Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1417, 128. löggjafarþing 680. mál: eldi nytjastofna sjávar (yfirstjórn fisksjúkdómamála, EES-reglur).
Lög nr. 73 26. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 33 16. apríl 2002, um eldi nytjastofna sjávar.


1. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna koma tvær nýjar greinar og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (5. gr.)
     Ráðherra fer með yfirstjórn sjúkdómamála er varða dýr sem lög þessi ná til. Honum til aðstoðar er fisksjúkdómanefnd, sbr. 78. gr. laga nr. 76 25. júní 1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, eftir því sem við á varðandi sjávardýr.
     
     b. (6. gr.)
     Heimilt er að flytja til landsins frá eldisstöð sjávardýr er lög þessi ná til, óháð þroskastigi, að meðtöldum dýrum sem lifa upprunalega villt en eru ætluð til eldis í eldisstöð, enda skal innflutningurinn háður skilyrðum reglugerðar sem sjávarútvegsráðherra setur, að höfðu samráði við embætti yfirdýralæknis. Við innflutning skal framvísa skriflegri staðfestingu yfirdýralæknis um að uppfyllt séu skilyrði samkvæmt þessu ákvæði.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. mars 2003.