Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 966, 117. löggjafarþing 275. mál: hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit (yfirstjórn).
Lög nr. 54 28. apríl 1994.

Lög um breytingar á lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 81/1988, með síðari breytingum.


1. gr.

     4. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 47/1990, orðast svo:

        4.1.     Umhverfisráðuneytið fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum.

        4.2.     Landlæknir er ráðgjafi ráðherra og ríkisstjórnar um allt er að hollustuháttum og heilbrigðiseftirliti lýtur.

2. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðisráðherra að því er varðar 2. gr. og umhverfisráðherra að því er varðar 3. gr. staðfesta“ í 3. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 47/1990, kemur: umhverfisráðherra staðfestir.

3. gr.

     Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vegna 2. gr. og umhverfisráðherra vegna 3. gr.“ í 3. málsl. 2. mgr. 4. gr. a, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1993, kemur: umhverfisráðherra.

4. gr.

     5. mgr. 13. gr. orðast svo:

        13.5.     Stofnunin er til ráðuneytis yfirstjórn umhverfismála, heilbrigðismála, heilbrigðisnefndum og öðrum sem með opinbert heilbrigðiseftirlit fara.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1994.

Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1994.