Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1155, 127. löggjafarþing 580. mál: virðisaukaskattur og tryggingagjald (reikningshald í erlendum gjaldmiðli).
Lög nr. 34 16. apríl 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 24. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Virðisaukaskattsskýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga skulu byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Launaframtal félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga skal byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum eða umreiknuðum fjárhæðum á daggengi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. apríl 2002.