Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1494, 127. löggjafarþing 581. mál: fjárreiður ríkisins (Fjársýsla).
Lög nr. 95 15. maí 2002.

Lög um breytingu á lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, o.fl.


I. KAFLI
Breyting á lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997.

1. gr.

     Í stað orðsins „ríkisbókara“ í 5. gr. laganna kemur: fjársýslustjóra.

2. gr.

     20. gr. laganna orðast svo:
     Allir aðilar A-hluta skulu gera ársreikning og eignaskrá innan tveggja mánaða frá lokum reikningsárs og senda til Fjársýslu ríkisins, viðkomandi ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar. Fjársýslu ríkisins er heimilt að lengja skilafrest um allt að 30 daga.
     Ríkisaðilar utan A-hluta skulu eigi síðar en 31. mars ár hvert hafa sent Fjársýslu ríkisins og viðkomandi ráðuneyti ársreikninga sína. Fjársýsla ríkisins getur framlengt skilafrestinn um allt að 30 daga.
     Einnig skulu þeir sem ekki eru ríkisaðilar og um getur í 3. málsl. 1. tölul. 3. gr. senda ársreikninga sína til Fjársýslu ríkisins, viðkomandi ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar innan þess frests sem um getur í 1. mgr.
     Hverju ráðuneyti ber að sjá til þess að stofnanir, sem undir það heyra samkvæmt stjórnarráðslögum og reglugerð, uppfylli ákvæði laga um skilafrest ársreikninga.

3. gr.

     Í stað orðsins „ríkisbókari“ í 47. gr. laganna kemur: fjársýslustjóri.

4. gr.

     48. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Fjársýsla ríkisins.
     Fjársýsla ríkisins er sérstök stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn.
     Fjársýsla ríkisins hefur yfirumsjón með bókhaldi og ársreikningum ríkisaðila í A-, B- og C-hluta ríkisreiknings. Hún skal gæta þess að samræmi sé við færslu bókhalds og gerð reikningsskila hjá þeim.
     Fjársýsla ríkisins skal veita ríkisaðilum aðstoð og ráðgjöf um bókhald og reikningsskil og setja ríkisaðilum í A-, B- og C-hluta ríkisreiknings framkvæmdar- og verklagsreglur ásamt leiðbeiningum sem þýðingu geta haft við færslu bókhalds og gerð ársreikninga.
     Fjársýsla ríkisins annast féhirslu ríkisins og greiðsluþjónustu fyrir ríkissjóð og þær ríkisstofnanir sem þess óska, svo og móttöku innheimtufjár frá innheimtustofnunum ríkisins ásamt innheimtu á skuldabréfum og kröfum.
     Fjársýsla ríkisins skal annast gerð ríkisreiknings.

5. gr.

     Í stað orðsins „ríkisbókhalds“ í 1. mgr. 49. gr. laganna kemur: Fjársýslu ríkisins.

II. KAFLI
Breyting á lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands, nr. 36/1982.

6. gr.

     Í stað orðsins „ríkisbókhaldið“ í 9. gr. laganna kemur: Fjársýslu ríkisins.

III. KAFLI
Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðsins „Ríkisbókhaldið“ í 4. gr. laganna kemur: Fjársýsla ríkisins.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með síðari breytingum.

8. gr.

     4. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Bókhaldi skal haga samkvæmt fyrirmælum Fjársýslu ríkisins.

V. KAFLI
Breyting á lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað orðsins „Ríkisbókhaldi“ í 53. gr. laganna kemur: Fjársýslu ríkisins.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „Ríkisbókhaldið“ í 4. mgr. 39. gr. laganna kemur: Fjársýsla ríkisins.

11. gr.

     Í stað orðsins „Ríkisbókhaldið“ í 2. mgr. 40. gr. laganna kemur: Fjársýsla ríkisins.

VII. KAFLI
Gildistaka.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.