Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1517, 132. löggjafarþing 732. mál: álagning skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga (EES-reglur).
Lög nr. 79 14. júní 2006.

Lög um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga.


1. gr.

Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þar sem í 31., 66., 71. og 83. gr. er kveðið á um alþjóðleg viðskiptafélög skulu þau ákvæði ekki eiga við að því marki sem mismunur á skattgreiðslum alþjóðlegs viðskiptafélags, annars vegar eftir þeim sérákvæðum sem um slík félög gilda samkvæmt lögum nr. 29/1999, um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga, og hins vegar samkvæmt almennum skattalögum, fer yfir fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum á hverju þriggja ára tímabili að teknu tilliti til hvers konar annarrar ríkisaðstoðar. Fari mismunur á heildarskattgreiðslum yfir þau mörk gilda ákvæði almennra skattalaga um skattskyldu viðkomandi félags, frá því að farið er yfir mörkin.
     Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar starfsemi alþjóðlegs viðskiptafélags er alfarið utan gildissviðs EES-samningsins eins og það er skilgreint í bókun 3 við EES-samninginn.
     Skattstjóri skal hafa umsjón með því að ákvæði þessu sé framfylgt. Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

Breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum.
     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þar sem í b-lið 3. gr. er kveðið á um alþjóðleg viðskiptafélög skal það ákvæði ekki eiga við að því marki sem mismunur á skattgreiðslum alþjóðlegs viðskiptafélags, annars vegar eftir þeim sérákvæðum sem um slík félög gilda samkvæmt lögum nr. 29/1999, um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga, og hins vegar samkvæmt almennum skattalögum, fer yfir fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum á hverju þriggja ára tímabili að teknu tilliti til hvers konar annarrar ríkisaðstoðar. Fari mismunur á heildarskattgreiðslum yfir þau mörk gilda ákvæði almennra skattalaga um skattskyldu viðkomandi félags, frá því að farið er yfir mörkin.
     Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar starfsemi alþjóðlegs viðskiptafélags er alfarið utan gildissviðs EES-samningsins eins og það er skilgreint í bókun 3 við EES-samninginn.
     Skattstjóri skal hafa umsjón með því að ákvæði þessu sé framfylgt. Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.

3. gr.

Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.
     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þar sem í 3. gr. er kveðið á um alþjóðleg viðskiptafélög skal það ákvæði ekki eiga við að því marki sem mismunur á skattgreiðslum alþjóðlegs viðskiptafélags, annars vegar eftir þeim sérákvæðum sem um slík félög gilda samkvæmt lögum nr. 29/1999, um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga, og hins vegar samkvæmt almennum skattalögum, fer yfir fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum á hverju þriggja ára tímabili að teknu tilliti til hvers konar annarrar ríkisaðstoðar. Fari mismunur á heildarskattgreiðslum yfir þau mörk gilda ákvæði almennra skattalaga um skattskyldu viðkomandi félags, frá því að farið er yfir mörkin.
     Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar starfsemi alþjóðlegs viðskiptafélags er alfarið utan gildissviðs EES-samningsins eins og það er skilgreint í bókun 3 við EES-samninginn.
     Skattstjóri skal hafa umsjón með því að ákvæði þessu sé framfylgt. Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.

4. gr.

Gildistaka.
     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2006.