Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 455, 117. löggjafarþing 103. mál: réttarfar, atvinnuréttindi o.fl. (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 133 31. desember 1993.

Lög um breyting á ýmsum lögum sem varða réttarfar, atvinnuréttindi o.fl. vegna aðildar að samningi um Evrópska efnahagssvæðið.


I. KAFLI
Lög um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns, nr. 74 11. júní 1938.

1. gr.

     Á 1. mgr. 2. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. 1. tölul. verður svohljóðandi: Löggiltur niðurjöfnunarmaður sjótjóns skal hafa lögheimili hér á landi, vera lögráða og fullra 25 ára og hafa forræði á búi sínu.
 2. Við 2. tölul. bætist eftirfarandi: eða sambærilegt próf við annan háskóla.

2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Ákvæði 2., 3. og 4. tölul. 1. mgr. gilda ekki um mann sem hefur fengið löggildingu eða aðra opinbera heimild til að annast niðurjöfnun sjótjóns í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.

II. KAFLI
Almenn hegningarlög, nr. 19 12. febrúar 1940.

3. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr töluliður sem verður 8. tölul., svohljóðandi:
 1. Fyrir rangan eiðfestan framburð fyrir EFTA-dómstólnum, enda krefjist dómstóllinn saksóknar.

III. KAFLI
Lög um málflytjendur, nr. 61 4. júlí 1942.

4. gr.

     Á 3. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. Á eftir orðinu „lögum“ í 1. málsl. bætast við orðin: við Háskóla Íslands.
 2. Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      Í stað embættisprófs skv. 1. mgr. getur komið sambærilegt próf við annan háskóla, enda hafi hlutaðeigandi næga þekkingu á íslenskum lögum. Dómsmálaráðherra leggur mat á hvort því skilyrði sé fullnægt. Dómstóli verður ekki tilkynnt um töku fulltrúa skv. 1. mgr. nema fyrir liggi vottorð ráðherra um þetta skilyrði.


5. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr., svohljóðandi:
     Við dómstóla, þar sem einkaréttur til málflutnings gildir, getur aðili falið manni, sem hefur hlotið heimild til að flytja mál við sambærilega dómstóla í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, að flytja mál sitt, enda starfi hann að málinu með héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um slík störf erlendra málflytjenda hér á landi.

6. gr.

     Á 9. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. 4. tölul. 1. mgr. fellur niður.
 2. Í 5. tölul. 1. mgr. falla niður orðin „jafngildu prófi í öðrum háskólum samkvæmt íslenzkum lögum“, en í stað þeirra kemur: sambærilegu prófi við annan háskóla og hafi næga þekkingu á íslenskum lögum.
 3. Á eftir orðinu „vottorð“ í 7. tölul. 1. mgr. bætist við orðið: dómsmálaráðherra.
 4. Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
 5.      Dómsmálaráðherra getur sett reglur um veitingu leyfis til málflutnings á grundvelli hliðstæðra réttinda í öðru ríki.

7. gr.

     Á 14. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. 4. tölul. 1. mgr. fellur niður.
 2. Í 5. tölul. 1. mgr. falla niður orðin „jafngildu prófi í öðrum háskólum samkvæmt íslenzkum lögum“, en í stað þeirra kemur: sambærilegu prófi við annan háskóla og hafi næga þekkingu á íslenskum lögum.
 3. Við greinina bætist ný málsgrein sem verður 4. mgr., svohljóðandi:
 4.      Dómsmálaráðherra getur sett reglur um veitingu leyfis til málflutnings á grundvelli hliðstæðra réttinda í öðru ríki.

IV. KAFLI
Lög um prentrétt, nr. 57 10. apríl 1956.

8. gr.

     Á 10. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
 2.      Útgefandi blaðs eða tímarits, sem er gefið út hér á landi, skal vera lögráða og hafa lögheimili hér á landi og forræði á búi sínu eða félag eða annar lögaðili sem á heimili hér á landi.
 3. 2. mgr. verður svohljóðandi:
 4.      Ritstjóri blaðs eða tímarits skal vera lögráða og hafa lögheimili hér á landi og forræði á búi sínu.


9. gr.

     Í 11. gr. laganna falla niður orðin „íslenzkum ríkisborgara eða ópersónulegum aðilja“, en í stað þeirra kemur: manni eða ópersónulegum aðila, sem á heimili hér á landi.

V. KAFLI
Lög um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965.

10. gr.

     Í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna fellur niður orðið „dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitsins.

11. gr.

     4. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Útlendingaeftirlitið veitir þau leyfi sem þarf til landgöngu og dvalar samkvæmt lögum þessum.
     Dómsmálaráðherra getur veitt lögreglustjórum heimild til útgáfu slíkra leyfa, svo og sendiherrum og ræðismönnum Íslands erlendis.

12. gr.

     6. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. mgr. 5. gr. mega útlendingar, sem falla undir reglur samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga, sbr. 2. mgr., koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast hér í allt að þrjá mánuði frá því þeir komu til landsins. Ákvæðum 10.–13. gr. skal því aðeins beita gagnvart slíkum útlendingum að það samrýmist þeim reglum.
     Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd reglna samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga sem varða undanþágu frá vegabréfsáritun og takmörkunum á heimild til komu til landsins og dvöl.

13. gr.

     Á 10. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málsl. 4. mgr. fellur niður orðið „dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitið.
 2. Í 1. málsl. 5. mgr. fellur niður orðið „dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitsins.
 3. Í 2. málsl. 5. mgr. fellur niður orðið „ráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitsins.

14. gr.

     Á 11. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. Í upphafi 1. mgr. fellur niður orðið „Dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: Útlendingaeftirlitinu.
 2. 2. mgr. verður svohljóðandi:
 3.      Nú er heimilt að vísa útlendingi úr landi og getur þá útlendingaeftirlitið, ef ástæður mæla með því, lagt fyrir hann að verða brott úr landi innan tiltekins frests, enda sjái lögreglan um að þeim fyrirmælum verði hlýtt.

15. gr.

     Í 3. mgr. 12. gr. laganna fellur niður orðið „dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitsins.

16. gr.

     Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein sem verður 12. gr. a, svohljóðandi:
     Útlendingur má kæra til dómsmálaráðherra:
 1. Ákvörðun um að synja honum um dvalarleyfi.
 2. Ákvörðun um brottfall eða afturköllun dvalarleyfis.
 3. Ákvörðun eða úrskurð um að vísa honum úr landi.
 4. Úrskurð skv. 4. mgr. 10. gr.
     Útlendingi skal leiðbeint um kæruheimild skv. 1. mgr. þegar honum er kynnt ákvörðun eða úrskurður.
     Nú vill útlendingur nýta heimild til kæru og skal hann þá lýsa kæru yfir innan 15 daga frá því honum var kynnt ákvörðun eða úrskurður fyrir þeim sem það gerir. Ef kæru er lýst yfir áður en ákvörðun eða úrskurði er framfylgt með brottvikningu úr landi frestast framkvæmd þeirrar aðgerðar þar til úrskurður ráðherra er fenginn.

17. gr.

     Í 2. mgr. 14. gr. laganna fellur niður orðið „dómsmálaráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitinu.

18. gr.

     Í 2. mgr. 15. gr. laganna fellur niður orðið „ráðherra“, en í stað þess kemur: útlendingaeftirlitinu.

19. gr.

     1. mgr. 20. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Útlendingaeftirlitið er sérstök stofnun sem lögreglustjórinn í Reykjavík veitir forstöðu.

VI. KAFLI
Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966.

20. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Ráðherra veitir leyfi til að víkja frá skilyrðum 1. mgr.:
 1. Samkvæmt umsókn frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni eða til að halda þar heimili.
 2. Ef annars þykir ástæða til.

21. gr.

     3. mgr. 1. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Leggja skal fyrir ráðherra samninga, afsöl eða önnur heimildarskjöl vegna eignar- og afnotaréttinda sem eru háð leyfi skv. 2. mgr. og öðlast gerningurinn ekki gildi fyrr en ráðherra hefur staðfest hann með áritun sinni. Í reglugerð má kveða nánar á um form og efni umsóknar um þetta.

22. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1.–3. mgr. þarf ekki að afla leyfis ráðherra:
 1. Þegar um er að ræða leigu á fasteign eða réttindi yfir henni og leigutími eða annar réttindatími er þrjú ár eða skemmri eða uppsögn áskilin með ekki lengri en árs fyrirvara.
 2. Þegar sá sem í hlut á nýtur réttar hér á landi samkvæmt reglum samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga, staðfesturétt eða þjónustustarfsemi. Ráðherra setur nánari reglur um til hvaða fasteigna þessi réttur tekur og framkvæmd réttarins að öðru leyti.

23. gr.

     3. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Nú er beiðst þinglýsingar á skjali sem kveður á um réttindi sem leyfi þarf til skv. 1. gr. eða eru undanþegin leyfi skv. 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. og skal þá synjað þinglýsingar uns sannað er að leyfis sé aflað eða skilyrði séu fyrir undanþágu.

VII. KAFLI
Lög um fasteigna- og skipasölu, nr. 34 5. maí 1986.

24. gr.

     Á 1. mgr. 2. gr. laganna verða svofelldar breytingar:
 1. 1. tölul. fellur niður.
 2. Í 4. tölul. fellur niður orðið „dómsmálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: dómsmálaráðherra.

25. gr.

     Í 2. gr. laganna kemur ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Í reglugerð, sem dómsmálaráðherra setur um prófraun skv. 4. tölul. 1. mgr., er einnig heimilt að kveða á um undanþágu frá henni að hluta eða með öllu handa þeim sem hafa fengið leyfi eða heimild til að starfa við fasteigna- eða skipasölu eða málflutning í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
     Núverandi 3. mgr. 2. gr. laganna verður 4. mgr. 2. gr.

VIII. KAFLI
Lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989.

26. gr.

     Í 6. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna falla niður orðin „prófi við annan háskóla sem metið er jafngilt lögum samkvæmt“, en í stað þeirra kemur: sambærilegu prófi við annan háskóla og hafi næga þekkingu á íslenskum lögum.

IX. KAFLI
Lög um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991.

27. gr.

     Við 76. gr. laganna bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
     2. Þá skal ákvæðum 75. gr. einnig beitt eftir því sem getur átt við þegar gagna er aflað fyrir héraðsdómi hér á landi í tengslum við rekstur máls erlendis, þar á meðal fyrir EFTA-dómstólnum.
     Framan við núverandi 76. gr. kemur: 1.

X. KAFLI
Gildistaka.

28. gr.

     Lög þessi öðlast gildi um leið og samningur um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 1993.