Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 473, 117. löggjafarþing 233. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (afnám aðstöðugjalds, útsvar, fasteignaskattur o.fl.).
Lög nr. 124 27. desember 1993.

Lög um breyting á lögum nr. 90/1990, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.


1. gr.

     D-liður 1. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Í stað „1%“ í b-lið 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1,12%.

3. gr.

     B-liður 8. gr. laganna orðast svo:
     Árlegt framlag úr ríkissjóði sem verði 0,227% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs og skal greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.

4. gr.

     9. og 10. gr. laganna fellur brott og breytist greinatala samkvæmt því.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna sem verður 9. gr. þeirra:
 1. 1. mgr. fellur brott.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Tekjum Jöfnunarsjóðs skal ráðstafað sem hér segir:

6. gr.

     Í stað „7,5%“ í 1. mgr. 25. gr. laganna, er verður 23. gr., kemur: 9,2% og eigi lægra en 8,4%.

7. gr.

     V. kafli laganna, Um aðstöðugjald, 34.–40. gr., fellur brott og breytist kafla- og greinatala samkvæmt því.

8. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna, er verður 32. gr., orðast svo: Með gjalddaga í þessu sambandi er átt við reglulega gjalddaga skv. 4. mgr. 4. gr. og 3. og 5. mgr. 27. gr., en gjaldfelling vegna vangreiðslu á hluta skv. 5. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 27. gr. hefur ekki áhrif á dráttarvaxtaútreikning.

9. gr.

     Eftirtaldar greinar laganna breytast þannig:
 1. Í 11. gr., er verður 9. gr., kemur: 10. gr. í stað „12. gr.“ í a-lið 2. mgr., 11. gr. í stað „13. gr.“ í b-lið 2. mgr. og 12. gr. í stað „14. gr.“ í c-lið 2. mgr.
 2. Í 13. gr., er verður 11. gr., kemur: 13. gr. í stað „15. gr.“ í c-lið og 14. gr. í stað „16. gr.“ í d-lið.
 3. Í stað „12. og 13. gr.“ í 2. mgr. 14. gr., er verður 12. gr., kemur: 10. og 11. gr.
 4. Í stað „13. gr.“ í 1. mgr. 15. gr., er verður 13. gr., kemur: 11. gr.
 5. Í stað „13. gr.“ í 1. mgr. 16. gr., er verður 14. gr., kemur: 11. gr.
 6. Í stað „13. gr. og skv. 14. gr.“ í 17. gr., er verður 15. gr., kemur: 11. gr. og skv. 12. gr.
 7. Í stað „25. gr.“ í 1. mgr. 26. gr., er verður 24. gr., kemur: 23. gr.
 8. Í 30. gr., er verður 28. gr., kemur: 27. gr. í stað „29. gr.“ í 2. mgr. og 32. gr. í stað „41. gr.“ í 7. mgr.
 9. Í stað „21. gr.“ í 2. mgr. 43. gr., er verður 34. gr., kemur: 19. gr.

10. gr.

     Við lögin bætast svofelld ákvæði til bráðabirgða:
I.
     Sérstakan fasteignaskatt, sem nema skal 1,25% að hámarki af álagningarstofni, er heimilt að leggja á fasteignir sem nýttar eru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, ásamt tilheyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða. Skattskylda samkvæmt þessu ákvæði hvílir á aðilum sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum I. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eða lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum. Skattskyldan nær til sömu aðila og samkvæmt fyrri lögum um sama efni. Álagningarstofn skal vera fasteignamatsverð í árslok áður en álagning fer fram. Ef fasteignamat er ekki fyrir hendi skal miða við kostnaðar- eða kaupverð eignar eða áætlað fasteignamatsverð. Við ákvörðun á því hvaða eignir myndi stofn til skatts samkvæmt þessu ákvæði skal miða við raunverulega notkun fasteignar í árslok áður en álagning fer fram. Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, en einnig til annars, skal við ákvörðun á skattstofni skipta verðmæti eignarinnar hlutfallslega. Skattur samkvæmt ákvæði þessu rennur óskiptur til sveitarsjóðs. Sveitarstjórn annast álagningu og innheimtu skattsins en getur falið sérstökum innheimtuaðila innheimtuna.
     Eigendur fasteigna skulu senda því sveitarfélagi, sem eign er í, skrá yfir eignir sem falla undir ákvæði þetta ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra, eða eftir atvikum kostnaðarverð. Enn fremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds. Sveitarstjórn auglýsir frest eigenda til að skila upplýsingum þeim er að framan greinir. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir sem ákvæði þetta tekur til er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar uppýsingar til viðmiðunar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Skattyfirvöld skulu veita sveitarstjórnum þær upplýsingar sem þörf er á í sambandi við framkvæmd ákvæðis þessa, þar á meðal skal heimila sveitarstjórnum aðgang að skrám yfir aðila sem skattlagðir voru á grundvelli V. kafla laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum.
     Ákvæði II. kafla laga þessara sem taka til fasteignaskatts skulu jafnframt gilda um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði samkvæmt þessu ákvæði eftir því sem við getur átt.
     Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd ákvæðis þessa.
     Bráðabirgðaákvæði þetta gildir þar til félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa unnið að nánari útfærslu málsins með það að markmiði að þessi sérstaki viðbótarskattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði falli að núverandi fyrirkomulagi við álagningu fasteignaskatts sveitarfélaga.
II.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 26. gr. skulu sveitarstjórnir hafa frest til 15. janúar 1994 til að ákveða hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á því ári.
     Tilkynning til fjármálaráðuneytisins, sbr. 2. mgr. 26. gr., skal hafa borist eigi síðar en 20. janúar 1994. Berist tilkynning sveitarstjórnar ekki innan þess frests skal miða við ákvörðun ársins 1993 að viðbættu 1,5% en þó skal útsvarið að lágmarki vera 8,4%.
     Innheimtuhlutfall útsvars í janúarmánuði 1994 skal miða við ákvarðað útsvar sveitarstjórna á árinu 1993 að viðbættu 1,5% en þó skal það að lágmarki vera 8,4%.

11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1994 og ákvörðun staðgreiðslu á því ári.
     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 90/1990, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1993.