Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 2123, 154. löggjafarþing 864. mál: breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
Lög nr. 104 5. júlí 2024.
I. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007.
a. (24. gr.)
Örorkulífeyrir.
Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar.
Umsækjendur um örorkulífeyri skulu vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr. og vera tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla. Umsækjendur um örorkulífeyri skulu enn fremur uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:
Full réttindi ávinnast nemi tryggingatímabil a.m.k. 40 almanaksárum frá 16 ára aldri til ellilífeyrisaldurs.
Sé ekki um full réttindi að ræða reiknast örorkulífeyrir í hlutfalli við áunnin tryggingatímabil umsækjanda frá 16 ára aldri fram til þess tíma að niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. liggur fyrir. Við tryggingatímabilið skal bæta tímabilinu sem reiknast frá þeim tíma sem samþætt sérfræðimat liggur fyrir og fram til ellilífeyrisaldurs, sbr. þó 4. mgr. 56. gr.
Tekið skal tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögum þessum í a.m.k. eitt ár.
Fullur örorkulífeyrir skal vera 4.560.000 kr. á ári. Fjárhæð örorkulífeyris skal lækka um 45% af eigin tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli lífeyrisþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu aldursviðbótar skv. 29. gr. og/eða heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
Fjárhæð örorkulífeyris skv. 6. mgr. reiknast samkvæmt réttindahlutfalli eins og það er ákvarðað skv. 3. og 4. mgr.
Tryggingastofnun gefur út örorkuskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði 1. mgr. og eru jafnframt sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
b. (25. gr.)
Hlutaörorkulífeyrir.
Réttur til hlutaörorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 26–50% vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar.
Umsækjendur um hlutaörorkulífeyri skulu vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr. og vera tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla. Umsækjendur um hlutaörorkulífeyri skulu enn fremur uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:
Full réttindi ávinnast nemi tryggingatímabil a.m.k. 40 almanaksárum frá 16 ára aldri til ellilífeyrisaldurs.
Sé ekki um full réttindi að ræða reiknast hlutaörorkulífeyrir í hlutfalli við áunnin tryggingatímabil umsækjanda frá 16 ára aldri fram til þess tíma að niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. liggur fyrir í fyrsta sinn. Við tryggingatímabilið skal bæta tímabilinu sem reiknast frá þeim tíma sem samþætt sérfræðimat liggur fyrir í fyrsta sinn og fram til ellilífeyrisaldurs, sbr. þó 4. mgr. 56. gr.
Tekið skal tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögum þessum í a.m.k. eitt ár.
Fullur hlutaörorkulífeyrir skal vera 3.739.200 kr. á ári. Fjárhæð hlutaörorkulífeyris skal lækka um 45% af eigin tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli lífeyrisþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu aldursviðbótar skv. 29. gr. og/eða heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
Fjárhæð hlutaörorkulífeyris skv. 6. mgr. reiknast samkvæmt réttindahlutfalli eins og það er ákvarðað skv. 3. og 4. mgr.
Hafi hlutaörorkulífeyrisþegi ekki fengið starf við hæfi með aðstoð Vinnumálastofnunar að lokinni 24 mánaða atvinnuleit frá þeim tíma sem greiðslur hlutaörorkulífeyris hófust getur hann óskað eftir samþættu sérfræðimati að nýju.
Tryggingastofnun gefur út örorkuskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði 1. mgr. og eru jafnframt sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
c. (26. gr.)
Samþætt sérfræðimat.
Tryggingastofnun ber ábyrgð á gerð samþætts sérfræðimats sem er forsenda fyrir greiðslu örorkulífeyris skv. 24. gr. og hlutaörorkulífeyris skv. 25. gr. Þó er Tryggingastofnun heimilt að víkja frá skilyrði um samþætt sérfræðimat ef slíkt mat er bersýnilega óþarft að mati stofnunarinnar. Í niðurstöðum matsins skal koma fram hver geta viðkomandi einstaklings til virkni á vinnumarkaði er.
Áður en til samþætts sérfræðimats kemur skal endurhæfing eða viðurkennd meðferð sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni færni til atvinnuþátttöku að fullu eða að hluta vera fullreynd. Þó er Tryggingastofnun heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er bersýnilega óþarft að mati stofnunarinnar.
Við framkvæmd samþætts sérfræðimats skal Tryggingastofnun byggja á fyrirliggjandi gögnum um færni umsækjanda til atvinnuþátttöku og árangur endurhæfingar eftir því sem við á. Matið skal m.a. byggjast á þáttum sem lúta að færni, aðstæðum (umhverfis- og einstaklingsbundnum þáttum) og heilsu í víðum skilningi. Þá skal stofnunin afla annarra nauðsynlegra gagna og upplýsinga, í samræmi við V. kafla, eftir því sem við á og óska eftir umsögnum sérfræðinga ef þörf er á.
d. (27. gr.)
Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.
Heimilt er að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar einstaklingur, sem býr við langvarandi eða alvarlegan heilsubrest, eða fötlun, sem talinn er geta haft áhrif til frambúðar á getu hans til virkni á vinnumarkaði, fær viðurkennda meðferð eða tekur virkan þátt í endurhæfingu með það að markmiði að stuðla að aukinni færni til atvinnuþátttöku að fullu eða að hluta. Forsenda fyrir greiðslum er að heilsubrestur einstaklings sé afleiðing af sjúkdómi, slysi eða áfalli og skal við það miðað að heilsubrestur eða fötlun valdi því að hlutaðeigandi einstaklingur geti hvorki stundað vinnu né nám. Heimilt er þó að líta á þátttöku á vinnumarkaði eða nám sem lið í endurhæfingu eða viðurkenndri meðferð að því tilskildu að atvinnuþátttakan eða námið þjóni markmiði viðurkenndrar meðferðar eða endurhæfingar samkvæmt fyrirliggjandi endurhæfingaráætlun.
Skilyrði greiðslna er að fyrir liggi endurhæfingaráætlun eða staðfesting á viðurkenndri meðferð sem styður við markmið skv. 1. mgr. frá þeim þjónustuaðila sem veitir einstaklingi þjónustu eða sem veitir þjónustu í umboði þjónustuaðilans. Sá þjónustuaðili sem veitir einstaklingi þjónustu skal tryggja að áætlunin taki mið af þörfum einstaklings hverju sinni í tengslum við endurhæfingu hans. Endurhæfingaráætlun getur verið heilbrigðistengd, starfstengd eða samsett af hvoru tveggja.
Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. um þátttöku einstaklings í viðurkenndri meðferð eða endurhæfingu er heimilt að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar viðkomandi bíður eftir því að fá meðferð eða að endurhæfing hefjist. Sama á við komi heilsubrestur viðkomandi í veg fyrir að fyrirhuguð meðferð eða endurhæfing geti hafist. Skilyrði er að fyrir liggi staðfesting frá þeim þjónustuaðila sem veitir einstaklingi þjónustu um að viðkomandi verði talinn fær um að hefja eða komist að í viðurkennda meðferð eða endurhæfingu innan nánar tiltekins tíma. Skal Tryggingastofnun reglubundið og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti fara yfir stöðu máls viðkomandi og eftir atvikum óska frekari upplýsinga.
Umsækjandi um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur skal vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr., vera tryggður hér á landi, sbr. I. kafla, og hafa verið tryggður hér á landi a.m.k. 12 síðustu mánuðina áður en til greiðslna getur komið, nema annað leiði af milliríkjasamningum. Heimilt er að taka tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er til að fullnægja 12 mánaða skilyrði 1. málsl. og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr. Enn fremur er það skilyrði að viðkomandi eigi ekki rétt eða hafi fullnýtt rétt sinn til launa í forföllum vegna veikinda samkvæmt kjarasamningum eða ráðningarsamningi og greiðslna úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Heimilt er að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í allt að 60 mánuði en þó að hámarki í 12 mánuði í senn. Heimilt er að framlengja greiðslutímabilið um allt að 24 mánuði ef um er að ræða einstakling í mjög viðkvæmri stöðu sem vegna fjölþætts vanda er talinn þarfnast frekari viðurkenndrar meðferðar eða endurhæfingar. Þá er auk þess heimilt að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í allt að þrjá mánuði eftir að endurhæfingu lýkur, að því tilskildu að greiðsluþegi sé skráður í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun eða öðrum þjónustuaðila og samþætt sérfræðimat liggi ekki fyrir sem sýni getu til virkni á vinnumarkaði 50% eða minni.
Greiðslur vegna endurtekins heilsubrests vegna sama sjúkdóms, slyss eða áfalls sem talinn er geta haft áhrif á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði, sbr. 1. mgr., teljast til sama greiðslutímabils. Þegar svo stendur á getur nýtt greiðslutímabil fyrst hafist ef a.m.k. þrjú ár eru liðin frá síðustu greiðslu, enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt. Ef um er að ræða langvarandi eða alvarlegan heilsubrest sem er afleiðing af öðrum sjúkdómi, slysi eða áfalli og er talinn geta haft áhrif á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði, sbr. 1. mgr., getur nýtt greiðslutímabil þegar hafist, enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.
Fullar sjúkra- og endurhæfingargreiðslur skulu vera 4.560.000 kr. á ári. Fjárhæð sjúkra- og endurhæfingargreiðslna skal lækka um 45% af eigin tekjum greiðsluþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli greiðsluþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum greiðsluþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
e. (28. gr.)
Þjónustugátt.
Tryggingastofnun skal starfrækja þjónustugátt þjónustuaðila í þeim tilgangi að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir viðurkenndar meðferðir og endurhæfingarþjónustu sem einstaklingar fá á hverjum tíma og til að stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum hjá þeim sem þurfa þjónustu fleiri en eins þjónustuaðila.
Tryggingastofnun skal halda skrá um lýsigögn yfir upplýsingar sem fara um þjónustugáttina og tilgreindir þjónustuaðilar geta nýtt til þess að sækja frumgögn. Stofnuninni ber að tryggja að lýsigögnin sem fara um gáttina séu varðveitt á öruggan hátt þannig að þau glatist ekki og séu eingöngu aðgengileg þeim sem þurfa á þeim að halda til þess að geta uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum þessum og ákvæðum annarra laga sem þjónustuaðilar starfa eftir auk samninga þeirra á milli um samstarf á sviði endurhæfingar, sbr. 55. gr. a.
f. (29. gr.)
Aldursviðbót.
Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr.
Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar.
Um útreikning á fjárhæð aldursviðbótar vegna tekna og réttindahlutfalls fer skv. 24., 25. og 30. gr.
g. (30. gr.)
Tekjugrunnur.
Til tekna samkvæmt þessum kafla teljast tekjur skv.
II. kafla
laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að teknu tilliti til ákvæða sömu laga um hvað ekki telst til tekna og frádráttarliða skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og
31. gr. sömu laga eða undantekninga og takmarkana samkvæmt öðrum sérlögum. Til tekna teljast einnig tekjur sem aflað er erlendis og ekki eru taldar fram hér á landi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu eftirfarandi tekjur ekki teljast til tekna:
Við útreikning örorkulífeyris skv. 24. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. á ári.
Við útreikning hlutaörorkulífeyris skv. 25. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. á ári. Þá skal greiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 3.000.000 kr. á ári.
Við útreikning sjúkra- og endurhæfingargreiðslna skv. 27. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 480.000 kr. á ári. Þá skal sjúkra- og endurhæfingargreiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 1.920.000 kr. á ári.
Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
Við útreikning örorkulífeyris er ráðherra heimilt að hækka tekjugrunn þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri til framtíðar frá Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju 10 ára tímabili.
h. (31. gr.)
Reglugerðarheimild.
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd þessa kafla, m.a. um framkvæmd og helstu efnisþætti sem samþætt sérfræðimat skal byggjast á, þá efnisþætti sem skulu koma fram í niðurstöðum þess og hvernig þær skulu settar fram, hvaða þjónustuaðilar geta borið ábyrgð á gerð endurhæfingaráætlana og staðfest viðurkenndar meðferðir, helstu viðmið um mat á þátttöku á vinnumarkaði og ástundun náms samhliða sjúkra- og endurhæfingargreiðslum, um þjónustugátt, þ.m.t. um aðgang að henni og hvaða gögn og upplýsingar skuli heimilt að skrá, hvernig meðferð þeirra skuli háttað og hvenær þeim beri að eyða, hlutverk aðila og skiptingu ábyrgðar, réttindaávinnslu og búsetutíma, tekjugrunn, útreikning og framkvæmd greiðslna.
Samstarf við þjónustuaðila.
Tryggingastofnun skal eiga samstarf við þjónustuaðila sem veita þjónustu í tengslum við endurhæfingu í því skyni að stuðla að samfellu í greiðslum hjá þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu fleiri en eins aðila. Stofnunin skal eiga aðild að samningi sem tilgreindir þjónustuaðilar skulu gera um samstarf sín á milli, þar á meðal um starfsemi samhæfingarteyma, svo sem hvenær málum skuli vísað til slíkra teyma, og hvernig ábyrgð á máli færist á milli einstakra þjónustuaðila.
Til að Tryggingastofnun sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal stofnunin, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt aðilanna og stofnunarinnar, sbr. 28. gr., þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Tryggingastofnun ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
II. KAFLI
Breyting á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Heimilt er, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða maka elli- eða örorkulífeyrisþega makabætur sem nema 228.000 kr. á mánuði. Jafnframt er heimilt, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða öðrum sem halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega umönnunarbætur. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.
III. KAFLI
Breyting á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006.
Samstarf þjónustuaðila.
Vinnumálastofnun skal eiga samstarf við aðra þjónustuaðila um samhæfingu þjónustu í tengslum við endurhæfingu einstaklinga sem þurfa þjónustu fleiri en eins kerfis. Vinnumálastofnun skal eiga aðild að samstarfssamningi sem þjónustuaðilar skulu gera um samvinnu sín á milli, þar á meðal um starfsemi samhæfingarteyma, svo sem hvenær málum skuli vísað til slíkra teyma, og hvernig ábyrgð á máli færist á milli einstakra kerfa.
Til að Vinnumálastofnun sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal stofnunin, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Vinnumálastofnun ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
a. (16. gr.)
Virknistyrkur.
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða virknistyrk til atvinnuleitenda sem eiga rétt á hlutaörorkulífeyri á grundvelli laga um almannatryggingar. Vinnumálastofnun skal jafnframt veita viðkomandi einstaklingum sérstakan einstaklingsmiðaðan stuðning við atvinnuleit.
Skilyrði fyrir virknistyrk skv. 1. mgr. er að atvinnuleitandi eigi rétt á hlutaörorkulífeyri á grundvelli laga um almannatryggingar, sé búsettur og með skráð lögheimili sem og staddur hér á landi og uppfylli eftirtalin skilyrði um virka atvinnuleit:
Fjárhæð virknistyrks skal nema mismun hlutaörorkulífeyris skv. 6. mgr. 25. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og örorkulífeyris skv. 6. mgr. 24. gr. sömu laga.
b. (16. gr. a.)
Tímabil sem virknistyrkur er greiddur.
Atvinnuleitandi sem uppfyllir skilyrði 1. og 2. mgr. 16. gr. getur fengið greiddan virknistyrk í 24 mánuði frá þeim degi er Vinnumálastofnun tók við umsókn hans, sbr. 7. gr., nema annað leiði af lögum þessum. Taki atvinnuleitandi að sér tilfallandi vinnu er ekki greiddur virknistyrkur fyrir þá daga sem vinnan stendur yfir. Til að finna út virknistyrk fyrir hvern dag skal miða við 30 daga í mánuði. Sá tími sem greiðslur styrks falla niður skv. 16. gr. b telst hluti tímabilsins.
Greiðslur virknistyrks falla niður hefji atvinnuleitandi störf á vinnumarkaði. Sá tími sem viðkomandi starfar á vinnumarkaði eftir að tímabil skv. 1. mgr. hefst telst ekki hluti þess tímabils.
Tímabil skv. 1. mgr. heldur áfram að líða þegar atvinnuleitandi sækir um að nýju, sbr. 1. mgr. 7. gr., eftir að hafa starfað í skemmri tíma en 12 mánuði á innlendum vinnumarkaði frá því að hann fékk síðast greiddan virknistyrk. Hafi viðkomandi starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði frá því að hann fékk síðast greiddan virknistyrk hefst nýtt tímabil skv. 1. mgr.
Leiði samþætt sérfræðimat skv. 8. mgr. 25. gr. laga um almannatryggingar í ljós að hlutaörorkulífeyrisþegi eigi áfram rétt til hlutaörorkulífeyris hefst nýtt tímabil skv. 1. mgr.
c. (16. gr. b.)
Virknistyrkur felldur niður.
Atvinnuleitandi sem hafnar starfi sem honum sannanlega býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í a.m.k. tvo mánuði frá því að Vinnumálastofnun móttók umsókn hans, sbr. 1. mgr. 7. gr., skal ekki fá greiddan virknistyrk skv. 16. gr. fyrr en að tveimur mánuðum liðnum, sem ella hefði verið greitt fyrir, frá þeim degi er Vinnumálastofnun tilkynnti honum að virknistyrkur hefði verið felldur niður. Hið sama á við um atvinnuleitanda sem hafnar atvinnuviðtali sem honum sannanlega býðst, sinnir ekki atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi.
Þrátt fyrir 1. mgr. skal virknistyrkur ekki felldur niður hafi réttlætanlegar ástæður verið fyrir því að starfi, atvinnuviðtali eða þátttöku í vinnumarkaðsúrræði var hafnað eða að atvinnuviðtali var ekki sinnt án ástæðulausrar tafar eða látið hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. Við mat á því hvort réttlætanlegar ástæður hafi verið fyrir hendi skal Vinnumálastofnun líta til aldurs atvinnuleitanda, félagslegra aðstæðna sem tengjast skertri vinnufærni eða umönnunarskyldu vegna ungra barna eða annarra náinna fjölskyldumeðlima. Enn fremur skal Vinnumálastofnun líta til heimilisaðstæðna atvinnuleitanda þegar hann hafnar starfi fjarri heimili sínu. Þá skal stofnunin taka tillit til aðstæðna atvinnuleitanda sem getur ekki sinnt tilteknum störfum vegna skertrar getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati eða vottorði sérfræðilæknis.
Hafi virknistyrkur verið felldur niður skv. 1. mgr. og eitthvert þeirra tilvika sem þar greinir á sér stað að nýju á sama tímabili skv. 16. gr. a skal atvinnuleitandinn ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en að þremur mánuðum liðnum, sem ella hefði verið greitt fyrir, frá þeim degi er Vinnumálastofnun tilkynnti honum að virknistyrkur hefði verið felldur niður. Endurtaki slíkt tilvik sig í þriðja sinn skal viðkomandi ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en hann uppfyllir skilyrði 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. a.
Atvinnuleitandi sem starfar á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann fær greiddan virknistyrk og lætur vísvitandi hjá líða að upplýsa Vinnumálastofnun um þau störf eða að atvinnuleit sé hætt, skal ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en að sex mánuðum liðnum, sem ella hefði verið greitt fyrir, frá þeim degi er Vinnumálastofnun tilkynnti honum að virknistyrkur hefði verið felldur niður.
d. (16. gr. c.)
Leiðrétting og endurgreiðsla.
Hafi atvinnuleitandi fengið hærri virknistyrk en honum bar skv. 16. gr. ber honum að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var. Hið sama gildir hafi atvinnuleitandi fengið virknistyrk fyrir tímabil sem hann uppfyllti ekki skilyrði fyrir slíkum styrk.
Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiðslna skv. 1. mgr. eru aðfararhæfar.
Hafi atvinnuleitandi fengið lægri virknistyrk en honum bar ber Vinnumálastofnun að greiða honum þá fjárhæð sem vangreidd var ásamt vöxtum. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála leiðir til þess að atvinnuleitandi hafi átt að fá virknistyrk samkvæmt lögum þessum en hafði áður verið synjað um slíkan styrk. Þegar virknistyrkur hefur verið vangreiddur vegna skorts á upplýsingum frá atvinnuleitanda falla vextir niður.
e. (16. gr. d.)
Atvinnuleit fullreynd.
Á tímabili virknistyrks atvinnuleitanda skv. 16. gr. a skal Vinnumálastofnun upplýsa Tryggingastofnun þegar atvinnuleit viðkomandi telst fullreynd að mati stofnunarinnar.
Ráðherra skal fyrir 31. desember 2028 leggja mat á áhrif virknistyrks á stöðu hlutaörorkulífeyrisþega á vinnumarkaði. Skal við matið horft til þess hvernig fólki sem hefur fengið greiddan virknistyrk reiðir af á vinnumarkaði og hvort grípa þurfi til frekari vinnumarkaðsaðgerða eða breytinga á ákvæðum laganna er varðar virknistyrk, þ.m.t. 1. málsl. 16. gr. b.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.
Í því skyni að heilsugæslustöðvum sé unnt að gegna skyldum sínum í samstarfi við önnur þjónustukerfi um endurhæfingu einstaklinga skulu þær, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt þjónustukerfa, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Heilsugæslustöðvum ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/67.
V. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
Samstarf þjónustuaðila.
Félagsþjónusta á vegum sveitarfélaga skal eiga samstarf við aðra þjónustuaðila um samhæfingu þjónustu í tengslum við endurhæfingu einstaklinga sem njóta þjónustu, aðstoðar og ráðgjafar á grundvelli þessara laga og þurfa jafnframt aðra þjónustu. Sveitarfélög skulu fyrir hönd félagsþjónustu eiga aðild að samstarfssamningi sem þjónustuaðilar skulu gera sín á milli, þar á meðal um starfsemi samhæfingarteyma, svo sem hvenær málum skuli vísað til slíkra teyma, og hvernig ábyrgð á máli færist á milli einstakra kerfa.
Til að sveitarfélögum sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skulu þau, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Sveitarfélögum ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
Hafi sveitarfélög gert með sér samning um samvinnu skv. 7. gr. geta samtök hlutaðeigandi sveitarfélaga eða eftir atvikum byggðasamlög verið aðili, fyrir hönd tiltekinna sveitarfélaga, að samstarfssamningi sem þjónustuaðilarnir gera sín á milli, sbr. 1. mgr.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.
Samstarf þjónustuaðila.
Starfsendurhæfingarsjóðir skulu eiga samstarf við aðra þjónustuaðila um samhæfingu þjónustu í tengslum við endurhæfingu einstaklinga sem þurfa þjónustu fleiri en eins kerfis. Starfsendurhæfingarsjóðir skulu eiga aðild að samstarfssamningi sem þjónustuaðilar skulu gera um samstarf sín á milli, þar á meðal um starfsemi samhæfingarteyma, svo sem hvenær málum skuli vísað til slíkra teyma, og hvernig ábyrgð á máli færist á milli einstakra kerfa.
Til að starfsendurhæfingarsjóði sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal sjóðurinn, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Starfsendurhæfingarsjóði ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020.
IX. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006.
X. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, nr. 40/2009.
XI. KAFLI
Breyting á lögum um sorgarleyfi, nr. 77/2022.
XII. KAFLI
Breyting á lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir, nr. 24/2020.
XIII. KAFLI
Breyting á lögum um bifreiðagjald, nr. 39/1988.
XIV. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.
XV. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.
Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 19. tölul. 12. gr. þegar gildi.
Þingskjal 2123, 154. löggjafarþing 864. mál: breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
Lög nr. 104 5. júlí 2024.
Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- 14. tölul. orðast svo: Þjónustuaðili: Tilgreindir fagaðilar sem starfa á grundvelli laga við að veita þjónustu í tengslum við endurhæfingu og mynda kerfisbundna heild á landsvísu eða einn fagaðili sem veitir þjónustu á landsvísu.
- Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Samþætt sérfræðimat: Staðlað mat á getu einstaklinga til virkni á vinnumarkaði þar sem færni, fötlun og heilsa viðkomandi er metin heildrænt.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- Á eftir orðinu „almannatrygginga“ í 1. mgr. kemur: sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.
- 2. mgr. orðast svo:
3. gr.
IV. kafli laganna, sem hefur fyrirsögnina Örorkulífeyrir og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur, orðast svo:a. (24. gr.)
Umsækjendur um örorkulífeyri skulu vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr. og vera tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla. Umsækjendur um örorkulífeyri skulu enn fremur uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:
- hafa verið tryggðir hér á landi samfellt a.m.k. þrjú síðustu árin áður en niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. lá fyrir,
- hafa verið tryggðir hér á landi við 18 ára aldur og niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. hefur legið fyrir frá 18 ára aldri,
- hafa verið tryggðir hér á landi samfellt síðustu 12 mánuði áður en niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. lá fyrir og hafa áður annaðhvort verið tryggðir hér á landi í a.m.k. 20 ár eftir 16 ára aldur eða að lágmarki fimm ár eftir 16 ára aldur enda hafi þá búseta erlendis eftir 16 ára aldur ekki staðið lengur en í fimm ár.
Full réttindi ávinnast nemi tryggingatímabil a.m.k. 40 almanaksárum frá 16 ára aldri til ellilífeyrisaldurs.
Sé ekki um full réttindi að ræða reiknast örorkulífeyrir í hlutfalli við áunnin tryggingatímabil umsækjanda frá 16 ára aldri fram til þess tíma að niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. liggur fyrir. Við tryggingatímabilið skal bæta tímabilinu sem reiknast frá þeim tíma sem samþætt sérfræðimat liggur fyrir og fram til ellilífeyrisaldurs, sbr. þó 4. mgr. 56. gr.
Tekið skal tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögum þessum í a.m.k. eitt ár.
Fullur örorkulífeyrir skal vera 4.560.000 kr. á ári. Fjárhæð örorkulífeyris skal lækka um 45% af eigin tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli lífeyrisþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu aldursviðbótar skv. 29. gr. og/eða heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
Fjárhæð örorkulífeyris skv. 6. mgr. reiknast samkvæmt réttindahlutfalli eins og það er ákvarðað skv. 3. og 4. mgr.
Tryggingastofnun gefur út örorkuskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði 1. mgr. og eru jafnframt sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
b. (25. gr.)
Umsækjendur um hlutaörorkulífeyri skulu vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr. og vera tryggðir hér á landi, sbr. I. kafla. Umsækjendur um hlutaörorkulífeyri skulu enn fremur uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:
- hafa verið tryggðir hér á landi samfellt a.m.k. þrjú síðustu árin áður en niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. lá fyrir,
- hafa verið tryggðir hér á landi við 18 ára aldur og niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. hefur legið fyrir frá 18 ára aldri,
- hafa verið tryggðir hér á landi samfellt síðustu 12 mánuði áður en niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. lá fyrir og hafa áður annaðhvort verið tryggðir hér á landi í a.m.k. 20 ár eftir 16 ára aldur eða að lágmarki fimm ár eftir 16 ára aldur enda hafi þá búseta erlendis eftir 16 ára aldur ekki staðið lengur en í fimm ár.
Full réttindi ávinnast nemi tryggingatímabil a.m.k. 40 almanaksárum frá 16 ára aldri til ellilífeyrisaldurs.
Sé ekki um full réttindi að ræða reiknast hlutaörorkulífeyrir í hlutfalli við áunnin tryggingatímabil umsækjanda frá 16 ára aldri fram til þess tíma að niðurstaða samþætts sérfræðimats skv. 1. mgr. liggur fyrir í fyrsta sinn. Við tryggingatímabilið skal bæta tímabilinu sem reiknast frá þeim tíma sem samþætt sérfræðimat liggur fyrir í fyrsta sinn og fram til ellilífeyrisaldurs, sbr. þó 4. mgr. 56. gr.
Tekið skal tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr., enda hafi umsækjandi verið tryggður samkvæmt lögum þessum í a.m.k. eitt ár.
Fullur hlutaörorkulífeyrir skal vera 3.739.200 kr. á ári. Fjárhæð hlutaörorkulífeyris skal lækka um 45% af eigin tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli lífeyrisþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu aldursviðbótar skv. 29. gr. og/eða heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
Fjárhæð hlutaörorkulífeyris skv. 6. mgr. reiknast samkvæmt réttindahlutfalli eins og það er ákvarðað skv. 3. og 4. mgr.
Hafi hlutaörorkulífeyrisþegi ekki fengið starf við hæfi með aðstoð Vinnumálastofnunar að lokinni 24 mánaða atvinnuleit frá þeim tíma sem greiðslur hlutaörorkulífeyris hófust getur hann óskað eftir samþættu sérfræðimati að nýju.
Tryggingastofnun gefur út örorkuskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði 1. mgr. og eru jafnframt sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.
c. (26. gr.)
Áður en til samþætts sérfræðimats kemur skal endurhæfing eða viðurkennd meðferð sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni færni til atvinnuþátttöku að fullu eða að hluta vera fullreynd. Þó er Tryggingastofnun heimilt að víkja frá því skilyrði ef það er bersýnilega óþarft að mati stofnunarinnar.
Við framkvæmd samþætts sérfræðimats skal Tryggingastofnun byggja á fyrirliggjandi gögnum um færni umsækjanda til atvinnuþátttöku og árangur endurhæfingar eftir því sem við á. Matið skal m.a. byggjast á þáttum sem lúta að færni, aðstæðum (umhverfis- og einstaklingsbundnum þáttum) og heilsu í víðum skilningi. Þá skal stofnunin afla annarra nauðsynlegra gagna og upplýsinga, í samræmi við V. kafla, eftir því sem við á og óska eftir umsögnum sérfræðinga ef þörf er á.
d. (27. gr.)
Skilyrði greiðslna er að fyrir liggi endurhæfingaráætlun eða staðfesting á viðurkenndri meðferð sem styður við markmið skv. 1. mgr. frá þeim þjónustuaðila sem veitir einstaklingi þjónustu eða sem veitir þjónustu í umboði þjónustuaðilans. Sá þjónustuaðili sem veitir einstaklingi þjónustu skal tryggja að áætlunin taki mið af þörfum einstaklings hverju sinni í tengslum við endurhæfingu hans. Endurhæfingaráætlun getur verið heilbrigðistengd, starfstengd eða samsett af hvoru tveggja.
Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. um þátttöku einstaklings í viðurkenndri meðferð eða endurhæfingu er heimilt að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur þegar viðkomandi bíður eftir því að fá meðferð eða að endurhæfing hefjist. Sama á við komi heilsubrestur viðkomandi í veg fyrir að fyrirhuguð meðferð eða endurhæfing geti hafist. Skilyrði er að fyrir liggi staðfesting frá þeim þjónustuaðila sem veitir einstaklingi þjónustu um að viðkomandi verði talinn fær um að hefja eða komist að í viðurkennda meðferð eða endurhæfingu innan nánar tiltekins tíma. Skal Tryggingastofnun reglubundið og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti fara yfir stöðu máls viðkomandi og eftir atvikum óska frekari upplýsinga.
Umsækjandi um sjúkra- og endurhæfingargreiðslur skal vera 18 ára eða eldri en ekki hafa náð ellilífeyrisaldri eins og hann er ákveðinn skv. 1. mgr. 16. gr., vera tryggður hér á landi, sbr. I. kafla, og hafa verið tryggður hér á landi a.m.k. 12 síðustu mánuðina áður en til greiðslna getur komið, nema annað leiði af milliríkjasamningum. Heimilt er að taka tillit til trygginga-, starfs- eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf annars samningsríkis, að því marki sem nauðsynlegt er til að fullnægja 12 mánaða skilyrði 1. málsl. og í samræmi við nánari ákvæði gagnkvæms milliríkjasamnings, sbr. 59. gr. Enn fremur er það skilyrði að viðkomandi eigi ekki rétt eða hafi fullnýtt rétt sinn til launa í forföllum vegna veikinda samkvæmt kjarasamningum eða ráðningarsamningi og greiðslna úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Heimilt er að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í allt að 60 mánuði en þó að hámarki í 12 mánuði í senn. Heimilt er að framlengja greiðslutímabilið um allt að 24 mánuði ef um er að ræða einstakling í mjög viðkvæmri stöðu sem vegna fjölþætts vanda er talinn þarfnast frekari viðurkenndrar meðferðar eða endurhæfingar. Þá er auk þess heimilt að greiða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur í allt að þrjá mánuði eftir að endurhæfingu lýkur, að því tilskildu að greiðsluþegi sé skráður í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun eða öðrum þjónustuaðila og samþætt sérfræðimat liggi ekki fyrir sem sýni getu til virkni á vinnumarkaði 50% eða minni.
Greiðslur vegna endurtekins heilsubrests vegna sama sjúkdóms, slyss eða áfalls sem talinn er geta haft áhrif á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði, sbr. 1. mgr., teljast til sama greiðslutímabils. Þegar svo stendur á getur nýtt greiðslutímabil fyrst hafist ef a.m.k. þrjú ár eru liðin frá síðustu greiðslu, enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt. Ef um er að ræða langvarandi eða alvarlegan heilsubrest sem er afleiðing af öðrum sjúkdómi, slysi eða áfalli og er talinn geta haft áhrif á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði, sbr. 1. mgr., getur nýtt greiðslutímabil þegar hafist, enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.
Fullar sjúkra- og endurhæfingargreiðslur skulu vera 4.560.000 kr. á ári. Fjárhæð sjúkra- og endurhæfingargreiðslna skal lækka um 45% af eigin tekjum greiðsluþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr. uns greiðslur falla niður. Uppfylli greiðsluþegi jafnframt skilyrði fyrir greiðslu heimilisuppbótar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skal samanlögð fjárhæð greiðslna lækka um 45% af tekjum greiðsluþega umfram frítekjumörk skv. 30. gr.
e. (28. gr.)
Tryggingastofnun skal halda skrá um lýsigögn yfir upplýsingar sem fara um þjónustugáttina og tilgreindir þjónustuaðilar geta nýtt til þess að sækja frumgögn. Stofnuninni ber að tryggja að lýsigögnin sem fara um gáttina séu varðveitt á öruggan hátt þannig að þau glatist ekki og séu eingöngu aðgengileg þeim sem þurfa á þeim að halda til þess að geta uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum þessum og ákvæðum annarra laga sem þjónustuaðilar starfa eftir auk samninga þeirra á milli um samstarf á sviði endurhæfingar, sbr. 55. gr. a.
f. (29. gr.)
Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar.
Um útreikning á fjárhæð aldursviðbótar vegna tekna og réttindahlutfalls fer skv. 24., 25. og 30. gr.
g. (30. gr.)
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu eftirfarandi tekjur ekki teljast til tekna:
- Greiðslur samkvæmt lögum þessum, lögum um félagslega aðstoð og virknistyrkur samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.
- Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
- Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði.
- Lífeyrir almannatrygginga frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við, í samræmi við nánari ákvæði samninganna, sbr. 58., 59. og 64. gr.
Við útreikning örorkulífeyris skv. 24. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. á ári.
Við útreikning hlutaörorkulífeyris skv. 25. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 1.200.000 kr. á ári. Þá skal greiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 3.000.000 kr. á ári.
Við útreikning sjúkra- og endurhæfingargreiðslna skv. 27. gr. skal greiðsluþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 480.000 kr. á ári. Þá skal sjúkra- og endurhæfingargreiðsluþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 1.920.000 kr. á ári.
Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.
Við útreikning örorkulífeyris er ráðherra heimilt að hækka tekjugrunn þeirra lífeyrisþega sem fengið hafa eingreiðslu skaðabóta vegna örorku að frádregnum áætluðum örorkulífeyri til framtíðar frá Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju 10 ára tímabili.
h. (31. gr.)
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:- Í stað orðsins „lífeyrisþegi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: einstaklingur sem fær greiðslur skv. III. eða IV. kafla.
- Í stað orðsins „lífeyrisþega“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: einstaklingi.
- Í stað orðsins „lífeyrisþegi“ í 4. mgr. kemur: greiðsluþegi.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 39. gr. laganna:- Í stað orðsins „lífeyrisþegi“ í 1. málsl. kemur: einstaklingur sem fær greiðslur skv. III. eða IV. kafla.
- Í stað orðsins „lífeyrisþegi“ í 2. og 4. málsl. kemur: greiðsluþegi.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 40. gr. laganna:- Í stað orðanna „er örorkulífeyrisþegi“ í 1. málsl. kemur: fær greiðslur skv. IV. kafla.
- Í stað orðsins „örorkulífeyrisþegar“ í 2. málsl. kemur: fá greiðslur skv. IV. kafla.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. laganna:- Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
- Í stað orðsins „sýslumaður“ kemur: sýslumenn.
- Í stað orðanna „Lánasjóður íslenskra námsmanna“ kemur: þjónustuaðili sem ber ábyrgð á viðurkenndri meðferð eða endurhæfingaráætlun, sjúkratryggingastofnunin, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Menntasjóður námsmanna.
- Í stað orðsins „rafrænum“ kemur: stafrænum.
- 2. mgr. orðast svo:
8. gr.
Orðin „svo og starfsfólki sjúkratryggingastofnunarinnar“ í 1. mgr. 54. gr. laganna falla brott.9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 55. gr. laganna:- Við 1. málsl. bætist: nema það sé bersýnilega ónauðsynlegt að mati Tryggingastofnunar.
- Í stað orðanna „greiddan örorkulífeyri“ í 2. málsl. kemur: greiðslur skv. IV. kafla.
10. gr.
Á eftir 55. gr. laganna kemur ný grein, 55. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Til að Tryggingastofnun sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal stofnunin, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt aðilanna og stofnunarinnar, sbr. 28. gr., þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Tryggingastofnun ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
11. gr.
Í stað orðanna „fjárhæð skv. 28. gr.“ í 1. málsl. 62. gr. laganna kemur: frítekjumörk skv. 22. og 30. gr.12. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætast sjö nýir töluliðir, svohljóðandi:- Þeir sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris 31. ágúst 2025 skulu fá greiðslur samkvæmt ákvæðum laga þessara sem gilda frá 1. september 2025 en í samræmi við örorkumat sem var í gildi 31. ágúst 2025 óháð gildistíma þess. Örorkulífeyrisþegum er heimilt en ekki skylt að óska eftir mati á getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati frá og með 1. september 2025 og fellur eldra mat úr gildi þegar hið nýja mat liggur fyrir og ákvarðast greiðslur þá á grundvelli þess. Óski örorkulífeyrisþegi ekki eftir samþættu sérfræðimati skv. 2. málsl. skal örorkumat sem í gildi var 31. ágúst 2025 gilda ótímabundið.
- Þeir sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslu örorkustyrks 31. ágúst 2025 skulu fá greiðslur samkvæmt ákvæðum laga þessara sem voru í gildi 31. ágúst 2025 en í samræmi við örorkumat það sem þá var í gildi óháð gildistíma þess. Greiðsluþegum er heimilt en ekki skylt að óska eftir mati á getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati frá og með 1. september 2025 og fellur eldra mat úr gildi þegar hið nýja mat liggur fyrir og ákvarðast greiðslur þá á grundvelli þess frá þeim tíma. Óski greiðsluþegi ekki eftir samþættu sérfræðimati skv. 2. málsl. skal örorkumat sem í gildi var 31. ágúst 2025 gilda ótímabundið.
- Þeir sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslu endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð 31. ágúst 2025 skulu fá sjúkra- og endurhæfingargreiðslur samkvæmt lögum þessum frá 1. september 2025 í samræmi við þá endurhæfingaráætlun sem var í gildi 31. ágúst 2025.
- Við útreikning örorkulífeyris frá og með 1. september 2025 skal Tryggingastofnun gera samanburð á greiðslum til þeirra örorkulífeyrisþega sem fá greiddan örorkulífeyri ásamt sérstakri uppbót á lífeyri samkvæmt þágildandi 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð vegna framfærslu 31. ágúst 2025 við greiðslur eins og þær verða frá 1. september 2025. Skal stofnunin bera saman annars vegar fjárhæð sem nemur hámarksfjárhæð sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu samkvæmt þágildandi 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, auk 50% af greiðslurétti aldursviðbótar og 5% tekjutryggingar viðkomandi örorkulífeyrisþega samkvæmt þágildandi ákvæðum laga þessara, hvorutveggja margfaldað með réttindahlutfalli hans, í samræmi við reglur sem voru í gildi 31. ágúst 2025, að frádregnum 65% þeirra tekna sem örorkulífeyrisþegi aflar sér á tímabili útreiknings, og hins vegar samanlagða fjárhæð örorkulífeyris, heimilisuppbótar og aldursviðbótar samkvæmt þeim reglum sem gilda frá 1. september 2025. Ef örorkulífeyrisþegi fær ekki greidda heimilisuppbót í samræmi við 8. gr. laga um félagslega aðstoð samkvæmt þeim reglum sem gilda frá 1. september 2025 skal við samanburð nota lægri hámarksfjárhæð samkvæmt þágildandi 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð samkvæmt þeim reglum sem voru í gildi 31. ágúst 2025. Ef örorkulífeyrisþegi fær greidda heimilisuppbót skal nota hærri hámarksfjárhæð þess ákvæðis. Leiði samanburðurinn í ljós að fjárhæð samkvæmt eldri ákvæðum er hærri en fjárhæð greiðslna örorkulífeyrisþega frá 1. september 2025 og að uppfylltu skilyrði 2. mgr. 1. gr. laga um félagslega aðstoð skal stofnunin greiða örorkulífeyrisþega mismuninn.
- Ákvæði 16. tölul. gildir eftir því sem við á um þá sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri ásamt sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu samkvæmt þágildandi 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð 31. ágúst 2025 en þó einungis út gildistíma endurhæfingartímabils sem samþykkt var fyrir 1. september 2025.
- Lög þessi skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030. Við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegra upplýsinga, viðhorfa notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar.
- Ráðherra skal eigi síðar en 1. maí 2025 flytja Alþingi skýrslu um undirbúning innleiðingar samþætts sérfræðimats. Skýrslu ráðherra skal vísa til velferðarnefndar til umfjöllunar.
13. gr.
Orðið „endurhæfingarlífeyrir“ í 1. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.14. gr.
5. gr. laganna orðast svo:Heimilt er, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða maka elli- eða örorkulífeyrisþega makabætur sem nema 228.000 kr. á mánuði. Jafnframt er heimilt, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða öðrum sem halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega umönnunarbætur. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.
15. gr.
7. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.16. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:- Í stað orðsins „lífeyrisþega“ í 1. mgr. kemur: greiðsluþega.
- 3. mgr. orðast svo:
17. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:- Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
- Í stað orðanna „lífeyrisþega uppbót á lífeyri“ í 1. málsl. kemur: ellilífeyrisþega og einstaklingi sem fær greiðslur skv. IV. kafla laga um almannatryggingar uppbót.
- Í stað orðsins „lífeyrisþegi“ í 2. málsl. kemur: greiðsluþegi.
- 2. og 4. mgr. falla brott.
- Í stað orðsins „lífeyrisþega“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: greiðsluþega.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Uppbætur vegna kostnaðar.
18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr.:
- Orðið „örorkustyrkþega“ fellur brott.
- Í stað orðsins „bótaþega“ kemur: greiðsluþega.
- Í stað orðsins „bótaþegi“ kemur: hann.
- Í stað orðanna „elli- eða örorkulífeyrisþegi og örorkustyrkþegar“ í 2. mgr. kemur: ellilífeyrisþegi eða einstaklingur sem fær greiðslur skv. IV. kafla laga um almannatryggingar, nr. 100/2007.
- Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Greiðslur vegna bifreiðakostnaðar.
19. gr.
Við 4. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þjónusta Vinnumálastofnunar á grundvelli laga þessara skal vera atvinnuleitendum og atvinnurekendum að kostnaðarlausu.20. gr.
Á eftir orðunum „afla upplýsinga frá“ í 1. mgr. 7. gr. a laganna kemur: heilsugæslustöðvum.21. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:- Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
- Orðið „og“ í e-lið fellur brott.
- Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: stuðningur við atvinnuleitendur sem eiga rétt á hlutaörorkulífeyri á grundvelli laga um almannatryggingar, sbr. 16. gr.
- 4. mgr. orðast svo:
22. gr.
Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein, 12. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Til að Vinnumálastofnun sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal stofnunin, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Vinnumálastofnun ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
23. gr.
Í stað 16. gr. laganna koma fimm nýjar greinar, 16. gr. og 16. gr. a – 16. gr. d, svohljóðandi, ásamt fyrirsögnum:a. (16. gr.)
Skilyrði fyrir virknistyrk skv. 1. mgr. er að atvinnuleitandi eigi rétt á hlutaörorkulífeyri á grundvelli laga um almannatryggingar, sé búsettur og með skráð lögheimili sem og staddur hér á landi og uppfylli eftirtalin skilyrði um virka atvinnuleit:
- hefur frumkvæði að starfsleit og er reiðubúinn, án sérstaks fyrirvara, að taka hvert það starf sem greitt er fyrir í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga og honum er unnt að gegna í ljósi getu hans til virkni á vinnumarkaði,
- á ekki rétt á launum eða öðrum greiðslum í tengslum við störf á vinnumarkaði þann tíma sem hann er í virkri atvinnuleit,
- hefur vilja og getu til að taka þátt í vinnumarkaðsúrræðum sem standa honum til boða,
- er reiðubúinn að veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar upplýsingar til að stofnunin geti gefið honum kost á þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum og aukið líkur á að hann fái starf á vinnumarkaði.
Fjárhæð virknistyrks skal nema mismun hlutaörorkulífeyris skv. 6. mgr. 25. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og örorkulífeyris skv. 6. mgr. 24. gr. sömu laga.
b. (16. gr. a.)
Greiðslur virknistyrks falla niður hefji atvinnuleitandi störf á vinnumarkaði. Sá tími sem viðkomandi starfar á vinnumarkaði eftir að tímabil skv. 1. mgr. hefst telst ekki hluti þess tímabils.
Tímabil skv. 1. mgr. heldur áfram að líða þegar atvinnuleitandi sækir um að nýju, sbr. 1. mgr. 7. gr., eftir að hafa starfað í skemmri tíma en 12 mánuði á innlendum vinnumarkaði frá því að hann fékk síðast greiddan virknistyrk. Hafi viðkomandi starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði frá því að hann fékk síðast greiddan virknistyrk hefst nýtt tímabil skv. 1. mgr.
Leiði samþætt sérfræðimat skv. 8. mgr. 25. gr. laga um almannatryggingar í ljós að hlutaörorkulífeyrisþegi eigi áfram rétt til hlutaörorkulífeyris hefst nýtt tímabil skv. 1. mgr.
c. (16. gr. b.)
Þrátt fyrir 1. mgr. skal virknistyrkur ekki felldur niður hafi réttlætanlegar ástæður verið fyrir því að starfi, atvinnuviðtali eða þátttöku í vinnumarkaðsúrræði var hafnað eða að atvinnuviðtali var ekki sinnt án ástæðulausrar tafar eða látið hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. Við mat á því hvort réttlætanlegar ástæður hafi verið fyrir hendi skal Vinnumálastofnun líta til aldurs atvinnuleitanda, félagslegra aðstæðna sem tengjast skertri vinnufærni eða umönnunarskyldu vegna ungra barna eða annarra náinna fjölskyldumeðlima. Enn fremur skal Vinnumálastofnun líta til heimilisaðstæðna atvinnuleitanda þegar hann hafnar starfi fjarri heimili sínu. Þá skal stofnunin taka tillit til aðstæðna atvinnuleitanda sem getur ekki sinnt tilteknum störfum vegna skertrar getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati eða vottorði sérfræðilæknis.
Hafi virknistyrkur verið felldur niður skv. 1. mgr. og eitthvert þeirra tilvika sem þar greinir á sér stað að nýju á sama tímabili skv. 16. gr. a skal atvinnuleitandinn ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en að þremur mánuðum liðnum, sem ella hefði verið greitt fyrir, frá þeim degi er Vinnumálastofnun tilkynnti honum að virknistyrkur hefði verið felldur niður. Endurtaki slíkt tilvik sig í þriðja sinn skal viðkomandi ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en hann uppfyllir skilyrði 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. a.
Atvinnuleitandi sem starfar á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann fær greiddan virknistyrk og lætur vísvitandi hjá líða að upplýsa Vinnumálastofnun um þau störf eða að atvinnuleit sé hætt, skal ekki fá greiddan virknistyrk fyrr en að sex mánuðum liðnum, sem ella hefði verið greitt fyrir, frá þeim degi er Vinnumálastofnun tilkynnti honum að virknistyrkur hefði verið felldur niður.
d. (16. gr. c.)
Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiðslna skv. 1. mgr. eru aðfararhæfar.
Hafi atvinnuleitandi fengið lægri virknistyrk en honum bar ber Vinnumálastofnun að greiða honum þá fjárhæð sem vangreidd var ásamt vöxtum. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar velferðarmála leiðir til þess að atvinnuleitandi hafi átt að fá virknistyrk samkvæmt lögum þessum en hafði áður verið synjað um slíkan styrk. Þegar virknistyrkur hefur verið vangreiddur vegna skorts á upplýsingum frá atvinnuleitanda falla vextir niður.
e. (16. gr. d.)
24. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Ráðherra skal fyrir 31. desember 2028 leggja mat á áhrif virknistyrks á stöðu hlutaörorkulífeyrisþega á vinnumarkaði. Skal við matið horft til þess hvernig fólki sem hefur fengið greiddan virknistyrk reiðir af á vinnumarkaði og hvort grípa þurfi til frekari vinnumarkaðsaðgerða eða breytinga á ákvæðum laganna er varðar virknistyrk, þ.m.t. 1. málsl. 16. gr. b.
25. gr.
Við 2. mgr. 7. gr. laganna bætist: þ.m.t. um samstarf við aðra þjónustuaðila í tengslum við endurhæfingu einstaklinga.26. gr.
Við 35. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Í því skyni að heilsugæslustöðvum sé unnt að gegna skyldum sínum í samstarfi við önnur þjónustukerfi um endurhæfingu einstaklinga skulu þær, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt þjónustukerfa, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Heilsugæslustöðvum ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/67.
27. gr.
Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Til að sveitarfélögum sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skulu þau, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Sveitarfélögum ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
Hafi sveitarfélög gert með sér samning um samvinnu skv. 7. gr. geta samtök hlutaðeigandi sveitarfélaga eða eftir atvikum byggðasamlög verið aðili, fyrir hönd tiltekinna sveitarfélaga, að samstarfssamningi sem þjónustuaðilarnir gera sín á milli, sbr. 1. mgr.
28. gr.
Í stað orðanna „greiddan endurhæfingarlífeyri á grundvelli laga um félagslega aðstoð“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: greiddar sjúkra- og endurhæfingargreiðslur eða.29. gr.
Á eftir 11. gr. laganna kemur ný grein, 11. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Til að starfsendurhæfingarsjóði sé unnt að gegna skyldum sínum skv. 1. mgr. skal sjóðurinn, þegar það á við, gera nauðsynlegar upplýsingar aðgengilegar öðrum þjónustuaðilum í gegnum sameiginlega þjónustugátt kerfanna og Tryggingastofnunar, sbr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, þ.m.t. þær sem viðkvæmar geta talist, svo sem heilsufarsupplýsingar, og upplýsingar um félagslegar aðstæður þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni. Starfsendurhæfingarsjóði ber að upplýsa hlutaðeigandi einstaklinga um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
30. gr.
Á eftir orðunum „tilfallandi vinnu“ í 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: hlutaörorkulífeyris-.31. gr.
Í stað orðanna „endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð“ í 1. mgr. 51. gr. laganna kemur: sjúkra- og endurhæfingargreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar og virknistyrks samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir.32. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 53. gr. laganna:- Í stað orðanna „endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð“ í 3. mgr. kemur: sjúkra- og endurhæfingargreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
33. gr.
Í stað orðsins „lífeyrisgreiðslur“ í 2. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: lífeyris- eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.34. gr.
Í stað orðsins „lífeyrisgreiðslur“ í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: lífeyris- eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.35. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:- Í stað orðanna „endurhæfingarlífeyris á grundvelli laga um félagslega aðstoð“ í 3. mgr. kemur: sjúkra- og endurhæfingargreiðslna á grundvelli laga um almannatryggingar.
- Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
36. gr.
Í stað orðanna „endurhæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð“ í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: sjúkra- og endurhæfingargreiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar.37. gr.
Á eftir orðinu „örorkulífeyri“ í 1. og 4. málsl. a-liðar 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: hlutaörorkulífeyri, sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.38. gr.
Í stað orðanna „og örorkulífeyri sem greiddur er“ í 2. málsl. 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: örorkulífeyri, hlutaörorkulífeyri og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur sem greiddar eru.39. gr.
Á eftir orðinu „örorkulífeyrisþega“ í 2. málsl. 3. mgr. 58. gr. laganna kemur: og hlutaörorkulífeyrisþega.40. gr.
Í stað orðsins „öryrkja“ í 1. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: handhafa örorkuskírteina.41. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:- Í stað orðsins „öryrkjum“ í 5. málsl. 1. tölul., 4. málsl. 2. tölul., 4. málsl. 3. tölul., 3. málsl. 4. tölul. og 8. málsl. 6. tölul. 1. mgr. kemur: handhöfum örorkuskírteina.
- Í stað orðsins „öryrkjum“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: handhöfum örorkuskírteina.
42. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. september 2025.Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 19. tölul. 12. gr. þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.