Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 405, 115. löggjafarþing 164. mál: Framkvæmdasjóður Íslands (starfslok).
Lög nr. 3 24. janúar 1992.

Lög um breyting á lögum nr. 70/1985, um Framkvæmdasjóð Íslands.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Framkvæmdasjóður Íslands (á ensku The Development Fund of Iceland) er eign ríkissjóðs og undir stjórn Lánasýslu ríkisins. Um starfsemi hans fer eftir lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Lánasýslu ríkisins er heimilt að endurfjármagna skuldir Framkvæmdasjóðs í nafni ríkissjóðs.

3. gr.

     3.–6., 8. og 10.–11. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Lánasýsla ríkisins tekur frá sama tíma við umsjá allra eigna og skulda, krafna og skuldbindinga Framkvæmdasjóðs Íslands eins og þær standa við gildistöku laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 23. janúar 1992.