Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 44/150.

Þingskjal 1973  —  103. mál.


Þingsályktun

um náttúrustofur.


    Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að koma á fót starfshópi til að meta reynsluna af starfi náttúrustofa og kanna hvort hagkvæmt sé að náttúrustofur taki formlega að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum. Starfshópnum verði falið að móta leiðir til að styrkja samstarf náttúrustofa og stofnana ríkisins í þeim tilgangi að nýta fjármagn til þekkingaröflunar og vöktunar á náttúru landsins sem best og til að auka skilvirkni í samstarfi um náttúruvernd. Starfshópurinn ljúki störfum og skili tillögum til ráðherra fyrir 1. desember 2020.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.