Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1193, 120. löggjafarþing 408. mál: fjarskipti (meðferð einkaréttar ríkisins).
Lög nr. 99 14. júní 1996.

Lög um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 73 28. maí 1984, sbr. lög nr. 32 14. apríl 1993.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Orðin „eiga og“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað síðari málsliðar 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Samgönguráðherra er heimilt að veita aðila rekstrarleyfi til að annast þá fjarskiptaþjónustu sem ríkið hefur einkarétt á skv. 1. málsl. Við útgáfu rekstrarleyfis skulu tilteknar þær skyldur og kvaðir sem rekstrarleyfinu fylgja, sbr. 3. mgr. Samgönguráðherra skal hafa eftirlit með því að leyfishafi virði þær kvaðir og skyldur sem mælt er fyrir um í rekstrarleyfi.
 3. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnuninni“ í 6. mgr. kemur: Rekstrarleyfishafa skv. 1. mgr.
 4. Orðin „sem ekki fara um fjarskiptavirki ríkisins“ í 8. mgr. falla brott.


2. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnuninni“ í 1. mgr. kemur: þeim sem rekstrarleyfi hefur skv. 1. mgr. 2. gr.
 2. Í stað orðanna „Menn, sem í þágu Póst- og símamálastofnunarinnar“ í 2. mgr. kemur: Menn, sem á grundvelli 1. mgr.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfishafa.
 2. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnunina“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rekstrarleyfishafa.
 3. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnuninni“ í 2. mgr. kemur: rekstrarleyfishafa.
 4. Í stað orðanna „fjarskiptavirkja ríkisins er Póst- og símamálastofnuninni“ í 3. mgr. kemur: fjarskiptavirkja rekstrarleyfishafa er honum.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Orðið „ríkisins“ í 1. mgr. fellur brott.
 2. Á eftir orðunum „komið má“ í 1. mgr. kemur: rekstrarleyfishafi.
 3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skylt er þeim sem á eða rekur fjarskiptavirki að bæta tjón á landi manna, mannvirkjum eða öðrum eignum sem hlotist hefur af lagningu eða viðhaldi fjarskiptavirkja.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ríkisins“ í 1. málsl. kemur: rekstrarleyfishafa.
 2. Orðið „ríkisins“ í 2. málsl. fellur brott.


7. gr.

     Í stað orðanna „fjarskiptavirkja ríkisins“ í 16. gr. laganna kemur: við fjarskiptavirki.

8. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Í leyfisbréfum, er Fjarskiptaeftirlit ríkisins gefur út skv. 6. gr. laga þessara, skal leggja á starfsmenn við fjarskiptavirki sem leyfisbréfið hljóðar um sams konar skyldur og mælt er fyrir um í 15. og 16. gr., enda varði brot á þeim skyldum sömu viðurlögum og mælt er fyrir um í lögum þessum. Sama gildir um þá sem fá réttindi til uppsetningar og tengingar fjarskiptavirkja skv. 3. gr.

9. gr.

     Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnuninni“ í 20. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Póst- og símamálastofnuninni“ kemur: samgönguráðherra.
 2. Í stað orðanna „henni“ og „hún“ kemur: honum, og: hann.


11. gr.

     Fyrirsögn X. kafla laganna verður: Viðurlög við brotum á lögum þessum, takmörkun ábyrgðar o.fl.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. 3. tölul. orðast svo: Brot gegn 15.–17. gr. varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári, en allt að þremur árum ef sakir eru miklar. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum.
 2. 4. tölul. fellur brott.
 3. Á eftir 8. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Rekstrarleyfishafi skv. 1. mgr. 2. gr. laganna skal undanþeginn bótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins, eða mistaka við afgreiðslu símskeyta, hvort sem rekja má slíkt til línubilana, bilana í sambandastöðvum eða annarra ástæðna. Slík ábyrgðartakmörkun er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið til stórfelldra mistaka starfsmanna rekstrarleyfishafa.


13. gr.

     Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein er orðast svo:
     Eigi síðar en 1. júlí 1998 skal notkunargjald fyrir talsímaþjónustu vera hið sama alls staðar á landinu og skal innheimta sérstaks álags vegna langlínusamtala óheimil.

14. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þegar Póstur og sími hf. tekur til starfa veitir samgönguráðherra félaginu rekstrarleyfi skv. 1. mgr. 2. gr. laga þessara og skal það rekstrarleyfi gilda þar til réttur til að veita einkaleyfi til almenns fjarskiptareksturs fellur niður samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Á sama tíma skal öðrum óheimilt að eiga eða reka almennt fjarskiptanet.

15. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 4. júní 1996.