Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 563, 116. löggjafarþing 286. mál: skattamál (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 111 29. desember 1992.

Lög um breytingar í skattamálum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Á eftir orðinu „fengnum“ í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: niðurfærslum skv. 31. gr. og.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 1. mgr. 30. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „15“ í 2. tölul. kemur: 10.
 2. 4. tölul. stafliðarins fellur niður.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „gengistöp“ í 1. málsl. 1. tölul. komi orðið: niðurfærslu.
 2. Í stað hlutfallstölunnar „15“ í 8. tölul. kemur: 10.
 3. 11. tölul. greinarinnar fellur niður.


4. gr.

     Á eftir 31. gr. laganna komi ný grein, er verði 31. gr. A, með fyrirsögninni Niðurfærsla eigna, svohljóðandi:
     Eftirtaldar eignir má færa niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum:
 1. Stofnkostnað, svo sem kostnað vegna skráningar fyrirtækis og öflunar atvinnurekstrarleyfis.
 2. Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vörumerkja.
 3. Stofnkostnað við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði.

     Niðurfærsla samkvæmt grein þessari er heimil til frádráttar í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna. Við sölu eigna skv. 1. og 2. tölul. telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári að frádregnum þeim hluta sem ekki hefur verið færður niður. Um söluhagnað framleiðsluréttar í landbúnaði, sbr. 3. tölul., fer eftir 14. gr.

5. gr.

     5. tölul. 32. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. tölul. 38. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum og aðrar eignir sem um er rætt í 4. tölul. 32. gr., 15–20%.
 3. Lokamálsgrein fellur niður.


7. gr.

     54. gr., 55. gr., 55. gr. A og 55. gr. B laganna falla brott.

8. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „32,8“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 34,3.

9. gr.

     1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna orðast svo:
     Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 67. gr., skal vera 282.264 kr.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
 1. 2. mgr. B-liðar orðast svo:
 2.      Barnabótaauki skal óskertur nema 89.284 kr. með hverju barni hjóna, en 96.784 kr. með hverju barni einstæðra foreldra, en skerðist í hlutfalli við tekjuskattsstofn á tekjuárinu og eignarskattsstofn framfærenda í lok þess, sbr. 3. og 4. mgr. þessa stafliðar.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „732.000“ í 3. mgr. B-liðar kemur: 549.000.
 4. Í stað fjárhæðanna „3.900.000“ og „5.850.000“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 4.017.000 og 6.026.000.
 5. Í stað orðsins „vaxtagjöldum“ í 1. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 90% vaxtagjalda.
 6. Í stað orðsins „tvöfalt“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 80%.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „438.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar kemur: 394.000.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „575.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar kemur: 518.000.
 9. Í stað fjárhæðarinnar „712.000“ í 2. málsl. 3. mgr. C-liðar kemur: 641.000.
 10. Í stað fjárhæðarinnar „2.965.000“ í 3. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 3.054.000.
 11. Í stað fjárhæðarinnar „4.915.000“ í 4. málsl. 2. mgr. C-liðar kemur: 5.062.000.


11. gr.

     72. gr. laganna orðast svo:
     Tekjuskattur lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 33% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.
     Tekjuskattur lögaðila skv. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 41% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
     Í stað fjárhæðanna „3.412.000“ og „9.550.000“ kemur: 3.514.000 og 9.837.000.

13. gr.

     2. mgr. 88. gr. laganna orðast svo:
     Þá skipar fjármálaráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum um embættisgengi og ríkisskattstjóri.

14. gr.

     89. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Skattrannsóknarstjóri ríkisins.
     Fjármálaráðherra skipar skattrannsóknarstjóra ríkisins. Skal hann fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru í 86. gr. um embættisgengi skattstjóra.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
 1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
 2. Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. fellur niður.
 3. Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Sömu heimildir hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins vegna rannsókna skv. 102. gr. A.
 4. 3. mgr. orðast svo:
 5.      Skattyfirvöld hafa enn fremur heimildir þær er um getur í 2. mgr. þessarar greinar gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir.
 6. Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 4. mgr. koma orðin: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 7. Í stað orðsins „sakadóms“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: héraðsdóms.


16. gr.

     5. mgr. 96. gr. laganna orðast svo:
     Hafi skattstjóri grun um að skattsvik hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

17. gr.

     Við 101. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 4. mgr. og orðast svo:
     Hafi ríkisskattstjóri grun um að skattsvik hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

18. gr.

     102. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Skatteftirlit.
     Skattstjórar annast skatteftirlit, hver í sínu umdæmi. Þá hefur ríkisskattstjóri á hendi yfirstjórn skatteftirlits og skatteftirlit á landinu öllu. Skatteftirlitið nær til eftirlits samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á.
     Ríkisskattstjóri skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau, leiðbeina skattstjórum um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Hann getur einnig falið skattstjórum athugun á hverju því atriði sem um er getið í þessari grein.
     Þegar aðgerðir ríkisskattstjóra samkvæmt þessari grein gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina, sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra.

19. gr.

     Við lögin bætist ný grein er verður 102. gr. A laganna og, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Skattrannsóknarstjóri ríkisins, skattrannsóknir.
     Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal hafa með höndum rannsóknir samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á.
     Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur að eigin frumkvæði eða eftir kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta lagða á samkvæmt lögum þessum eða aðra skatta og gjöld, sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hann skal annast rannsóknir í málum sem til hans er vísað, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr.
     Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal við rannsókn samkvæmt þessari grein hafa aðgang að öllum framtölum og skýrslum í vörslu skattstjóra og getur hann krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á frá skattstjórum og ríkisskattstjóra og aðilum sem um ræðir í 94. gr.
     Skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að fela löggiltum endurskoðanda að vinna að einstökum rannsóknarverkefnum.
     Lögreglu er skylt að veita skattrannsóknarstjóra ríkisins nauðsynlega aðstoð í þágu rannsókna ef aðili færist undan afhendingu bókhaldsgagna og hætta er á sakarspjöllum vegna gruns um væntanlegt undanskot gagna.
     Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina, sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra.

20. gr.

     
 1. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 104., 105. og 108. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 2. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 115. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.


21. gr.

     1. mgr. 119. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, svo sem um nánari ákvörðun tekna og eigna, störf skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar og um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna.

22. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1993, ákvörðun bóta á því ári og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 1994 vegna tekna á árinu 1993 og eigna í lok þess árs. Þó skulu ákvæði b- og c-liða 3. gr., 7. gr., a-, b- og c-liða 10. gr., 11. gr. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts, eignarskatts og ákvörðun barnabótaauka á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992 og eigna í lok þess árs. Þá skulu ákvæði a-liðar 2. gr. og b-liðar 3. gr. ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1994 vegna arðs sem reiknaður er af tekjum rekstrarársins 1993.

23. gr.


Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri.
     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 2. gr. laga þessara má á árunum 1993–1997 draga frá tekjum manna skv. II. kafla laga nr. 75/1981, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, fé sem varið er til aukningar á fjárfestingu í innlendum atvinnurekstri á þeim árum samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum og ekki hærra hlutfall af því fé sem varið er til fjárfestingarinnar en hér greinir:
 1. Vegna fjárfestingar á árunum 1994 og 1995 skal hann eigi vera hærri en 80% fjárhæðarinnar.
 2. Vegna fjárfestingar á árunum 1996 og 1997 skal hann eigi vera hærri en 50% fjárhæðarinnar.

     Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sem lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu árum en þó ekki lengur en til loka ársins 1997. Ónýtt frádráttarheimild tekur breytingu í samræmi við breytingar á verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum.
     Frádráttur vegna hlutabréfakaupa miðast við kaup á hlutabréfum í innlendum hlutafélögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981, og er háður því skilyrði að maður eigi viðkomandi hlutabréf í a.m.k. þrjú ár. Selji hann bréfin innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Skal hann framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, frá því ári þegar hann var dreginn frá tekjum til söluárs. Ekki skal þó beita ákvæðum 2. og 3. málsl. um tekjufærslu frádráttar ef maður kaupir önnur hlutabréf í innlendu félagi staðfestu af ríkisskattstjóra í stað hinna seldu innan 30 daga frá söludegi þeirra og kaupverð keyptra hlutabréfa nemur a.m.k. sömu fjárhæð og hinna seldu. Sé kaupverðið lægra skulu ákvæði 2. og 3. málsl. eiga við um mismuninn.
     Ákvæði bráðabirgðaákvæðis þessa skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf eftir því sem við á.
     Hámarksfjárhæðir skv. 2. málsl. 1. mgr. skulu breytast í samræmi við skattvísitölu, sbr. 122. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, í fyrsta sinn á gjaldárinu 1993 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
     Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd frádráttar samkvæmt þessu ákvæði, þar með talið um millifærslu fjárhæðar umfram frádráttarmörk milli ára og meðferð hans þegar breyting verður á hjúskaparstöðu o.fl.
     Þann 1. janúar 1998 falla úr gildi lög nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum, þó þannig að við álagningu opinberra gjalda árið 1998 skulu menn njóta frádráttar frá tekjum vegna fjárfestinga á árinu 1997.

II.
Fjárfestingarsjóður.
     Ákvæði 54. gr., 55. gr., 55. gr. A og 55. gr. B laganna skulu gilda m.a. um bindingu, ráðstöfun og viðurlög uns fjárfestingarsjóður hefur að fullu verið nýttur.

III.
Tekjuskattur lögaðila.
     Tekjuskattur lögaðila, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal við álagningu tekjuskatts á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992 vera 39% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

IV.
Sérstakur tekjuskattur manna.
     Á tekjuskattsstofn manna, eins og hann er ákvarðaður samkvæmt lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal á árinu 1994 og 1995 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
     Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 2.400.000 kr., eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 4.800.000 kr., skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.
     Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 2.400.000 kr. reiknast þeim hvor sinn hluti hins sérstaka tekjuskatts. Sé annað hjóna hins vegar undir 2.400.000 kr. í tekjuskattsstofni reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
     Sérstakur tekjuskattur skal lagður á í fyrra skiptið álagningarárið 1994 vegna tekna ársins 1993 og í síðara skiptið álagningarárið 1995 vegna tekna ársins 1994.
     Fjárhæðir samkvæmt ákvæði þessu skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á álagningarárinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
     Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

V.
Fyrirframgreiðsla manna á sérstökum tekjuskatti.
     Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1994 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1993. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1993 vegna tekna á árinu 1992 sem eru umfram 2.400.000 kr. hjá einstaklingi og 4.800.000 kr. hjá hjónum.
     Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1995 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1994. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1994 vegna tekna á árinu 1993 umfram 2.400.000 kr. hjá einstaklingi og 4.800.000 kr. hjá hjónum.
     Fjárhæðir skv. 1. og 2. mgr. skulu taka breytingum í samræmi við breytingar á skattvísitölu, í fyrsta sinn á árinu 1994 í samræmi við skattvísitölu þess árs.
     Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna ágúst til og með desember. Um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar skal kveða nánar á í reglugerð.
     Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. eða 2. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar.
     Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
     Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu hefur verið of há, og skal mismunurinn þá taka hlutfallslegri breytingu sem nemur mismun á lánskjaravísitölu sem í gildi er við upphaf fyrirframgreiðsluskyldu og 1. júlí á álagningarári.

VI.
     Um sérstakan tekjuskatt, sem fjallað er um í bráðabirgðaákvæði IV og V, skulu ákvæði VIII.– XIV. kafla laga 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, gilda eftir því sem við getur átt.

VII.
Um ráðstöfun tekjuskatts.
     Þrátt fyrir ákvæði 109. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, skal af innheimtum tekjuskatti ársins 1993 renna til sveitarfélaga fjárhæð sem svarar 80% af álögðu aðstöðugjaldi, sbr. 2. mgr.
     Þar til álagning aðstöðugjalds liggur fyrir skulu sveitarfélögum greidd með fimm jöfnum greiðslum 40% af álögðu aðstöðugjaldi ársins 1992 sem fyrirframgreiðsla upp í greiðslu skv. 1. mgr. Fyrirframgreiðsla samkvæmt þessari grein skal fara fram fyrsta dag mánaðanna febrúar til júní 1993. Þegar álagning liggur fyrir skulu eftirstöðvar greiðslu skv. 1. mgr. gerðar upp með fimm jöfnum greiðslum mánuðina ágúst til og með desember 1993.
     Nánar skal kveðið á um fyrirframgreiðslu þessa og uppgjör með reglugerð.
     Leiði breytingar skattstjóra við yfirferð framtala og við úrskurð á kærum á aðstöðugjaldsstofni til þess að sýnilegt er að framlag ríkissjóðs, sbr. 2. mgr., hafi verið of hátt eða of lágt í einstöku sveitarfélagi skal ákvarða að nýju umrætt framlag.

VIII.
Málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.
     Meðferð þeirra mála, sem nú eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild ríkisskattstjóra og er ólokið 1. janúar 1993, skal skattrannsóknarstjóri ríkisins annast.

IX.
     Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981 skal aðstöðugjald, álagt á árinu 1993 vegna rekstrar á árinu 1992 en fellt niður við innheimtu, ekki færast til gjalda sem rekstrarkostnaður.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

24. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri skal miða viðmiðunarreglur við laun fyrir sambærileg störf í venjulegum vinnutíma að viðbættu 15% álagi.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. greinarinnar koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald- og skilaskyldu þeirra aðila. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
 2. Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. greinarinnar fellur niður.
 3. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. málsl. 2. mgr. greinarinnar kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 4. Í stað orðanna „Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri“ í upphafi 3. mgr. greinarinnar kemur: Skattyfirvöld.
 5. Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 4. mgr. greinarinnar kemur: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.


26. gr.

     26. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Skatteftirlit, skattrannsóknir.
     Skattstjórar annast skatteftirlit hver í sínu umdæmi. Ríkisskattstjóri skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra og afla upplýsinga um þau, leiðbeina skattstjórum um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit.
     Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar gjald-og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum. Hann skal annast rannsóknir í málum sem skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.
     Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til ákvörðunar eða endur-ákvörðunar á gjald- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

27. gr.

     Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 2. málsl. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

28. gr.

     Í stað orðanna „sex mánuðum eftir gildistöku laga þessara“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 1. júlí 1993.

29. gr.

     Ákvæði kafla þessa öðlast gildi 1. janúar 1993.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „er nemur fjórðungi árlegs innleggs“ kemur: skv. 2. mgr.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er hljóðar svo:
 3.      Skattafsláttur skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:
  1. Á árinu 1994 skal skattafslátturinn vera 20% af innleggi á tekjuárinu 1993.
  2. Á árinu 1995 skal skattafslátturinn vera 15% af innleggi á tekjuárinu 1994.
  3. Á árinu 1996 skal skattafslátturinn vera 10% af innleggi á tekjuárinu 1995.
  4. Á árinu 1997 skal skattafslátturinn vera 5% af innleggi á tekjuárinu 1996.
  5. Eftir árslok 1996 skapa innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga ekki rétt til skattafsláttar samkvæmt lögum þessum.31. gr.

     Við 2. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar skulu ekki gilda þótt maður, sem stofnað hefur húsnæðissparnaðarreikning fyrir 1. janúar 1993, geri ekki skil á öllu umsömdu innleggi sem leggja bar inn eftir þann tíma.

32. gr.

     Ákvæði kafla þessa öðlast gildi þegar í stað og koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1994 vegna innleggs á húsnæðissparnaðarreikninga á árinu 1993 og eigna í lok þess árs.
     Frá 1. janúar 1997 falla brott lög nr. 49/1985, um húsnæðissparnaðarreikninga, þó þannig að við álagningu opinberra gjalda árið 1997 skulu menn njóta skattafsláttar vegna innleggs á árinu 1996.

V. KAFLI
Um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði.

33. gr.

     Eigendur fasteigna, sem nýttar eru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, skulu á árinu 1993 greiða sérstakan eignarskatt til ríkissjóðs.

34. gr.

     Skattskylda hvílir á aðilum sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum I. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

35. gr.

     Stofn til sérstaks eignarskatts skal vera fasteignamatsverð í árslok 1992 á fasteign sem nýtt er við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, ásamt tilheyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða, þó að frádregnu afgjaldskvaðarverðmæti leigulóðar sem skal telja sem stofn hjá eiganda hennar.
     Ef fasteignamatsverð er ekki fyrir hendi skal miða við kostnaðar- eða kaupverð eignar eða áætlað fasteignamatsverð.

36. gr.

     Við ákvörðun á því hvaða eignir myndi stofn til sérstaks eignarskatts skal miða við raunverulega notkun fasteignanna í árslok 1992.
     Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til annars, skal við ákvörðun á skattstofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfallslega.

37. gr.

     Með skattframtali 1993 skal fylgja skrá yfir eignir sem falla undir lög þessi ásamt upplýsingum um heildarfasteignamatsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð í árslok 1992. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem um er getið í 2. mgr. 36. gr.
     Aðilar, sem skattskyldir eru skv. 34. gr. laga þessara en undanþegnir eru tekjuskatts-og eignarskattsskyldu, skulu fyrir 31. maí 1993 skila skrám skv. 1. mgr. til skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili.

38. gr.

     Sérstakur eignarskattur skal nema 1,5% af skattstofni skv. 35. gr. Skattinn skal leggja á í heilum tugum króna þannig að lægri fjárhæð en 10 kr. sé sleppt.
     Sérstakan eignarskatt, sem ekki nær 4.000 kr., skal fella niður við álagningu.

39. gr.

     Ákvæði VIII.– XIV. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, skulu gilda um álagningu og innheimtu sérstaks eignarskatts eftir því sem við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.

40. gr.

     Skatt samkvæmt þessum kafla má draga frá tekjum rekstrarársins 1992 sem rekstrarútgjöld við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 1993. Þá er skatturinn til frádráttar eignum við ákvörðun eignarskatts samkvæmt lögum nr. 75/1981, eftir reglum lokaákvæðis 1. mgr. 76. gr. þeirra laga.

41. gr.

     Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd kafla þessa með reglugerð.

42. gr.

     Ákvæði kafla þessa öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1993.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.

43. gr.

     2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Í sérstökum gjaldflokki skulu vera atvinnugreinar sem flokkast undir:
 1. Fiskveiðar eða iðnað skv. 1., 2. eða 3. flokki í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands.
 2. Landbúnað, þar með talið skógrækt, fiskeldi, fiskrækt, jarðræktarframkvæmdir og byggingarframkvæmdir á bújörðum.
 3. Ferðaþjónustu, nánar tiltekið hótelgisting, ferðaskrifstofur, veitingarekstur, fólksflutningar og útleiga bifreiða. Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um skiptingu gjaldsins í sérstakt og almennt gjald samkvæmt þessari grein hjá þeim aðilum sem hafa með höndum starfsemi sem fellur bæði undir almennan og sérstakan gjaldflokk.


44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. 1. tölul. orðast svo: Hvers konar laun og þóknanir, þar með talið ákvæðislaun, biðlaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, launauppbætur, staðaruppbætur, orlofsfé og greiðslur fyrir ónotað orlof og framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð umfram 6% af launum.
 2. 2. málsl. 3. tölul. orðast svo: Þó skal ekki telja til gjaldstofns greiðslur dagpeninga sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og reglugerðum og starfsreglum sem settar eru með stoð í þeim lögum.


45. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1993 vegna launa á því ári og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1994. Ákvæði 43. gr. kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1994 vegna launa á því ári og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1995.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

46. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 2. gr. laganna:
 1. 6. tölul. orðast svo: Leiguakstur fólksbifreiða, sbr. lög nr. 77/1989, um leigubifreiðar.
 2. 8. tölul. orðast svo: Fasteignaleiga. Útleiga tjaldstæða og bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta er þó skattskyld. Sama gildir um sölu á aðstöðu fyrir veitingar og samkomur þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.
 3. 13. tölul. fellur brott.


47. gr.

     2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Samvinnufélögum, svo og öðrum félögum og stofnunum, enda þótt þau séu undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða sérstökum lögum, að því leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Skattskyldan tekur einnig til þess þegar einungis er selt félagsmönnum eða eingöngu eru seldar skattskyldar vörur og þjónusta félagsmanna.

48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
 1. 6. tölul. orðast svo: Sala og útleiga loftfara og skipa. Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.
 2. Síðari málsliður 7. tölul. orðast svo: Undanþága þessi nær þó ekki til skipa sem eru undir 6 metrum að lengd, skemmtibáta eða einkaloftfara.
 3. 9. tölul. fellur brott.
 4. 10. tölul. fellur brott.
 5. 11. tölul. fellur brott.


49. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Ef gefinn er út reikningur vegna afhendingar telst hún hafa farið fram á útgáfudegi reiknings, enda sé reikningur gefinn út fyrir eða samtímis afhendingu.
 3. Við 3. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
 4. Við 1. tölul. 5 mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
 5. Við fyrri málslið 2. tölul. 5. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
 6. Við síðari málslið 2. tölul. 5 mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.


50. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal virðisaukaskattur af sölu á eftirtalinni vöru og þjónustu vera 14%:
 1. Fólksflutningar, að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða, sbr. lög nr. 77/1989, um leigubifreiðar.
 2. Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.
 3. Milliganga um ferðaþjónustu.
 4. Afnotagjöld útvarpsstöðva.
 5. Sala tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða.
 6. Sala bóka á íslenskri tungu, jafnt frumsaminna sem þýddra.
 7. Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.


51. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Skattskyldum aðilum er skylt, eftir nánari reglum sem fjármálaráðherra setur með reglugerð, að auðkenna ökutæki sín þegar virðisaukaskattur af öflun þeirra eða leigu telst til innskatts.

52. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
 1. Við 5. málsl. 1. mgr. bætist: eða 12,28% þegar um er að ræða sölu skv. 2. mgr. 14. gr.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      Við sölu, sem er að hluta til skattskyld og að hluta til undanþegin skatti, skal halda viðskiptum, sem eru skattskyld, greinilega aðgreindum á reikningi frá öðrum viðskiptum. Jafnframt skal á reikningi aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum, þannig að heildarverð vöru og þjónustu ásamt virðisaukaskatti komi sérstaklega fram vegna hvors skatthlutfalls.


53. gr.

     8. mgr. 27. gr. laganna orðast svo:
     Hafi skattstjóri grun um að skattsvik hafi átt sér stað skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

54. gr.

     Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 28. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

55. gr.

     Við 36. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Fjármálaráðherra getur með reglugerð veitt undanþágu frá skattskyldu vegna innflutnings á prentuðu máli enda sé innflutningur ekki í viðskiptaskyni.

56. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
 1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald-og skilaskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.
 2. Orðið „skattrannsóknarstjóri“ í 1. málsl. 3. mgr. fellur niður.
 3. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      Skattyfirvöld hafa enn fremur þær heimildir sem um getur í 3. mgr. gagnvart þeim aðilum sem ekki eru virðisaukaskattsskyldir.
 6. Á eftir orðinu „ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. koma orðin: eða skattrannsóknarstjóri ríkisins.


57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
 2. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 4. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 3. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 5. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.


58. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 1. og 2. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
 2. Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóra“ í 4. mgr. kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.


59. gr.

     Í stað orðsins „virðisaukaskatt“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur: 60% virðisaukaskatts.

60. gr.

     Við 42. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Endurgreiða skal hluta virðisaukaskatts af sölu á heitu vatni og/eða rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns þannig að álagður virðisaukaskattur að frádreginni endurgreiðslu nemi eigi hærri fjárhæð en 11% af vegnu meðalverði rafveitna og hitaveitna á kílóvattstund. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð, að fenginni tillögu iðnaðarráðherra, nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.

61. gr.

     Í stað orðsins „skattrannsóknarstjóri“ í 47. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóri ríkisins.

62. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993. Þó skulu eftirfarandi greinar taka gildi sem hér segir:
 1. 46. gr. og 1., 2. og 3. tölul. 50. gr. laga þessara öðlast gildi frá og með 1. janúar 1994.
 2. C- og d-liðir 48. gr. og 4., 5. og 6. tölul. 50. gr. laga þessara öðlast gildi frá og með 1. júlí 1993.


63. gr.


Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 62. gr. laga þessara er þeim aðilum, sem leigja út hótel- og gistiherbergi, heimilt að skrá sig frjálsri skráningu frá 1. janúar 1993 til og með 31. desember 1993.
     Aðilar, sem skráðir eru samkvæmt heimild í 1. mgr., skulu greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til.

II.
     Þeir sem verða skráningarskyldir aðilar samkvæmt ákvæðum 46. gr. laga þessara skulu tilkynna sig til skráningar eigi síðar en 31. október 1993.

III.
     Þeim aðilum, sem notið hafa innskattsfrádráttar við öflun og rekstur bifreiðar fyrir 1. janúar 1993, er skylt að auðkenna bifreiðar sínar með sérstökum skráningarmerkjum fyrir 1. júlí 1993.

IV.
     Fari afhending skattskyldrar vöru og þjónustu fram eftir gildistöku laga þessara, sbr. 62. gr. laga þessara, skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru og þjónustu hefur verið gerður fyrir gildistöku skv. 62. gr. laga þessara eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.
     Hafi samningur, sem 1. mgr. þessa ákvæðis tekur til, verið gerður skal kaupandi greiða viðbót við samningsgreiðsluna sem svarar virðisaukaskatti samkvæmt lögum þessum, enda sé um að ræða sölu á vöru og þjónustu sem ekki var skattskyld fyrir gildistöku laga þessara, þó ekki ef sannað er að virðisaukaskattur hafi verið talinn með í kaupverðinu við ákvörðun þess.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/1976, um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

64. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að sambærileg norræn menningarverðlaun falli undir 1. mgr.

65. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og skulu koma fyrst til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og útsvars á árinu 1993 vegna tekna ársins 1992.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum.

66. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Auk bensíngjalds skv. 1. mgr. skal greiða sérstakt bensíngjald sem nemur 1,70 kr. af hverjum lítra af bensíni.

67. gr.

     2. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Tekjum samkvæmt lögum þessum, að frátöldum tekjum skv. 2. mgr. 1. gr. sem renna í ríkissjóð, skal einungis varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun.

68. gr.

     Á eftir orðinu „bensíngjalds“ í 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma orðin: sérstaks bensíngjalds.

69. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1993.

X. KAFLI
Gjald af umboðsþóknun í gjaldeyrisviðskiptum.

70. gr.

     Lánastofnanir og aðrir aðilar sem versla með erlendan gjaldeyri skulu frá og með 1. janúar 1993 greiða ríkissjóði 45% af þóknun þeirri er þeir taka af viðskiptamönnum sínum fyrir þjónustu við yfirfærslu fjár til útlanda eða aðrar greiðslur erlendis. Þetta gildir jafnt um hvers konar ábyrgðarlaun, innheimtulaun og allar aðrar greiðslur, hverju nafni sem nefnast, fyrir þjónustu þá sem hér um ræðir.

71. gr.

     Frá og með 1. janúar 1994 skal gjald skv. 70. gr. vera 30% og frá og með 1. janúar 1995 skal gjaldið vera 15%.

72. gr.

     Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með því að gjaldskyldir aðilar skv. 70. gr. inni gjaldið af hendi svo sem mælt er fyrir í lögum þessum.
     Fjármálaráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.

73. gr.

     Ákvæði kafla þessa öðlast gildi og koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 1993 og gilda til 31. desember 1995. Jafnframt falla úr gildi 1. janúar 1993 lög nr. 52/1984, um gjald af umboðsþóknun og gengismun vegna gjaldeyrisviðskipta, með síðari breytingum.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum.

74. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „4.930.000“ í 1. málsl. a-liðar 1. mgr. 3. gr. laganna komi: 5.078.000.

75. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu sérstaks eignarskatts á árinu 1993 vegna eigna í lok ársins 1992.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1992.