Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1476, 131. löggjafarþing 235. mál: mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög (matsferli, málskotsréttur, úrskurðarnefnd o.fl.).
Lög nr. 74 24. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.

1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Markmið laga þessara er:
 1. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar,
 2. að draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar,
 3. að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða vegna framkvæmda sem falla undir ákvæði laga þessara,
 4. að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmda sem falla undir ákvæði laga þessara og mótvægisaðgerðir vegna þeirra og gefa almenningi kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar liggur fyrir.


2. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi gilda um framkvæmdir sem falla undir ákvæði laganna, á landi, í landhelgi, í lofthelgi og í mengunarlögsögu Íslands.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. A-liður fellur brott.
 2. Á eftir c-lið kemur nýr liður sem orðast svo: Frummatsskýrsla: Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum sem Skipulagsstofnun auglýsir til kynningar.
 3. D-liður orðast svo: Leyfi til framkvæmda: Framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og önnur leyfi til starfsemi og framkvæmda samkvæmt sérlögum sem um viðkomandi framkvæmd gilda.
 4. F-liður orðast svo: Matsáætlun: Áætlun framkvæmdaraðila byggð á tillögu hans um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis leggja skuli áherslu í frummatsskýrslu og um kynningu og samráð við gerð frummatsskýrslu.
 5. 1. efnismálsl. h-liðar orðast svo: Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.
 6. Við k-lið bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þar með eru þó ekki talin þjóðhagsleg áhrif og arðsemi einstakra framkvæmda.
 7. Á eftir k-lið koma tveir nýir liðir sem orðast svo:
  1. Umhverfisverndarsamtök: Samtök sem hafa umhverfisvernd að meginmarkmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað bókhald.
  2. Umsagnaraðilar: Opinberar stofnanir og stjórnvöld sem sinna lögbundnum verkefnum er varða matsskyldar framkvæmdir eða umhverfisáhrif þeirra.


4. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Skipulagsstofnun tekur ákvörðun um hvort framkvæmd skv. 6. gr. skuli háð mati á umhverfisáhrifum og gefur álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir.

5. gr.

     2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Í þeim tilvikum þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri getur Skipulagsstofnun að höfðu samráði við viðkomandi framkvæmdaraðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.

6. gr.

     4. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Skipulagsstofnun getur fallist á tillögu að matsáætlun með eða án athugasemda. Geri stofnunin athugasemdir skulu þær verða hluti af matsáætlun.

8. gr.

     9. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Frummatsskýrsla.
     Ef framkvæmdaraðili hyggur á framkvæmd eða starfsemi sem háð er mati á umhverfisáhrifum skal að lokinni málsmeðferð skv. 8. gr. unnin skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar. Skýrslan er nefnist frummatsskýrsla skal unnin af framkvæmdaraðila og skal gerð og efni hennar vera í samræmi við matsáætlun, sbr. 8. gr.
     Í skýrslunni skal tilgreina þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem fyrirhuguð framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir kunna að hafa á umhverfi og samspil einstakra þátta í umhverfinu. Þá skal gera grein fyrir því hvaða forsendur liggi til grundvallar matinu. Lýsa skal þeim þáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar sem líklegast er talið að geti valdið áhrifum á umhverfið, þar á meðal umfangi, hönnun og staðsetningu, samræmi við skipulagsáætlanir, fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og tillögum um umhverfisvöktun þar sem það á við. Ávallt skal gera grein fyrir helstu möguleikum sem til greina koma og umhverfisáhrifum þeirra og bera þá saman. Loks skal gera stutta og skýra samantekt um skýrsluna og niðurstöðu hennar. Í niðurstöðu skýrslunnar skal geta um flokkun og viðmið umhverfisáhrifa einstakra þátta framkvæmdar á grundvelli leiðbeininga sem Skipulagsstofnun gefur út, sbr. 20. gr.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Innan tveggja vikna frá því að Skipulagsstofnun tekur á móti frummatsskýrslu skal stofnunin meta hvort skýrslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 9. gr. og sé í samræmi við matsáætlun skv. 8. gr. Heimilt er Skipulagsstofnun að hafna því að taka frummatsskýrslu til athugunar í þeim tilvikum þegar hún uppfyllir ekki framangreind skilyrði. Skipulagsstofnun skal þá leiðbeina framkvæmdaraðila um frekari vinnslu frummatsskýrslu.
 3. Í stað orðsins „matsskýrslu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: frummatsskýrslu.
 4. Í stað orðanna „matsskýrslu“ og „matsskýrsla“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: frummatsskýrslu; og: frummatsskýrsla.
 5. Í stað orðanna „Matsskýrslan“ og „matsskýrslu“ í 1. og 2. málsl. 4. mgr. kemur: Frummatsskýrslan; og: frummatsskýrslu.
 6. Í stað orðsins „matsskýrslu“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: frummatsskýrslu.
 7. 6. mgr. orðast svo:
 8.      Skipulagsstofnun skal senda framkvæmdaraðila umsagnir og athugasemdir sem henni berast. Þegar umsagnir og athugasemdir hafa borist framkvæmdaraðila skal hann vinna endanlega matsskýrslu á grundvelli frummatsskýrslu. Í matsskýrslu skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og taka afstöðu til þeirra og senda hana síðan til Skipulagsstofnunar.
 9. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Athugun Skipulagsstofnunar og matsskýrsla.


10. gr.

     11. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
     Innan fjögurra vikna frá því að Skipulagsstofnun tekur á móti matsskýrslu skal stofnunin gefa rökstutt álit sitt á því hvort skýrslan uppfylli skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim og að umhverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt. Í áliti Skipulagsstofnunar skal gera grein fyrir helstu forsendum matsins, þ.m.t. gildi þeirra gagna sem liggja til grundvallar matinu, og niðurstöðum þess. Jafnframt skal í álitinu fjalla um afgreiðslu framkvæmdaraðila á þeim athugasemdum og umsögnum sem bárust við kynningu á frummatsskýrslu.
     Telji Skipulagsstofnun að setja þurfi frekari skilyrði fyrir framkvæmdinni eða gera þurfi aðrar eða frekari mótvægisaðgerðir en fram koma í matsskýrslu skal stofnunin tilgreina skilyrðin og mótvægisaðgerðirnar og færa rök fyrir þeim.
     Telji Skipulagsstofnun að matsskýrsla framkvæmdaraðila víki frá frummatsskýrslu hvað varðar mikilvæga þætti málsins skal hún auglýst að nýju skv. 10. gr.
     Þegar álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir skal það kynnt umhverfisráðherra, framkvæmdaraðila, leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum, svo og þeim sem gert hafa athugasemdir við frummatsskýrslu á kynningartíma. Almenningur skal eiga greiðan aðgang að áliti Skipulagsstofnunar og matsskýrslu og skal stofnunin auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að álitið og matsskýrslan liggi fyrir.

11. gr.

     Við lögin bætist ný grein er verður 12. gr. þeirra og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Endurskoðun matsskýrslu.
     Ef framkvæmdir hefjast ekki innan tíu ára frá því að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir skal viðkomandi leyfisveitandi óska ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort endurskoða þurfi að hluta eða í heild matsskýrslu framkvæmdaraðila áður en leyfi til framkvæmda er veitt.
     Skipulagsstofnun getur ákveðið að endurskoða skuli matsskýrslu framkvæmdaraðila skv. 1. mgr. ef forsendur hafa breyst verulega frá því að álitið lá fyrir, svo sem vegna breytinga á náttúrufari eða landnotkun á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, breytinga á löggjöf um umhverfismál, breytinga á alþjóðlegum skuldbindingum eða vegna tækniþróunar varðandi framkvæmdina. Verði niðurstaðan sú að endurskoða skuli matsskýrslu að hluta eða í heild skal fara með málið skv. 8.–11. gr. eftir því sem við á.
     Ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun matsskýrslu skal auglýst í Lögbirtingablaði og dagblaði sem gefið er út á landsvísu innan tveggja vikna frá því að ákvörðun liggur fyrir. Í auglýsingu skal tilgreina kæruheimildir og kærufresti.

12. gr.

     12. og 13. gr. laganna verða 14. og 15. gr. þeirra og orðast svo ásamt fyrirsögn, en 14. og 15. gr. verða 16. og 17. gr. laganna:
     
     a. (14. gr.)
Málskot til ráðherra.
     Ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 6. gr. um hvort framkvæmd sem tilgreind er í 2. viðauka sé matsskyld og ákvörðun skv. 2. mgr. 5. gr. má kæra til umhverfisráðherra; sömuleiðis ákvörðun stofnunarinnar skv. 12. gr. um endurskoðun matsskýrslu. Kærufrestur er einn mánuður frá tilkynningu um ákvörðun stofnunarinnar.
     Þeir einir geta skotið máli til ráðherra sem eiga lögvarða hagsmuni tengda fyrrgreindum ákvörðunum Skipulagsstofnunar í þeim tilgangi að fá þær felldar úr gildi eða þeim breytt. Umhverfisverndar- og hagsmunasamtök sem varnarþing eiga á Íslandi njóta sama réttar, enda séu félagsmenn samtakanna 30 eða fleiri og það samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að.
     Enn fremur getur framkvæmdaraðili kært til ráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 8. gr. um synjun matsáætlunar eða breytingar á henni og ákvörðun stofnunarinnar skv. 1. mgr. 10. gr. um að frummatsskýrsla uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru í 9. gr. eða sé ekki í samræmi við matsáætlun skv. 8. gr.
     Úrskurður í kærumáli samkvæmt þessari grein skal kveðinn upp innan tveggja mánaða frá því að kærufrestur rann út.
     Úrskurður ráðherra er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.
     
     b. (15. gr.)
Málskot til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
     Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir.
     Um kæru samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir skipulags- og byggingarlögum.

13. gr.

     16. gr. laganna verður 13. gr. þeirra og orðast svo:
     Óheimilt er að gefa út leyfi til framkvæmdar skv. 5. eða 6. gr. fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun um að framkvæmd skv. 6. gr. sé ekki matsskyld.
     Við útgáfu leyfis til framkvæmdar skv. 1. mgr. skal leyfisveitandi kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar. Leyfisveitandi skal birta opinberlega ákvörðun sína um útgáfu leyfis og niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum innan tveggja vikna frá útgáfu leyfis. Í ákvörðun skal tilgreina kæruheimild og kærufrest þegar það á við.

14. gr.

     17. gr. laganna verður 18. gr. þeirra og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Eftirlit framkvæmda.
     Leyfisveitandi eða aðrir sem falið er með lögum eftirlit með framkvæmdum hafa eftirlit með því að matsskyldri framkvæmd sé hagað í samræmi við leyfi og fer um eftirlitið samkvæmt hlutaðeigandi lögum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna sem verður 20. gr. þeirra en 18. gr. verður 19. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „úrskurðum“ í f-lið komi: álitum.
 2. H-liður fellur brott.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Skipulagsstofnun gefur út leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum, m.a. um:
  1. undirbúning og málsmeðferð vegna ákvarðana um matsskyldu framkvæmda,
  2. undirbúning og málsmeðferð vegna matsáætlana,
  3. undirbúning og málsmeðferð vegna matsskýrslna,
  4. flokkun og viðmið umhverfisáhrifa,
  5. nauðsynleg leyfi vegna matsskyldra framkvæmda.

 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Reglugerð og leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum.


16. gr.

     Við lögin bætist ný grein er verður 21. gr. þeirra og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Undanþága frá frestum.
     Skipulagsstofnun er í samráði við framkvæmdaraðila heimilt í viðamiklum málum að víkja frá frestum þeim sem mælt er fyrir um í lögum þessum.

17. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
     Þegar matsskýrsla hefur verið send Skipulagsstofnun fyrir gildistöku laga þessara er heimilt að ljúka mati á umhverfisáhrifum samkvæmt þeirri málsmeðferð sem gildir samkvæmt eldri lögum.
     Í þeim tilvikum þegar matsferli framkvæmdar sem undir lög þessi fellur hefur verið lokið samkvæmt eldri lögum en ekki hafa verið veitt öll leyfi vegna hennar skal við leyfisveitingu fara samkvæmt þeim lögum.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. viðauka við lögin:
 1. Á eftir orðinu „Efnistaka“ í 1. málsl. 21. tölul. kemur: á landi eða úr hafsbotni.
 2. 2. málsl. 21. tölul. fellur brott.
 3. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Framkvæmdir á grunnvirkjum:
  1. Iðnaðarframkvæmdir sem taka til stærra svæðis en 50 ha.
  2. Bygging verslunarmiðstöðva stærri en 40.000 m2 og bygging bílastæðahúsa fyrir fleiri en 1.400 stæði.


19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka við lögin:
 1. A-liður 2. tölul. orðast svo: Efnistaka á landi eða úr hafsbotni þar sem áætluð efnistaka raskar 25.000 m2 svæði eða stærra eða er 50.000 m3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 25.000 m2.
 2. Í stað orðanna „100 kW“ í a-lið 3. tölul. kemur: 200 kW.
 3. Orðin „ofan jarðar“ í c-lið 3. tölul. falla brott.
 4. Orðin „ofan jarðar“ í e-lið 3. tölul. falla brott.
 5. Við a-, b-, c-, d-, e-, f-, g- og i-lið 7. tölul. bætist: á verndarsvæðum.
 6. Við 10. tölul. bætist nýr liður, a-liður, sem orðast svo: Bygging járnbrauta og samgöngumiðstöðva.
 7. A-liður 10. tölul., sem verður b-liður, orðast svo: Flugvellir með styttri en 2.100 m langa meginflugbraut.
 8. Í stað orðanna „á verndarsvæðum“ í g-lið 10. tölul., sem verður h-liður, kemur: 10 km eða lengri og grafnar niður.
 9. Á eftir orðunum „á strandlengjum“ í 1. málsl. h-liðar 10. tölul., sem verður i-liður, kemur: á verndarsvæðum og svæðum á náttúruminjaskrá.
 10. Orðin „á verndarsvæðum“ í i-lið 10. tölul., sem verður j-liður, falla brott.
 11. Orðin „á verndarsvæðum“ í j-lið 10. tölul., sem verður k-liður, falla brott.
 12. Á eftir orðunum „á verndarsvæðum“ í c-lið 11. tölul. kemur: og svæðum á náttúruminjaskrá.


II. KAFLI
Breytingar á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.

20. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Sveitarstjórnum er heimilt við umfangsmiklar framkvæmdir, sem eru matsskyldar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, að skipa í samráði við framkvæmdaraðila og leyfisveitendur sérstaka eftirlitsnefnd sem hefur eftirlit með því að skilyrðum sem framkvæmdinni hafa verið sett sé framfylgt. Framkvæmdaraðili ber allan kostnað af starfi nefndarinnar.

21. gr.

     8. gr. laganna orðast svo:
     Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kveður upp úrskurði í ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Jafnframt skal úrskurðarnefndin kveða upp úrskurði í ágreiningsmálum sem henni er falið að skera úr um á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum.
     Umhverfisráðherra skipar fimm menn í úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og jafnmarga til vara. Ekki skal þó skipa varamann formanns en nefndin skal tilnefna varaformann úr hópi nefndarmanna sem stýrir fundum nefndarinnar í forföllum formanns. Umhverfisráðherra skipar einn nefndarmanna án tilnefningar og skal hann vera forstöðumaður úrskurðarnefndar og jafnframt formaður nefndarinnar. Formaður skal uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Hæstiréttur tilnefnir fjóra nefndarmenn og skal einn þeirra hafa lokið háskólaprófi á sviði skipulagsmála, annar í lögfræði, þriðji á sviði umhverfismála og fjórði á sviði byggingarmála. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn nema formaður nefndarinnar sem jafnframt skal vera forstöðumaður úrskurðarnefndar og hafa starfið að aðalstarfi. Hann skal skipaður til fimm ára að undangenginni auglýsingu í samræmi við lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðalmenn.
     Forstöðumaður úrskurðarnefndar hefur yfirstjórn hennar með höndum og ber ábyrgð á henni. Hann fer með fyrirsvar nefndarinnar út á við. Forstöðumaður ræður annað starfsfólk úrskurðarnefndar. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um störf nefndarinnar, verkefni hennar, valdsvið og starfsskilyrði.
     Nefndinni er heimilt að kveðja sér til fulltingis sérfróða aðila við úrskurð einstakra mála. Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi. Nefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum eftir að henni berst mál í hendur. Við úrlausn einstaks máls skal nefndin að jafnaði skipuð formanni ásamt tveimur aðalmönnum eftir nánari ákvörðun formanns. Sé mál viðamikið skal nefndin fjalla um það fullskipuð. Formaður ákveður í hvaða málum nefndin skuli skipuð fimm fulltrúum.
     Kæru til nefndarinnar sæta stjórnvaldsákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélaga og samvinnunefndar miðhálendisins, þegar það á við, nema annað sé sérstaklega tiltekið í lögum. Ákvarðanir sem ráðherra ber að lögum þessum að staðfesta sæta ekki kæru til nefndarinnar. Þeir einir geta skotið máli til úrskurðarnefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun. Sé um að ræða ákvarðanir vegna framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum eiga umhverfisverndar- og hagsmunasamtök sem varnarþing eiga á Íslandi jafnframt sama rétt, enda séu félagsmenn samtakanna 30 eða fleiri og það samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að. Frestur til að skjóta máli til nefndarinnar er einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt, eða mátti vera kunnugt, um ákvörðun þá sem kæra á. Sé um að ræða ákvarðanir sem sæta opinberri birtingu telst kærufrestur frá birtingu ákvörðunar.
     Kærandi getur krafist úrskurðar um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða séu þær hafnar eða yfirvofandi. Komi fram krafa um slíkt skal úrskurðarnefnd svo fljótt sem verða má kveða upp úrskurð um það atriði. Úrskurði um stöðvun framkvæmda ber sveitarstjórn að framfylgja þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef með þarf.
     Um málsmeðferð fer að öðru leyti samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.
     Kostnaður vegna úrskurðarnefndar greiðist úr ríkissjóði.

22. gr.

     27. gr. laganna orðast svo:
     Afla skal framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku, og annarra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þó þarf ekki að afla slíks leyfis vegna framkvæmda sem háðar eru byggingarleyfi skv. IV. kafla.
     Öll efnistaka á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga er háð framkvæmdaleyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku skal gefið út til tiltekins tíma þar sem gerð er grein fyrir stærð efnistökusvæðis, vinnsludýpi, magni og gerð efnis sem heimilt er að nýta samkvæmt leyfinu, vinnslutíma og frágangi á efnistökusvæði.
     Sá sem óskar framkvæmdaleyfis skal senda skriflega umsókn til sveitarstjórnar ásamt nauðsynlegum gögnum sem nánar skal kveða á um í reglugerð.
     Við útgáfu framkvæmdaleyfis skal sveitarstjórn fjalla um og taka afstöðu til þess hvort framkvæmd er í samræmi við skipulagsáætlanir. Óheimilt er að gefa út leyfi fyrir framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.
     Við umfjöllun um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar skal sveitarstjórn kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin er sú sem lýst er í matsskýrslu. Þá skal sveitarstjórn taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
     Sveitarstjórn getur bundið framkvæmdaleyfi þeim skilyrðum er fram kunna að koma í áliti Skipulagsstofnunar að svo miklu leyti sem aðrir sem veita leyfi til framkvæmda samkvæmt sérlögum hafa ekki tekið afstöðu til þeirra. Jafnframt er sveitarstjórn heimilt að binda framkvæmd skilyrðum sem sett eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.
     Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda og niðurstaða álits Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum skulu birtar með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og dagblaði sem gefið er út á landsvísu innan tveggja vikna frá útgáfu leyfis. Í ákvörðun skal tilgreina kæruheimildir og kærufresti.
     Umsækjanda um framkvæmdaleyfi og hlutaðeigandi sveitarstjórn er heimilt að skjóta máli til úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál leiki vafi á því hvort framkvæmdir eru háðar ákvæðum um framkvæmdaleyfi.
     Framkvæmdaleyfi fellur úr gildi hefjist framkvæmdir ekki innan tveggja ára frá útgáfu þess.
     Ráðherra kveður nánar á um útgáfu framkvæmdaleyfa í reglugerð.
     Landgræðslu- og skógræktaráætlanir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

23. gr.

     4. mgr. 39. gr. laganna fellur brott.

24. gr.

     Við 43. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Sé um að ræða framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er óheimilt að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki matsskyld.

25. gr.

     Á eftir orðunum „sem nemur kostnaði við“ í 3. málsl. 53. gr. laganna kemur: undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, og.

III. KAFLI
Gildistaka o.fl.

26. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 2005.
     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál I. kafla þeirra inn í lög nr. 106 25. maí 2000, ásamt breytingum á viðaukum við þau, og gefa þau út með samfelldri greinatölu svo breytt.

27. gr.

     Í stað orðanna „úrskurður“ og „úrskurð“ í 6. og 7. málsl. 4. mgr. 62. gr. laga nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, kemur: álit.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum:
 1. Í stað orðsins „úrskurði“ í 33. gr. laganna kemur: álit.
 2. Orðin „og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við“ í 34. gr. laganna falla brott.


Samþykkt á Alþingi 11. maí 2005.