Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1340, 125. löggjafarþing 196. mál: tollalög (aðaltollhafnir).
Lög nr. 87 22. maí 2000.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 28. gr. laganna, sbr. lög nr. 40/1989, bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Höfn í Hornafirði.
  2. Þorlákshöfn.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.