Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1998 (þingflokkur jafnaðarmanna).

Varaþingmaður Reykvíkinga október 1995, maí–júní 1996 (Alþýðuflokkur), nóvember–desember 1996, nóvember–desember 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 1. desember 1945, dáin 12. október 1998. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson (fæddur 8. júlí 1918, dáinn 20. febrúar 1975) sjómaður og fisksali og kona hans Ásdís Eyjólfsdóttir (fædd 14. desember 1921, dáin 6. febrúar 2011) skrifstofumaður. Maki (10. september 1966): Ástráður B. Hreiðarsson (fæddur 14. desember 1942) læknir. Foreldrar: Hreiðar Stefánsson og kona hans Jenna Jensdóttir. Börn: Arnar (1967), Ásdís Jenna (1970), Þorsteinn Hreiðar (1975).

Hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1968. Framhaldsnám í hjúkrunarstjórn við Nýja hjúkrunarskólann 1987–1988. Nám í skurðhjúkrun á Íslandi og í Danmörku.

Skurðhjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum 1968–1969. Hjúkrunarfræðingur á geðdeild í Árósum 1971. Skurðhjúkrunarfræðingur í Árósum 1972–1980. Hjúkrunarfræðingur við göngudeild Landspítalans 1980–1981. Skurðhjúkrunarfræðingur við skurðdeild kvennadeildar Landspítalans 1982–1988. Hjúkrunarframkvæmdastjóri Landspítalans frá 1988.

Í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 1985, formaður frá 1987. Ýmis nefndastörf á vegum félagsmálaráðherra, m.a. endurskoðun laga um málefni fatlaðra 1992 og 1996, nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum 1997, nefnd um skipulag framhaldsmenntunar fatlaðra á vegum menntamálaráðuneytisins, í stjórn Nordiska Nämnden for Handicap frågor. Fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar í stjórn norrænna samtaka foreldra fatlaðra 1990–1997.

Alþingismaður Reykvíkinga 1998 (þingflokkur jafnaðarmanna).

Varaþingmaður Reykvíkinga október 1995, maí–júní 1996 (Alþýðuflokkur), nóvember–desember 1996, nóvember–desember 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna).

Umhverfisnefnd 1998.

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir