Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1237, 125. löggjafarþing 258. mál: aukatekjur ríkissjóðs (gjaldtökuheimildir o.fl.).
Lög nr. 55 17. maí 2000.

Lög um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.


1. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Fyrir útgáfu eftirfarandi leyfa og skírteina vegna veitingar atvinnuréttinda og tengdra réttinda skal greiða 5.000 kr.:
 1. Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti og héraðsdómi.
 2. Leyfi til að stunda almennar lækningar og sérfræðilækningar, leyfi til að stunda almennar tannlækningar og sérfræðitannlækningar, leyfi til ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og sérfræðileyfi til hjúkrunarfræðinga, leyfi til lyfsala, lyfjafræðinga, sérfræðileyfi lyfjafræðinga og leyfi til aðstoðarlyfjafræðinga.
 3. Leyfi til sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, meinatækna, röntgentækna, matvælafræðinga og sálfræðinga.
 4. Leyfi til sjóntækjafræðinga.
 5. Leyfi til sjúkraliða.
 6. Leyfi til matartækna.
 7. Leyfi til lyfjatækna.
 8. Leyfi til fótaaðgerðafræðinga.
 9. Leyfi til hnykkja.
 10. Leyfi til sjúkraflutningamanna.
 11. Leyfi til næringarfræðinga og næringarráðgjafa.
 12. Leyfi til læknaritara.
 13. Leyfi til sjúkranuddara.
 14. Leyfi til talmeinafræðinga.
 15. Leyfi til tannfræðinga.
 16. Leyfi til matarfræðinga.
 17. Leyfi til náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu.
 18. Leyfi til tanntækna.
 19. Leyfi til grunnskólakennara og framhaldsskólakennara.
 20. Leyfi til bókasafnsfræðinga.
 21. Leyfi til verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta (húsameistara), byggingafræðinga, húsgagna- og innanhússarkitekta, iðnfræðinga, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga.
 22. Leyfi til viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
 23. Leyfi til fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala.
 24. Leyfi til dómtúlka og/eða skjalaþýðenda.
 25. Leyfi til leigubifreiðaaksturs.
 26. Leyfi til gerðar eignaskiptayfirlýsinga.
 27. Löggilding endurskoðenda.
 28. Löggilding manna um ævitíð.
 29. Meistarabréf.
 30. Sveinsbréf.
 31. Atvinnuskírteini skipstjórnarmanna A, B og C.
 32. Vélstjórnarskírteini.
 33. Flugnema- og svifflugmannsskírteini.
 34. Einkaflugmannsskírteini.
 35. Atvinnuflugmannsskírteini, I., II. og III. fl.
 36. Flugvéltækna-, flugvélstjóra- og flugumferðarstjóraskírteini.
 37. Skírteini til kvikmyndasýninga:
  1. Staðbundin skírteini.
  2. Sveinsskírteini.
  3. Meistaraskírteini.

 38. Naglabyssuskírteini.
 39. Skírteini fyrir suðumenn.

     Fyrir endurnýjun framantalinna leyfa og skírteina skal greiða 1.000 kr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. 3. og 4. tölul. orðast svo:
  1. Leyfisbréf fyrir viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 4. gr. laga nr. 113/1996, 100.000 kr.
  2. Leyfisbréf fyrir lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 3. gr. laga nr. 123/1993, 100.000 kr.

 2. Á eftir 8. tölul. koma fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Leyfisbréf fyrir verðbréfasjóði, sbr. 2. gr. laga nr. 10/1993, 50.000 kr.
  2. Leyfisbréf fyrir kauphallir, sbr. 3. gr. laga nr. 34/1998, 100.000 kr.
  3. Leyfisbréf fyrir skipulega tilboðsmarkaði, sbr. 3. gr. og IX. kafla laga nr. 34/1998, 100.000 kr.
  4. Leyfisbréf fyrir verðbréfamiðstöðvar, sbr. 3. gr. laga nr. 131/1997, 100.000 kr.
  5. Leyfisbréf fyrir skaðatryggingafélög og líftryggingafélög, sbr. 26. gr. laga nr. 60/1994, 100.000 kr.

 3. 11. og 14. tölul. falla brott.
 4. Í stað orðanna „12. tölul.“ í 13. tölul., er verður 18. tölul., kemur: 17. tölul.
 5. 15. tölul., er verður 20. tölul., orðast svo: Hótelleyfi, veitingahúsaleyfi, leyfi fyrir skemmtistað, leyfi fyrir næturklúbb, kaffihús, dansstað og krá, 50.000 kr.
 6. Í stað orðanna „15.–17. tölul.“ í 18. tölul., er verður 23. tölul., kemur: 20.–22. tölul.
 7. Í stað orðanna „Iðju- og iðnaðarleyfi“ í 28. tölul., er verður 33. tölul., kemur: Iðnaðarleyfi.
 8. Á eftir 28. tölul., er verður 33. tölul., koma þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Leyfi til rannsókna og nýtingar jarðvarma á lághitasvæðum, grunnvatns og hveraörvera, sbr. 4., 6. og 34. gr. laga nr. 57/1998, 25.000 kr.
  2. Leyfi til rannsókna og nýtingar jarðvarma á háhitasvæðum og jarðefna, sbr. 4. og 6. gr. laga nr. 57/1998, 100.000 kr.
  3. Leyfi til leitar og hagnýtingar á efnum á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 73/1990, 100.000 kr.

 9. Í stað orðanna „32. tölul. og b–e-liðum 33. tölul.“ í 34. tölul., er verður 42. tölul., kemur: 40. tölul. og b–e-liðum 41. tölul.
 10. 36. tölul. fellur brott.
 11. Við greinina bætast fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Leyfi til reksturs miðlunar með leiguhúsnæði, sbr. 73. gr. laga nr. 36/1994, 5.000 kr.
  2. Leyfi til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni, sbr. 1. gr. laga nr. 58/1997, 5.000 kr.
  3. Skemmtanaleyfi vegna einstakra tilvika, 5.000 kr.
  4. Leyfi til þess að efna til skyndihappdrættis, sbr. 1. gr. laga nr. 13/1973, 5.000 kr.
  5. Leyfi til reksturs ferðaskrifstofu, sbr. 10. gr. laga nr. 117/1994,
   1. til tveggja ára, 5.000 kr.
   2. til fimm ára, 5.000 kr.
3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. 10. tölul. fellur brott.
 2. Við greinina bætast sjö nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Skotvopnaleyfi, 3.000 kr.
  2. Endurnýjun leyfis skv. 10. tölul., 3.000 kr.
  3. Leyfi til reksturs skotvopnaleigu, 3.000 kr.
  4. Leyfi til útflutnings skotvopna, skotfæra, sprengiefna eða skotelda, 3.000 kr.
  5. Skotvopnaleyfi til félags, stofnunar eða einstaklings ef slíkur aðili þarf nauðsynlega á því að halda vegna starfsemi sinnar, 3.000 kr.
  6. Leyfi til félags sem hefur iðkun skotfimi að markmiði, 3.000 kr.
  7. Leyfi til innflutnings skotvopna og skotfæra til eigin nota, 3.000 kr.4. gr.

     16. tölul. 13. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Orðin „ökuskírteini 65 ára og eldri“ í 16. tölul. falla brott.
 2. Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Fyrir ökuskírteini 65 ára og eldri, 1.000 kr.


6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2000.