Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1381, 121. löggjafarþing 613. mál: aðgangur að sjúkraskrám o.fl..
Lög nr. 76 28. maí 1997.

Lög um breytingu lagaákvæða um aðgang að sjúkraskrám o.fl.


I. KAFLI
Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, sbr. lög nr. 50/1990 og lög nr. 50/1996.

1. gr.

     16. gr. laganna orðast svo:
     Um skyldu læknis og annarra sem færa sjúkraskrá til þess að afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit skrárinnar, í heild eða að hluta, fer eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga.

II. KAFLI
Breyting á lögum um skáningu og meðferð persónuupplýsinga, nr. 121/1989.

2. gr.

     Við 1. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt taka lögin til skýrslna sálfræðinga og félagsráðgjafa hvort sem þær teljast skrár í skilningi 2. mgr. eða ekki.

3. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Um skyldu læknis og annarra sem færa sjúkraskrá til þess að afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit skrárinnar, í heild eða að hluta, fer eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga.

III. KAFLI
Breyting á upplýsingalögum, nr. 50/1996.

4. gr.

     2.–4. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

5. gr.

     4. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     Um aðgang sjúklings að upplýsingum úr sjúkraskrá fer eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga.

IV. KAFLI
Gildistaka.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997.

Samþykkt á Alþingi 17. maí 1997.