Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 314, 125. löggjafarþing 65. mál: vöruhappdrætti SÍBS (gildistími).
Lög nr. 94 10. desember 1999.

Lög um breyting á lögum um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga, nr. 18 22. apríl 1959.


1. gr.

     Í stað orðanna „Sambandi ísl. berklasjúklinga“ í 1. gr. laganna og sömu orða hvarvetna í lögunum kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.

2. gr.

     3. gr. laganna, sbr. lög nr. 24/1989, orðast svo:
     Heimild þessi gildir til ársloka 2007. Ágóða af happdrættinu skal varið til að greiða stofnkostnað við byggingarframkvæmdir Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar, til byggingar og rekstrar vinnustofu fyrir öryrkja og til annarrar félagsmálastarfsemi Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga sem viðurkennd er af ríkisstjórninni.

3. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 6. desember 1999.