Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 336, 120. löggjafarþing 135. mál: skattskylda innlánsstofnana (Iðnþróunarsjóður).
Lög nr. 143 18. desember 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 48/1992, um breyting á lögum nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.


1. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði laga þessara skulu þó ekki koma til framkvæmda um Iðnþróunarsjóð fyrr en við álagningu 1996 vegna tekna frá og með 9. mars 1995 til 31. desember 1995 og eigna í lok þess árs.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Frá sama tíma skulu falla niður tekjuskattur, eignarskattur og sérstakur eignarskattur sem lagður var á Iðnþróunarsjóð á árinu 1995 vegna tekna ársins 1994 og eigna í lok þess árs. Við ákvörðun á fyrirframgreiðslu þinggjalda Iðnþróunarsjóðs á árinu 1996 skal miða við 80% þeirra þinggjalda sem voru á lögð á árinu 1995.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 1995.