Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 766, 116. löggjafarþing 261. mál: alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó (sigling um strandleið).
Lög nr. 19 29. mars 1993.

Lög um breytingu á lögum nr. 7/1975, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sbr. lög nr. 56/1986 og lög nr. 25/1990.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sem undirrituð var í Lundúnum 20. október 1972.
     Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglunum sem gerðar voru í Lundúnum 19. nóvember 1981, 19. nóvember 1987 og 19. október 1989.
     Alþjóðareglurnar með áorðnum breytingum eru prentaðar sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.

     Í fylgiskjali með lögunum orðast d-liður 10. reglu svo:
  1. 1. Skip á ekki að sigla um strandleið þegar það getur með öryggi siglt eftir þeirri siglingaleið er við á í aðskilinni siglingaleið sem næst liggur. Þó mega skip, sem eru styttri en 20 metrar, seglskip og skip að fiskveiðum sigla um strandleiðina.
    2. Þrátt fyrir 1. gr. þessa liðar má skip sigla um strandleið þegar það er á leið til eða frá höfn, mannvirki eða byggingu á hafi úti, stöð hafnsögumanns eða hvaða öðrum stað sem er innan strandleiðar eða til að forðast yfirvofandi hættu.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1993.