Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1321, 112. löggjafarþing 543. mál: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (sjóðfélagar).
Lög nr. 65 17. maí 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 29 29. apríl 1963, um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. gr. laganna orðist svo:
     Stjórn sjóðsins skal heimilt að taka í tölu sjóðfélaga starfsmenn fræðsluskrifstofa, starfsmenn bæjar-, sýslu- og hreppsfélaga og stofnana, er þeim tilheyra og sérstakan fjárhag hafa, starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga, starfsmenn stofnana í sameign ríkis og sveitarfélaga, sem sérstakan fjárhag hafa, starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, starfsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna svo og starfsmenn aðildarfélaga bandalaganna ásamt starfsfólki sparisjóða, samnorrænna stofnana og uppeldis- og heilbrigðisstofnana, sem reknar eru af sjálfstæðum styrktar- og líknarfélögum, svo og starfsmenn stjórnmálaflokka sem voru í starfi árið 1971 eða hófu starf síðar enda séu uppfyllt skilyrði 3. gr. I.a. um ráðningartíma og aðalstarf.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 61 31. maí 1989, um breyting á lögum nr. 29 29. apríl 1963, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.