Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 961, 123. löggjafarþing 512. mál: eftirlit með útlendingum (forstjóri Útlendingaeftirlits o.fl.).
Lög nr. 23 23. mars 1999.

Lög um breyting á lögum um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965, með síðari breytingum, o.fl.


1. gr.

     1. mgr. 20. gr. laganna, sbr. 19. gr. laga nr. 133/1993 og 43. gr. laga nr. 90/1996, orðast svo:
     Útlendingaeftirlitið er sérstök stofnun. Ráðherra skipar forstjóra Útlendingaeftirlitsins til fimm ára í senn. Forstjóri skal vera lögfræðingur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 1999.

3. gr.

     Við gildistöku laga þessara breytast önnur lög sem hér segir:
      Lög um vegabréf, nr. 136 22. desember 1998, breytast sem hér segir:
  1. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Útlendingaeftirlitinu.
  2. Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: Útlendingaeftirlitinu.
  3. Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóri“ í 8. gr. laganna kemur: Útlendingaeftirlitið.
  4. Á eftir orðinu „lögreglu“ í 9. gr. laganna kemur: Útlendingaeftirlitinu.

     Á eftir orðunum „skólastjóri Lögregluskóla ríkisins“ í 7. tölul. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70 11. júní 1996, sbr. 9. gr. laga nr. 150/1996, kemur: forstjóri Útlendingaeftirlitsins.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1999.