Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1092, 130. löggjafarþing 314. mál: Lánasjóður íslenskra námsmanna (búseta, EES-reglur).
Lög nr. 12 15. mars 2004.

Lög um breyting á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með síðari breytingum.


1. gr.

     3. og 4. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisborgarar ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sem hafa búsetu hérlendis vegna starfs síns, fjölskyldur þeirra og aðrir sem eru eða hafa verið á þeirra framfæri eiga rétt á námslánum eftir ákvæðum reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1612/68 um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.
     Skilyrði til lánveitingar frá sjóðnum er að viðkomandi hafi haft fasta búsetu á Íslandi í tvö ár samfellt eða haft fasta búsetu hér á landi í þrjú ár af síðustu tíu árum fyrir upphaf þess tímabils er sótt er um námslán vegna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2004.