Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1217, 128. löggjafarþing 567. mál: almenn hegningarlög (kynferðisbrot gegn börnum og mansal).
Lög nr. 40 20. mars 2003.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot gegn börnum og mansal).


1. gr.

     2. málsl. 198. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 40/1992, fellur brott og ný málsgrein bætist við, svohljóðandi:
     Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 2 árum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 200. gr. laganna, sbr. 8. gr. laga nr. 40/1992:
  1. Í stað orðanna „6 árum“ í 1. mgr. kemur: 8 árum.
  2. Í stað orðanna „10 ára“ í 1. mgr. kemur: 12 ára.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 201. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 40/1992:
  1. Í stað orðanna „6 árum“ í 1. mgr. kemur: 8 árum.
  2. Í stað orðanna „10 ára“ í 1. mgr. kemur: 12 ára.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 202. gr. laganna, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992:
  1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott og ný málsgrein, sem verður 2. mgr., bætist við, svohljóðandi:
  2.      Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum.
  3. Í stað orðanna „á aldrinum 14–16 ára“ í 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur: yngra en 18 ára.


5. gr.

     Á eftir 227. gr. laganna kemur ný grein, 227. gr. a, svohljóðandi:
     Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirfarandi verknað í þeim tilgangi að notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að 8 ára fangelsi:
  1. Að útvega, flytja, hýsa eða taka við einhverjum sem beittur er eða hefur verið beittur ólögmætri nauðung skv. 225. gr., eða frelsissviptingu skv. 226. gr., eða hótun skv. 233. gr., eða ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða annarri ótilhlýðilegri aðferð.
  2. Að útvega, flytja, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára eða láta af hendi greiðslu eða annan ávinning til að afla samþykkis frá þeim sem hefur umsjón með barni.

     Sömu refsingu skal sá sæta sem tekur við greiðslu eða öðrum ávinningi skv. 2. tölul. 1. mgr.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.