Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 834, 126. löggjafarþing 284. mál: eftirlit með útlendingum (beiðni um hæli).
Lög nr. 7 13. mars 2001.

Lög um breyting á lögum um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965.


1. gr.

     Við 4. mgr. 10. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Útlendingur á ekki rétt á hæli hér á landi ef krefja má annað ríki sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli Dyflinnarsamningsins frá 15. júní 1990 um að taka við honum.

2. gr.

     Við 2. mgr. 19. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 25/2000, bætist: og samstarfi á grundvelli Dyflinnarsamningsins frá 15. júní 1990.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 25. mars 2001.

Samþykkt á Alþingi 6. mars 2001.