi, í lofti og á sjó stuðli að jákvæðri byggðaþróun og styrki vinnu- og skólasóknarsvæði.

3. GRUNNNET SAMGANGNA
Flugvellir:
    Flugvellir í grunnneti:
         Keflavík
         Reykjavík
         Bíldudalur
         Ísafjörður
         Gjögur
         Akureyri
         Grímsey
         Húsavík
         Vopnafjörður
         Egilsstaðir
         Höfn í Hornafirði
         Vestmannaeyjar
         Þórshöfn
Hafnir:
    Hafnir í grunnneti:
         Faxaflóahafnir
               Reykjavíkurhöfn
              Grundartangahöfn
              Akraneshöfn
         Snæfellsbæjarhafnir
               Rifshöfn
              Ólafsvíkurhöfn
         
Grundarfjarðarhöfn
         Stykkishólmshöfn (ferjuleið)
         Vesturbyggðarhafnir
               Brjánslækjarhöfn (ferjuleið)
              Bíldudalshöfn
         
Bolungarvíkurhöfn
         Ísafjarðarhöfn
         Skagastrandarhöfn
         Sauðárkrókshöfn
         Hafnir Fjallabyggðar
               Siglufjarðarhöfn
         
Hafnir Dalvíkurbyggðar
               Dalvíkurhöfn (ferjuleið)
              Árskógssandshöfn (ferjuleið
)
         Hafnasamlag Norðurlands
               Hríseyjarhöfn (ferjuleið)
              Akureyrarhöfn
              Grímseyjarhöfn (ferjuleið)
         
Húsavíkurhöfn
         Hafnir Langanesbyggðar
               Þórshafnarhöfn
         
Vopnafjarðarhöfn
        Seyðisfjarðarhöfn (ferjuleið til Evrópu)
         Hafnir Fjarðabyggðar
               Norðfjarðarhöfn
              Eskifjarðarhöfn
              Reyðarfjarðar- /Mjóeyrarhöfn
              Fáskrúðsfjarðarhöfn
    
    Djúpavogshöfn
         Hornafjarðarhöfn
         Vestmannaeyjahöfn (ferjuleið)
         Landeyjahöfn (ferjuleið)
        Þorlákshöfn (ferjuleið, m.a. til Evrópu)
         Grindavíkurhöfn
         Sandgerðishöfn
         Reykjaneshöfn
         Hafnarfjarðarhöfn
Vegir:
    Vegir í grunnneti:
     Stofnvegir:
1     Hringvegur
22     Dalavegur
26     Sprengisandsleið
        Þjórsárdalsvegur – Fjallabaksleið nyrðri
30     Skeiða- og Hrunamannavegur
31     Skálholtsvegur
32     Þjórsárdalsvegur
33     Gaulverjabæjarvegur
34     Eyrarbakkavegur
35     Biskupstungnabraut
36     Þingvallavegur
37     Laugarvatnsvegur
38     Þorlákshafnarvegur
39     Þrengslavegur
40     Hafnarfjarðarvegur
41     Reykjanesbraut
43     Grindavíkurvegur
44     Hafnavegur
45     Garðskagavegur
        Reykjanesbraut – Sandgerðisvegur
47     Hvalfjarðarvegur
49     Nesbraut
50     Borgarfjarðarbraut
51     Akrafjallsvegur
52     Uxahryggjavegur
        Kaldadalsvegur – Þingvallavegur
54     Snæfellsnesvegur
56     Vatnaleið
58     Stykkishólmsvegur
60     Vestfjarðavegur
61     Djúpvegur
62     Barðastrandarvegur
63     Bíldudalsvegur
64     Flateyrarvegur
65     Súgandafjarðarvegur
        Vestfjarðavegur – Sætún
67     Hólmavíkurvegur
68     Innstrandavegur
72     Hvammstangavegur
74     Skagastrandarvegur
75     Sauðárkróksbraut
76     Siglufjarðarvegur
77     Hofsósbraut
        Siglufjarðarvegur – Lindargata
82     Ólafsfjarðarvegur
        Hringvegur – Hornbrekka
83     Grenivíkurvegur
85     Norðausturvegur
87     Kísilvegur
92     Norðfjarðarvegur
93     Seyðisfjarðarvegur
94     Borgarfjarðarvegur
95     Skriðdals- og Breiðdalsvegur
97     Breiðdalsvíkurvegur
        Hringvegur – Sæberg
98     Djúpavogsvegur
99     Hafnarvegur
205     Klausturvegur
        Hringvegur – Skaftárvellir
208     Skaftártunguvegur
        Hringvegur – Búlandsvegur
254     Landeyjahafnarvegur
261     Fljótshlíðarvegur
        Hringvegur – Öldubakki
343     Álfsstétt
        Eyrarbakkavegur – Túngata (eystri endi)
355     Reykjavegur
359     Bræðratunguvegur
365     Lyngdalsheiðarvegur
376     Breiðamörk
        Hringvegur – Sunnumörk
379     Hafnarvegur Þorlákshöfn
409     Fossvogsbraut
411     Arnarnesvegur
413     Breiðholtsbraut
414     Flugvallarvegur Reykjavík
418     Bústaðavegur
421     Vogavegur
423     Miðnesheiðarvegur
424     Keflavíkurvegur
427     Suðurstrandarvegur
429     Sandgerðisvegur
450     Sundabraut
453     Sundagarðar
454     Holtavegur
458     Brautarholtsvegur
        Hringvegur – Hofsgrund
470     Fjarðarbraut
506     Grundartangavegur
509     Akranesvegur
511     Hvanneyrarvegur
518     Hálsasveitarvegur
573     Rifshafnarvegur
574     Útnesvegur
        Hellissandur – Snæfellsnesvegur
606     Karlseyjarvegur
        Reykhólasveitarvegur – Hellisbraut
607     Reykhólasveitarvegur
        Vestfjarðavegur – Karlseyjarvegur
617     Tálknafjarðarvegur
        Bíldudalsvegur – Strandgata 2
619     Ketildalavegur
        Bíldudalsvegur – Langahlíð
622     Svalvogavegur
        Vestfjarðavegur – Flugvallarvegur
623     Flugvallarvegur Þingeyri
631     Flugvallarvegur Ísafirði
636     Hafnarvegur Ísafirði
731     Svínvetningabraut
        Kjalvegur – Hringvegur
744     Þverárfjallsvegur
749     Flugvallarvegur Sauðárkróki
767     Hólavegur
        Siglufjarðarvegur – Hólar
792     Hafnarvegur Siglufirði
801     Hafnarvegur Hrísey
808     Árskógssandsvegur
809     Hauganesvegur
        Ólafsfjarðarvegur – Lyngholt
810     Hafnarvegur Dalvík
819     Hafnarvegur Akureyri
820     Flugvallarvegur Akureyri
821     Eyjafjarðarbraut vestri
        Hringvegur – Miðbraut
823     Miðbraut
829     Eyjafjarðarbraut eystri
        Hringvegur – Miðbraut
830     Svalbarðseyrarvegur
        Hringvegur – Laugartún
842     Bárðardalsvegur vestri
845     Aðaldalsvegur
859     Hafnarvegur Húsavík
869     Langanesvegur
        Norðausturvegur – Flugvallarvegur
870     Sléttuvegur
        Norðausturvegur – Kópaskersvegur
870     Kópaskersvegur
871     Flugvallarvegur Þórshöfn
874     Raufarhafnarvegur
        Norðausturvegur – Höfðabraut
917     Hlíðarvegur
918     Hafnarvegur Vopnafirði
941     Flugvallarvegur Egilsstöðum
952     Hánefsstaðavegur
        Seyðisfjarðarvegur á Fjarðaröldu – Seyðisfjarðarvegur við Ferjubryggju
955     Vattarnesvegur
        Ytri vegamót Skólavegar – Suðurfjarðarvegur Fáskrúðsfirði
982     Flugvallarvegur Hornafirði
5033     Hagamelsvegur
        Hringvegur – Lækjarmelur
5240     Bifrastarvegur
9572     Mjóeyrarvegur

Stofnvegir um hálendi:
F26     Sprengisandsleið
35     Kjalvegur
F208     Fjallabaksleið nyrðri (hluti nr. 208)
550     Kaldadalsvegur

Ferjuleiðir og eftirtaldar hafnir eru hluti af grunnnetinu:
Vestmannaeyjar – Landeyjahöfn/Þorlákshöfn,
Hrísey – Árskógsströnd,
Grímsey – Dalvík,
Stykkishólmur – Brjánslækur.

4. FJÁRMÁL SAMGÖNGUÁÆTLUNAR – SUNDURLIÐUN ÚTGJALDA
4.1. Samgöngustofa.
Tafla 1 – Fjármál Samgöngustofu.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2020 (millj. kr.). 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Tekjur
        Ríkisframlag 6.475 6.479 6.479 19.433
        Rekstrartekjur 6.726 6.726 6.726 20.178
Tekjur samtals 13.201 13.205 13.205 39.611
Gjöld
        Rekstur, stjórnsýsla og þjónusta 3.385 3.389 3.389 10.163
        Forvarnir og öryggisáætlanir Íslands 1.132 1.132 1.132 3.396
        Eftirlit með innlendum aðilum 4.010 4.010 4.010 12.030
        Eftirlit með erlendum aðilum 343 343 343 1.029
        Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu 4.160 4.160 4.160 12.480
        Rannsóknir og þróun. Umhverfismál 171 171 171 513
Rekstur samtals 13.201 13.205 13.205 39.611

4.2. Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta.
Tafla 2 – Tekjur og gjöld flugmála.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2020 (millj. kr.). 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Tekjur
        Ríkisframlag 12.305 12.318 12.318 36.941
        Framlag úr Almenna varasjóðnum 846 0 0 846
        Notendagjöld 3.013 3.000 3.000 9.013
Tekjur samtals 16.164 15.318 15.318 46.800
Gjöld
        Rekstur alls 12.920 12.920 12.920 38.760
        Viðhald og stofnkostnaður 3.244 2.398 2.398 8.040
Gjöld alls 16.164 15.318 15.318 46.800

4.3. Vegagerðin.
Tafla 3 – Fjármál Vegagerðarinnar.
Tekjur og framlög. 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2020 (millj. kr.). 2020–2024 2025–2029 2030–2034 2020–2034
10-211 Vegagerðin
Rekstrarframlög 51.092 53.793 58.903 163.788
Fjárfestingarframlög 119.793 135.361 140.477 395.631
Framlag úr Almenna varasjóðnum 5.257 0 0 5.257
Framlög úr ríkissjóði samtals: 176.142 189.154 199.380 564.676
Almennar sértekjur 2.114 2.114 2.114 6.342
Tekjur af Landeyjahöfn 50 50 50 150
Sértekjur samtals: 2.164 2.164 2.164 6.492
Til ráðstöfunar samtals: 178.306 191.318 201.544 571.168
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstrarframlög 5.105 4.558 4.558 14.220
Framlag úr Almenna varasjóðnum 404 0 0 404
Framlög úr ríkissjóði samtals: 5.508 4.558 4.558 14.624
Til ráðstöfunar samtals: 5.508 4.558 4.558 14.624

Tafla 4 – Skipting útgjalda Vegagerðarinnar.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2020 (millj. kr.). 2020–2024 2025–2029 2030–2034 2020–2034
10-211 Vegagerðin
Rekstur:
Almennur rekstur 4.333 4.690 4.690 13.713
        Stjórn og undirbúningur
        Sértekjur
        Vaktstöð siglinga
        Viðhald vita og leiðsögukerfa
        Rekstur Landeyjahafnar
        Rannsóknir
Þjónusta 30.007 31.814 35.125 96.946
        Svæði og rekstrardeild
        Sértekjur
        Almenn þjónusta
        Vetrarþjónusta
Styrkir til almenningssamgangna 16.801 17.289 19.088 53.178
        Ferjur
        Sérleyfi á landi
        Innanlandsflug
        Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Fjárfestingar:
Framkvæmdir á vegakerfinu
        Viðhald 53.710 55.735 61.536 170.981
        Nýframkvæmdir 67.205 76.552 75.548 219.305
Framkvæmdir við vita og hafnir 3.601 2.803 3.094 9.498
        Vitabyggingar
        Sjóvarnargarðar
        Landeyjahöfn
        Ferjubryggjur
        Hafna- og strandrannsóknir
Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 355 271 299 925
Bíldudalur – Landfylling austan hafnar 129 129
Samtals Vegagerðin 10-211: 176.145 189.154 199.380 564.679
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstur
Hafnabótasjóður 5.508 4.558 4.558 14.624
Samtals hafnarframkvæmdir 10-241: 5.508 4.558 4.558 14.624


Útgjöld vegna framkvæmda.
Tafla 5 – Sundurliðun verkefna.
Suðursvæði I.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Undirbúningur verka utan áætlunar 860 260 300 300
1 Hringvegur
a1 Um Núpsvötn 0,5 750 20 730 Skilgreining X X
a3–a4 Fossálar – Hörgsá 8 850 850 Frumdrög X X
a4 Um Breiðbalakvísl 0,5 600 600 Frumdrög X X X
b2–b4 Um Mýrdal* 13,3 (6.500–8.000) 100 Frumdrög X X
b4 Um Gatnabrún og öryggisaðgerðir Vík 2,5 500 500 Frumdrög X X
b5 Jökulsá á Sólheimasandi 0,5 550 550 Frumdrög X X
b7 Hringtorg við Landvegamót 200 180
c3 Um Hellu, hringtorg 0,7 270 250 Skilgreining X X
c4–d1 Hella – Skeiðavegamót 20 8.000 8.000 Skilgr./Frumdr. X X
d2 Skeiðavegamót – Selfoss 13 5.200 5.200 Skilgr./Frumdr. X X
d2–d5 Norðaustan Selfoss, brú yfir Ölfusá** 5 6.000 20 Forhönnun X X X
d6 Biskupstungnabraut – Varmá 8,9 5.450 5.450 Verkhönnun X X
d6–d8 Varmá – Kambar 3,0 2.700 2.400 300 Forhönnun X X
30 Skeiða- og Hrunamannavegur
04 Um Stóru-Laxá 0,6 540 30 510 Frumdrög X X
05 Hringtorg Flúðum 0,2 200 10 150 Skilgreining X X
08 Einholtsvegur – Biskupstungnabraut 4,4 350 250 Verkhönnun X X
34 Eyrarbakkavegur
01–02 Hringtorg og undirgöng við Suðurhóla 1 220 220 Frumdrög X X
02 Hringtorg við Bjarkarland og Víkurheiði 100 10
35 Biskupstungnabraut
08 Um Geysissvæðið og Tungufljót 5 (1.100) 1.100 Skilgr./Frumdr. X X
355 Reykjavegur
01 Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur 8 200 200 Verkhönnun X X X
Samtals Suðursvæði I 10.200 9.990 8.300
* Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samstarfi við einkaaðila.
** Leitað verði leiða til að fjármagna hringveg norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá í samstarfi við einkaaðila.
Suðursvæði II.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Undirbúningur verka utan áætlunar 750 250 250 250
1 Hringvegur
e1–e2 Fossvellir – Norðlingavað 8,6 4.000 110 3.890 Skilgr./Frumdr. X X
f5 Um Kjalarnes 8 4.000 4.000 Frumdrög X X
36 Þingvallavegur
12 Í Mosfellsdal, tvö hringtorg og undirgöng 450 450 Skilgreining X X
41 Reykjanesbraut
12/13 Fjarðarhraun – Mjódd 60 30
15 Tenging við Álhellu 150 150 Frumdrög X X
15 Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun 5,5 3.000 110 2.890 Skilgr./Frumdr. X X
19–21 Fitjar – Rósaselstorg 4,5 3.000 3.000 Frumdrög X X
413 Breiðholtsbraut
01 Hringvegur – Jaðarsel 60 30
417 Bláfjallavegur og
407 Bláfjallaleið 12,7 50 50 Frumdrög X X X
450
Sundabraut*
Framlag ríkis til Samgöngusáttmála 11.000 10.000 8.000 X X X X
Samtals Suðursvæði II 15.730 20.480 8.250
* Unnið að því að fjármagna Sundabraut í samstarfi við einkaaðila.
Vestursvæði.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Undirbúningur verka utan áætlunar 920 260 310 350
1 Hringvegur
f8 Tvöföldun Hvalfjarðarganga*
g1–g5 Akrafjallsvegur – Borgarnes 30 8.000 3.400 4.600 Skilgreining X X
g6–g7 Um Borgarnes 4,5 1.500 1.500 Skilgr./Frumdr. X X X
g6–g7 Um Borgarnes, öryggisaðgerðir 150 150 Frumdrög X X
h4 Um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) 2,5 350 350 Frumdrög X X
52 Uxahryggjavegur
04 Brautartunga — Kaldadalsvegur 23,0 1.850 1.850 Skilgr./Frumdr. X X
54 Snæfellsnesvegur
10 Um Fróðárheiði 70 70 Verkhönnun X X
18–22 Skógarströnd 50 (4.000) 100 850 3.100 Skilgreining X X
60 Vestfjarðavegur
25–28 Um Gufudalssveit 25,8 7.200 7.200 Forh./Verk X X X
35–37 Dynjandisheiði 35,2 5.800 5.600 200 Forhönnun X X X
44 Um Bjarnardalsá í Önundarfirði 290 250
61 Djúpvegur
35 Um Hattardalsá 2 350 350 Frumdrög X X
63 Bíldudalsvegur
02 Um Botnsá í Tálknafirði 390 280
04–06 Bíldudalsflugvöllur – Vestfjarðavegur 30,0 4.800 4.800 Forhönnun X X X
68 Innstrandavegur
10 Heydalsá – Þorpar 5,0 300 300 Frumdrög X X
509 Akranesvegur
02 Faxabraut, hækkun vegar og sjóvörn 0,6 500 500 Skilgr./Frumdr. X X X
612 Örlygshafnarvegur
03 Um Hvallátur 2,1 150 150 Frumdrög X X
643 Strandavegur
06 Um Veiðileysuháls 12,0 750 300 450 Frumdrög X X X
Samtals Vestursvæði 15.560 12.160 9.550
* Leitað verði leiða til að fjármagna tvöföldun Hvalfjarðarganga í samstarfi við einkaaðila.
Norðursvæði.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Undirbúningur verka utan áætlunar 920 260 310 350
1 Hringvegur
q6 Um Skjálfandafljót 800 40
r6 Jökulsá á Fjöllum 2 2.200 25 2.200 Frumdrög X X
73 Þverárfjallsvegur um Refasveit og
74 Skagastrandarvegur um Laxá 16,3 1.700 1.600 Frumdrög X X X
85 Norðausturvegur
02–03 Um Skjálfandafljót 9,5 2.200 2.200 Frumdrög X X
06 Um Köldukvíslargil 255 65 Frumdrög X X X
27 Brekknaheiði 7,6 1.100 1.100 Frumdrög X X X
711 Vatnsnesvegur
Ýmsir staðir 60 3.000 500 2.500 Skilgreining X X X
815 Hörgárdalsvegur
01 Skriða – Brakandi 4 250 250 Frumdrög X X
829 Eyjafjarðarbraut vestri
02 Um Hrafnagil 1,8 300 300 Skilgr./Frumdr. X X
842 Bárðardalsvegur vestri
01–04 Hringvegur – Sprengisandsleið 37 1.600 900 700 Skilgreining X X
862 Dettifossvegur
02–03 Súlnalækur – Ásheiði 14,6 950 950 Verkhönnun X X X
Samtals Norðursvæði 4.590 6.110 3.550
Austursvæði.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
Undirbúningur verka utan áætlunar 920 260 310 350
1 Hringvegur
t3 Lagarfljót 4,5 2.000 220 2.000 Skilgreining X X
u0–u7 Reyðarfjörður – Breiðdalsvík 41,0 4.800 4.800 Frumdrög X X
v4–v5 Um Berufjarðarbotn 4,7 100 100 Frumdrög X X
x1–x2 Um Hvalnes- og Þvottárskriður 0,2 150 150 Frumdrög X X
x3–x4 Um Lón 16,0 3.300 3.300 Frumdrög X X
x6–x9 Um Hornafjarðarfljót* 18 2.450 (50%) 2.450 Verkhönnun X X X
y2 Um Steinavötn 350 350 Verkhönnun X X
y7–y9 Kotá – Morsá 12 1.600 1.600 Skilgr./Frumdr. X X
92 Norðfjarðarvegur
04 Um Grænafell, snjóflóðavarnir 200 200 Frumdrög X X
94 Borgarfjarðarvegur
03–04 Eiðar – Laufás 14,7 750 430 320 Skilgr./Frumdr. X X
06–07 Um Vatnsskarð 8,8 200 220 Verkhönnun X X
95 Skriðdals- og Breiðdalsvegur
02 Um Gilsá á Völlum 285 15
917 Hlíðarvegur
01–06 Ýmsir staðir 20 1.200 1.200 Skilgreining X X
923 Jökuldalsvegur
01 Gilsá – Arnórsstaðir 3,4 280 280 Frumdrög X X
931 Upphéraðsvegur
02–09 Ýmsir staðir 4,5 270 270 Skilgr./Frumdr. X X
939 Axarvegur
01–02 Um Öxi* 20 1.400 (50%) 1.400 Frumdrög X X X
Samtals Austursvæði 5.875 1.100 13.250
Samtals almenn verkefni 51.955 49.840 42.900
* Leitað verði leiða til að fjármagna Axarveg og hringveg um Hornafjarðarfljót í samstarfi við einkaaðila (50%).
Jarðgangaáætlun.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
60 Vestfjarðavegur
39 Dýrafjarðargöng 11,8 3.700 3.700 Verkhönnun X X X
93 Seyðisfjarðarvegur
Fjarðarheiðargöng 13,4 17.500 (50%) 3.200 11.500 3.000 Frumdrög X X X
Mjóafjarðargöng/Seyðisfjarðargöng 12,3 15.400 (50%) 8.000 Skilgreining X X X
Samtals jarðgangaáætlun 6.900 11.500 11.000
Sameiginlegt.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2020–2024 2025–2029 2030–2034
Ýmsar framkvæmdir, undir 1.000 millj. kr. 4.500
Tengivegir, bundið slitlag 6.209 7.112 7.448 X X X
Breikkun brúa 2.500 2.600 4.700 X X
Hjóla- og göngustígar 1.216 1.500 1.750 X
Samgöngurannsóknir 100 100 100
Héraðsvegir 550 750 750
Landsvegir utan stofnvegakerfis 800 850 900
Styrkvegir 500 500 500 X
Reiðvegir 375 400 400
Smábrýr 250 250 250 X X
Girðingar 300 300 300 X
Sameiginlegur jarðgangakostnaður 50 50 50
Óráðstafað 800
Samtals sameiginlegt 12.850 15.212 21.648
Samtals nýframkvæmdir 71.705 76.552 75.548
Þar af ófjármagnað í fjármálaáætlun 4.500


Tafla 6 – Framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmála 2020–2034.
Framkvæmdir að hluta fjármagnaðar af samgönguáætlun. Bein framlög af samgönguáætlun til Samgöngusáttmála, sjá töflu 5.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Eftirstöðvar Hönnunarstig
Vegnr. Vegheiti Lengd kostnaðar 1.1.2020 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil lokið
Kaflanr. Kaflaheiti kafla [km] [m.kr.] 2020–2024 2025–2029 2030–2034
1 Hringvegur
e2 Norðlingavað – Bæjarháls 2 1.200 1.200 Skilgr./Frumdr. X X
e3 Bæjarháls – Vesturlandsvegur 1 1.090 1.090 Forh./Verkh. X X
f3 Skarhólabraut – Hafravatnsvegur* 1,8 750 350 Forh./Verkh. X X
40 Hafnarfjarðarvegur
Stokkur í Garðabæ 7.600 4.300 3.300 Skilgr./Frumdr. X X X
41 Reykjanesbraut
04–11 Holtavegur – Stekkjarbakki 2.200 2.200 Skilgreining X X X
12 Gatnamót við Bústaðaveg 1.100 1.100 Skilgr./Frumdr. X X
12 Undirgöng í Kópavogi – skuld*
13 Álftanesvegur – Lækjargata 13.100 500 12.600 Skilgr./Frumdr. X X X
14 Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur* 3,3 1.600 1.600 Verkhönnun X X
49 Miklabraut
03–04 Stokkur 21.800 12.500 9.300 Skilgr./Frumdr. X X X
411 Arnarnesvegur
Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut 1,3 1.600 1.600 Skilgr./Frumdr. X X
Borgarlína
Ártún – Hlemmur* 5,2 8.300 8.300 Skilgr./Frumdr. X X X X
Hamraborg – Hlemmur* 7,9 8.200 8.200 Skilgr./Frumdr. X X X X
Mjódd – BSÍ 4,5 8.400 1.600 6.800 Skilgr./Frumdr. X X X X
Fjörður – Miklabraut 7,9 9.400 7.800 1.600 Skilgr./Frumdr. X X X X
Ártún – Spöng 4,8 5.300 1.100 4.200 Skilgreining X X X X
Hamraborg – Lindir 2,8 3.600 3.600 Skilgr./Frumdr. X X X X
Borgarlína um Keldur og Blikastaðaland 8,4 5.800 5.800 Skilgreining X X X X
Hjóla- og göngustígar 6.000 3.360 1.680 960 X X X
Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir* 6.810 2.070 2.580 2.160 X X X
Göngubrýr og undirgöng* 2.100 750 750 600 X X X
Samtals Samgöngusáttmáli 48.820 48.110 18.620
* Verkefni að hluta eða öllu leyti fjármögnuð í samgönguáætlun 2019–2023 fyrir árið 2019.