Ferill 960. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og þinglýsingalögum.


________
I. KAFLI
Breyting á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.
1. gr.

    Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Rekstraraðili getur fengið allt að fjögur stuðningslán.

2. gr.

    Á undan tilvísuninni „10. gr.“ í 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: 1. mgr.

3. gr.

    Við 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó má nýta stuðningslán til að borga af eða endurfjármagna lán sem rekstraraðili hefur fengið eftir lok febrúar 2020 til að standa straum af rekstrarkostnaði.

II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.
4. gr.

    Í stað orðanna „á skipulegan markað“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: í verðbréfamiðstöð.

III. KAFLI
Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, með síðari breytingum.
5. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „1. september 2020“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. janúar 2021.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi._____________Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.