Lagasafn.  Íslensk lög í október 1996.  Útgáfa 120b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Hæstarétt Íslands

1973 nr. 75 21. júníI. kafli.
1. gr. Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll lýðveldisins.
Hæstiréttur hefur aðsetur í Reykjavík. Þó má halda dómþing annars staðar, ef sérstaklega stendur á.
2. gr. [[Hæstarétt skipa níu dómarar. Forseti Íslands skipar hæstaréttardómara.] 1)
Dómarar Hæstaréttar kjósa sér forseta til tveggja ára og varaforseta til sama tíma. Varaforseti gegnir störfum forseta, þegar hann er forfallaður eða fjarstaddur. Hann skipar forsæti, þegar forseti situr eigi dóm. Ef hvorki forseti né varaforseti situr dóm, skal sá hæstaréttardómari, sem lengst hefur átt sæti í dóminum, skipa forsæti, en hafi tveir hæstaréttardómarar setið jafnlengi í dóminum, skal sá þeirra skipa forsæti, sem lengri hefur embættisaldur í heild.] 2)
    1)L. 39/1994, 1. gr. 2)L. 24/1979, 1. gr.
[[3. gr.]1) Fimm dómarar skipa dóm, nema annan veg sé fyrir mælt. Í sérlega mikilvægum málum getur dómurinn ákveðið, að sjö dómarar sitji í dómi.
[Ef kærður er úrskurður sem varðar rekstur máls í héraði, kærumálið er skriflega flutt og það varðar ekki mikilvæga hagsmuni getur einn dómari skipað dóm í því. Annars skulu þrír dómarar skipa dóm í kærumáli nema sérstaklega standi á. Þrír dómarar geta enn fremur skipað dóm í einkamáli ef úrslit þess varða ekki mikilvæga hagsmuni að mati dómsins. Þá geta þrír dómarar skipað dóm í opinberu máli ef almenna refsingin, sem liggur við broti, er ekki þyngri en sektir, varðhald eða fangelsi allt að átta árum.
Dómurinn ákveður hve margir dómarar skipa dóm í hverju máli. Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu eiga þar sæti þeir sem eru elstir að starfsaldri við Hæstarétt, en dómari skv. 4. gr. verður þá ekki kvaddur til setu í dómi nema tölu dómara verði ekki náð í máli vegna forfalla eða vanhæfis reglulegra dómara.] 2)
Ef mál er umfangsmikið, er dóminum heimilt að ákveða að hæstaréttardómari, sem eigi dæmir í því máli, hlýði á málflutning og taki sæti í dóminum, ef dómari forfallast.] 3)
[Þrír dómarar taka ákvörðun um áfrýjunarleyfi.] 1)
    1)L. 91/1991, 162. gr. 2)L. 39/1994, 2. gr. 3)L. 24/1979, 2. gr.
4. gr. [Nú forfallast hæstaréttardómari frá störfum, fær leyfi frá störfum um stundarsakir eða sæti hans verður autt af öðrum ástæðum, og setur dómsmálaráðherra þá, að fengnum tillögum dómsins, dómara í hans stað, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, héraðsdómara eða hæstaréttarlögmann, sem fullnægi skilyrðum til að vera skipaður dómari í Hæstarétti. Er rétt, að setningin gildi, hvort heldur er um einstakt mál eða tiltekið tímabil. Skylt er nefndum aðilum að taka við setningu. [Eins má fara að í einstaka málum ef sérstaklega stendur á vegna anna þótt sæti einskis hæstaréttardómara sé autt af áðurnefndum ástæðum.] 1)
[Þegar svo stendur á sem segir í 1. mgr. getur dómsmálaráðherra einnig sett mann, sem hefur látið af embætti dómara við Hæstarétt fyrir aldurs sakir, til að gegna embætti um tiltekinn tíma eða til að sitja í dómi í einstaka máli. Hlutaðeiganda er þó óskylt að taka við setningu.] 2)
Nú er dómari settur til að gegna störfum í Hæstarétti í mánuð eða lengur, og skulu laun hans þá vera hin sömu og hinna reglulegu hæstaréttardómara. Ella ákveður Hæstiréttur þóknun fyrir hvert mál, er hann tekur þátt í dómi eða úrskurði.] 3)
    1)L. 39/1994, 3. gr. Þessi breyting hefur tímabundið gildi, til 31. desember 1996, sbr. 4. gr. s.l. 2)L. 91/1991, 162. gr. 3)L. 67/1982, 4. gr.
5. gr. Þann einn er rétt að skipa hæstaréttardómara, sem:
    1. Fullnægir almennum dómaraskilyrðum.
    2. Hefur lokið embættisprófi í lögum með fyrstu einkunn.
    3. Hefur náð 30 ára aldri.
    4. [Hefur verið þrjú ár hið skemmsta héraðsdómari, hæstaréttarlögmaður, hæstaréttarritari, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, lögreglustjóri, sýslumaður, ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari, saksóknari, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu eða umboðsmaður Alþingis.] 1)
Skyldir menn eða mægðir að feðgatali eða niðja eða hjón, kjörforeldri og kjörbarn, fósturforeldri og fósturbarn eða skyldir að öðrum eða mægðir að fyrsta eða öðrum til hliðar mega ekki samtímis eiga dómarasæti í Hæstarétti.
Áður en dómaraembætti er veitt, skal leita umsagnar dómsins um dómaraefni.
    1)L. 91/1991, 162. gr.
6. gr. Hæstaréttardómari víkur úr dómarasæti, ef:
    1. Hann er aðili máls eða mál varðar hann að mun fjárhagslega eða siðferðislega.
    2. Hann er fyrirsvarsmaður aðila, hefur flutt málið eða leiðbeint aðila í því.
    3. Hann er skyldur eða mægður aðila eða í kjörsifjum við hann að feðgatali eða niðja eða að öðrum lið til hliðar, maki eða fyrrverandi maki, niðji systkinis aðila eða gagnkvæmt eða mægður með sama hætti, unnusti eða unnusta, fósturforeldri eða fósturbarn. Telja skal mægðir haldast, þótt sifjum þeim, sem þær helgast af, sé lokið.
    4. Hann hefur borið vitni um málsatvik eða verið skoðunar- eða matsmaður í máli.
    5. Hann hefur verið héraðsdómari, gerðardómsmaður um sakarefni eða látið í ljós álit sitt um það sem opinber sýslunarmaður.
    6. Hann er svo venslaður vitni sem í 3. tölul. segir, enda sé krafist úrskurðar um skyldu vitnis eða heimild til að bera vitni eða heitfesta skýrslu. Sama gildir, ef úrskurða skal um skyldu eða heimild jafnvenslaðs mats- eða skoðunarmanns til að framkvæma gerð eða staðfesta hana og um skyldu jafnvenslaðs manns til að láta í té sakargögn.
    7. Mál varðar venslamenn samkvæmt 3. tölul. að mun siðferðislega eða fjárhagslega.
    8. Hann er skyldur eða mægður málflutningsmanni að feðgatali eða niðja eða maki hans, kjörforeldri eða kjörbarn, fósturforeldri eða fósturbarn.
    9. Horf hans við aðila eða sakarefni er slíkt, að hætta er á því, að hann fái eigi litið óhlutdrægt á málavexti.
7. gr. Aðilar, dómari sjálfur og aðrir dómendur í Hæstarétti geta krafist þess eða átt frumkvæði að því, að dómari víki sæti í einstöku máli af ástæðum þeim, er í 6. gr. segir.
Dómurinn úrskurðar þau atriði allur í heild sinni.
8. gr. [Hæstiréttur skipar dóminum ritara og ræður sérfróða aðstoðarmenn og annað starfslið.
Hæstaréttarritari skal fullnægja almennum dómaraskilyrðum.] 1)
    1)L. 67/1982, 5. gr.
9. gr. Hæstaréttarritari hefur þessi störf á hendi:
    1. Gefur út stefnur til Hæstaréttar.
    2. Heldur bækur Hæstaréttar.
    3. Annast upplestur skjala í dóminum og tilkynningar frá honum, þinglýsingar o.s.frv.
    4. Lætur í té eftirrit af bókum dómsins og skjölum.
    5. Varðveitir skjöl dómsins og bækur.
    6. Tekur við dómskjölum og stendur skil á þeim og heldur aðra reikninga dómsins.
    7. Innir þau önnur störf af hendi, er lög mæla, í þarfir dómsins.
1)
    1)L. 91/1991, 162. gr.
10. gr. Hæstiréttur heldur þessar bækur:
    1. Þingbók, og skal skrá í hana ágrip af því, er í hverju þinghaldi gerist.
    2. Dómabók, og skal rita í hana dóma alla og úrskurði.
    3. Atkvæðabók, og skal skrá í hana dómsatkvæði og úrskurða.
    4. Málaskrá, og skal rita í hana skýrslu um öll mál, sem til dómsins er skotið, hvenær stefna hafi verið gefin út í hverju máli, hvaða dag það skuli þingfesta, hvort ný gögn o.s.frv. hafi verið fram lögð, hvenær það hafi verið dæmt o.s.frv.
    5. Dagbók.
    6. Bréfabók.
    7. Aukatekjubók.
    8. Þinglýsingabók og yfirlýsinga.
11. gr. Dómsmálaráðherra ákveður, að fengnum tillögum Hæstaréttar, hvaða dag og á hvaða tíma dags halda skuli dómþing, svo og hvenær þingleyfi skuli vera.

II. kafli.
12.–38. gr. 1)
    1)L. 91/1991, 162. gr.

III. kafli.
39.–50. gr. 1)
    1)L. 38/1994, 25. gr.

IV. kafli.
51.–57. gr. 1)
    1)L. 38/1994, 25. gr.

V. kafli.
58. gr. 1)
    1)L. 38/1994, 25. gr.

VI. kafli.
59. gr. 1)
    1)L. 38/1994, 25. gr.

VII. kafli.
60. gr. Nú er landsyfirrétti eða einstökum yfirdómara falið í lögum, sem enn eru í gildi, að framkvæma einhverja ráðstöfun, og kemur Hæstiréttur eða hæstaréttardómari í staðinn.
61. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1973. … 1)
    1)L. 91/1991, 162. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. …] 1)
    1)L. 67/1982.