Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 480, 120. löggjafarþing 259. mál: umferðarlög (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 147 28. desember 1995.

Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, lögum um vog, mál og faggildingu, nr. 100/1992, og lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

1. gr.

     3. mgr. 115. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 115/1992, orðast svo:
     Leggja skal á sérstakt umferðaröryggisgjald er renni til Umferðarráðs, að fjárhæð 200 kr., og greiðist það við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta að ökutæki. Ráðherra setur reglur um innheimtu gjaldsins og um skil þess í ríkissjóð.

II. KAFLI
Um breytingu á lögum um vog, mál og faggildingu, nr. 100/1992, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Yfirstjórn Löggildingarstofunnar er í höndum þriggja manna stjórnar sem ráðherra skipar og setur erindisbréf.

III. KAFLI
Um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað „1993–1995“ í ákvæði til bráðabirgða C í lögunum kemur: 1993–1997.

IV. KAFLI
Gildistaka.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1995.