Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 127, 119. löggjafarþing 43. mál: varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (álag á iðgjöld, ofanflóðasjóður).
Lög nr. 102 28. júní 1995.

Lög um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. tölul. 10. gr. verður svohljóðandi: 5% af árlegum heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands. Á árunum 1995–99, eða vegna fimm næstu iðgjaldaára, verða þær þó 10% aukaálag á iðgjöld viðlagatrygginga samkvæmt lögum nr. 36/1995 og á árunum 1995–2000, eða vegna sex næstu iðgjaldaára, 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 1995.