Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 642, 121. löggjafarþing 183. mál: almenn hegningarlög (fíkniefni, þvætti).
Lög nr. 10 27. febrúar 1997.
I. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.
Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið varðhald eða fangelsi allt að 4 árum.
Refsing getur orðið fangelsi allt að 10 árum ef um ræðir ávinning af broti skv. 173. gr. a.
Ef ávinningur er smávægilegur og engin sérstök atvik auka saknæmi brotsins skal mál eigi höfðað nema almenningshagsmunir krefjist.
Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða varðhaldi. Varði brotið sem ávinningur stafar frá ekki þyngri refsingu en varðhaldi má láta refsingu falla niður.
II. KAFLI
Breyting á áfengislögum, nr. 82 2. júlí 1969.
III. KAFLI
Breyting á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65 21. maí 1974.
Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna er bönnuð.
Ráðherra er heimilt að tilgreina nánar í reglugerð hvaða efni falla undir 1. mgr. og sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum.
IV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 55 30. mars 1987.
Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.
V. KAFLI
Breyting á lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma, nr. 56 19. maí 1993.
VI. KAFLI
Breytingar á lyfjalögum, nr. 93 20 maí 1994.
VII. KAFLI
Gildistaka.
Þingskjal 642, 121. löggjafarþing 183. mál: almenn hegningarlög (fíkniefni, þvætti).
Lög nr. 10 27. febrúar 1997.
Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, o.fl. (vegna samnings Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni og samnings um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum).
1. gr.
Við 4. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:- Fyrir brot gegn 264. gr., framið innan íslenska ríkisins enda þótt frumbrotið sem ávinningur stafar frá hafi verið framið erlendis og án tillits til hver var að því valdur.
2. gr.
Við 3. tölul. 1. mgr. 69. gr. laganna bætist: eða muni sem keyptir eru fyrir ávinninginn. Ef ekki er unnt að færa fullar sönnur á fjárhæð ávinnings er dómara heimilt að áætla fjárhæðina.3. gr.
173. gr. b laganna fellur brott.4. gr.
Ný 264. gr. laganna færist í XXVII. kafla og verður svohljóðandi:Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið varðhald eða fangelsi allt að 4 árum.
Refsing getur orðið fangelsi allt að 10 árum ef um ræðir ávinning af broti skv. 173. gr. a.
Ef ávinningur er smávægilegur og engin sérstök atvik auka saknæmi brotsins skal mál eigi höfðað nema almenningshagsmunir krefjist.
Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða varðhaldi. Varði brotið sem ávinningur stafar frá ekki þyngri refsingu en varðhaldi má láta refsingu falla niður.
5. gr.
Við 1. mgr. 33. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga. Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum eru refsiverðar eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.6. gr.
Á eftir 4. gr. laganna bætist við ný grein, 4. gr. a, svohljóðandi:Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna er bönnuð.
Ráðherra er heimilt að tilgreina nánar í reglugerð hvaða efni falla undir 1. mgr. og sérstaklega mikil hætta er talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- 2. mgr. verður svohljóðandi:
- 7. og 8. mgr. verða svohljóðandi:
Ítrekuð brot gegn lögum þessum skulu varða aukinni refsingu, enda sé um að ræða innflutning eða dreifingu þeirra efna sem um getur í 2.–4. gr. a.
8. gr.
Við 125. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verður 4. mgr., svohljóðandi:Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Í stað orðanna „1. eða 2. mgr.“ í 3. mgr. sem verður 5. mgr. kemur: 1.–4. mgr.
- Í stað orðanna „1. eða 2. mgr.“ í 4. mgr. sem verður 6. mgr. kemur: 1.–4. mgr.
Þegar fullnusta fer fram á beiðni um eignaupptöku samkvæmt samningi um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum frá 8. nóvember 1990 gilda ákvæði I. og IV. kafla 2. hluta og I. og IV. kafla 3. hluta laga þessara eftir því sem við getur átt.
10. gr.
Í stað orðanna „4. mgr. 2. gr.“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 6. mgr. 2. gr.11. gr.
Í stað orðanna „4. mgr. 2. gr.“ í 26. gr. laganna kemur: 6. mgr. 2. gr.12. gr.
Í stað orðanna „4. mgr. 2. gr.“ í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: 6. mgr. 2. gr.13. gr.
Við 2. mgr. 43. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Meðferð ávinnings af brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í 264. gr. almennra hegningarlaga.14. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 19. febrúar 1997.