Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 368, 115. löggjafarþing 63. mál: Verðlagsráð sjávarútvegsins (frjálst fiskverð).
Lög nr. 84 23. desember 1991.

Lög um breyting á lögum nr. 43 4. júní 1985, um Verðlagsráð sjávarútvegsins.


1. gr.

     6. gr. laganna orðist svo:
     Verð á öllum tegundum fersks sjávarafla, úrgangsfiski og fiskúrgangi, sem seldur er hér á landi, skal ákveðið með frjálsum samningum milli kaupenda og seljenda eða með sölu á uppboðsmarkaði, sbr. lög nr. 123 28. desember 1989.
     Verðlagsráði er þó heimilt með meiri hluta atkvæða að ákveða lágmarksverð einstakra tegunda sjávarafla fyrir tiltekið tímabil.

2. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðist svo:
     Verðlagsráð kveður sjálft á um verðlagstímabil.

3. gr.

     10. gr. laganna falli niður og breytist töluröð annarra greina til samræmis við það.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993, sbr. þó ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Á tímabilinu frá birtingu laga þessara og til 31. desember 1992 er Verðlagsráði, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 43 4. júní 1985, með meirihlutaákvörðun heimilt að gefa verðlagningu á tilteknum fisktegundum frjálsa. Á þessu tímabili skal yfirnefnd ákveða lágmarksverð á tegundum sem vísað hefur verið til hennar og er yfirnefndinni ekki heimilt að gefa verðlagningu frjálsa.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1991.