Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 616, 123. löggjafarþing 106. mál: vernd barna og ungmenna (hækkun sjálfræðisaldurs o.fl.).
Lög nr. 160 28. desember 1998.

Lög um breytingu á lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995.


1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Orðin „og ungmennum“ í 1. málsl. 1. mgr. og „eða ungmenni“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað 4. málsl. 1. mgr. koma tveir málsliðir sem orðast svo: Skal barnaverndarstarfi hagað þannig að það stuðli að stöðugleika í uppvexti barna. Börn skulu njóta réttinda í samræmi við aldur og þroska.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Með börnum er samkvæmt lögum þessum átt við einstaklinga innan 18 ára aldurs.


2. gr.

     Orðin „og ungmennum“ í 2. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Orðin „og ungmenni“ og „og ungmenna“ í 3. og 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Orðin „og ungmennum“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Orðin „og ungmenna“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 3. Orðin „eða ungmennis“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.


5. gr.

     Orðin „og ungmennum“ í 2. málsl. 5. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. 3. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

7. gr.

     Orðin „og ungmenna“ í 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Orðin „og ungmenna“ og „eða ungmenna“ í 1. mgr. og „og ungmenna“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum.


9. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna falla brott.

10. gr.

     Orðin „og ungmenna“ í 1. og 2. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

11. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 4. málsl. 17. gr. laganna falla brott.

12. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í b-lið 1. mgr. og „eða ungmenna“ í 1. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna falla brott.

13. gr.

     Orðin „og ungmenni“ í 1. málsl. 20. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. og c-lið 1. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

15. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ungmenni“ í 1. mgr. falla brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Þegar svo stendur á sem í 1. mgr. segir er barnaverndarnefnd heimilt í samráði við foreldra að vista barn til meðferðar og rannsóknar á viðeigandi stofnun eða heimili. Vistun skal ávallt vera tímabundin og eigi standa lengur en þörf krefur. Hún skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti. Ef vistun er gegn vilja barns sem orðið er 12 ára skal það fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni með liðsinni sérstaks talsmanns ef því er að skipta og rétt er að gefa barni undir 12 ára aldri kost á að tjá sig með sama hætti ef það þykir hafa aldur og þroska til eða óski barnið þess, sbr. 43. gr. a.
 4. 3. mgr. fellur brott.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skylda barnaverndarnefndar við börn í hættu vegna eigin hegðunar.


16. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „sbr. 3. mgr. 46. gr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: sbr. 43. gr. a.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skylda barnaverndarnefndar við barn sem verður fyrir áreitni, ofbeldi eða öðrum afbrotum.


17. gr.

     Í stað orðanna „sbr. 2. mgr. 27. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984“ í 1. málsl. 26. gr. laganna kemur: samkvæmt ákvæðum lögræðislaga.

18. gr.

     Í stað orðanna „16 ára“ í 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: 18 ára.

19. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ og „eða ungmenninu“ í 1. málsl. 28. gr. laganna falla brott.

20. gr.

     Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Skyldur barnaverndaryfirvalda gagnvart einstökum börnum og fjölskyldum þeirra.

21. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. 1. mgr. og „og ungmenna“ í 2. mgr. 32. gr. laganna falla brott.

22. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. 37. gr. laganna falla brott.

23. gr.

     Orðin „eða ungmennis“ hvarvetna í 43. gr. laganna falla brott.

24. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 43. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Réttindi barns við málsmeðferð.
     Veita ber barni kost á að tjá sig um mál sem það varðar og taka skal réttmætt tillit til skoðana þess við úrlausn máls, allt í samræmi við aldur og þroska barnsins.
     Ávallt skal veita barni 12 ára og eldra kost á að tjá sig um mál.
     Barnaverndarnefnd ber að skipa barni talsmann til að gæta hagsmuna þess ef þörf krefur.

25. gr.

     Orðið „ungmennum“ í 1. málsl. 1. mgr. 45. gr. laganna fellur brott.

26. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 46. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ungmennis“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað 2. og 3. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
 3.      Um réttindi barns við málsmeðferð gilda ákvæði 43. gr. a.


27. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 51. gr. laganna:
 1. Orðin „eða unglinga“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „fyrir unglinga“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fyrir börn.
 3. Orðin „og ungmenni“ í 1. málsl. 1. mgr., „og ungmenni“ í 1. málsl. 4. mgr. og „og ungmennum“ í 5. mgr. falla brott.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Heimili fyrir börn.


28. gr.

     Orðin „og ungmenni“ í 2. mgr. 53. gr. laganna falla brott.

29. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 54. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ungmenni“ í 1. málsl. og „og ungmenna“ í 2. málsl. falla brott.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Eftirlit með vinnu barna.


30. gr.

     Orðin „og ungmenna“ í 1. málsl. og „eða ungmennum“ í 2. málsl. 55. gr. laganna falla brott.

31. gr.

     Í stað orðsins „ungmennum“ í 1. málsl. 56. gr. laganna kemur: börnum.

32. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 58. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ungmennum“ í 1. málsl. 2. mgr. og 4. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðsins „Ungmenni“ í 3. mgr. kemur: Börn.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Aðgangur barna að dansleikjum og öðrum skemmtunum.


33. gr.

     Orðin „eða ungmennis“ í 60. gr. laganna falla brott.

34. gr.

     Orðin „eða ungmenni“ hvarvetna í 61.–66. gr. laganna falla brott.

35. gr.

     Heiti laganna verður: Barnaverndarlög.

36. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skulu lög nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995, halda gildi sínu gagnvart ungmennum, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga, sem fædd eru fyrir 1. janúar 1982.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1998.