Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1110, 120. löggjafarþing 530. mál: einkaleyfi (viðbótarvottorð um vernd lyfja).
Lög nr. 91 12. júní 1996.

Lög um breytingu á lögum nr. 36/1996, um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingu, lögum um vörumerki, nr. 47/1968, með síðari breytingum, og lögum um hönnunarvernd, nr. 48/1993.


1. gr.

     3. og 4. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
     Um umsóknir um einkaleyfi, sem lagðar voru inn fyrir 1. júní 1996, eiga við ákvæði 13. og 14. gr. og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 17/1991 eins og þau voru fyrir gildistöku laga þessara.
     Ákvæði 24. gr. laga þessara taka ekki gildi fyrr en 2. janúar 1998.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 1996.