Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 658, 136. löggjafarþing 313. mál: eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara (afnám laganna).
Lög nr. 12 11. mars 2009.

Lög um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, með síðari breytingum, og breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

1. gr.

      Lög nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, sbr. lög nr. 169/2008 um breytingu á lögum nr. 141/2003, falla úr gildi.

2. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skulu ákvæði laga nr. 141/2003 halda gildi sínu gagnvart hæstaréttardómurum sem skipaðir hafa verið í Hæstarétt fyrir gildistöku laga þessara sem og núverandi forseta Íslands.

3. gr.

     Nú hefur maður öðlast eftirlaunarétt samkvæmt lögum nr. 141/2003 og heldur hann þá þegar áunnum réttindum.
     Nú gegnir sá sem fær greidd eftirlaun samkvæmt lögum nr. 141/2003, eða samkvæmt eldri lögum er giltu um eftirlaun alþingismanna og ráðherra fyrir 30. desember 2003, starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, og koma þá launagreiðslur fyrir það starf að fullu til frádráttar eftirlaunum.
     Þingfararkaup og biðlaunagreiðslur alþingismanna sem ljúka þingsetu og ráðherra sem láta af störfum í kjölfar kjördags 25. apríl 2009 mynda eftirlaunaréttindi samkvæmt lögum nr. 141/2003.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

4. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður sem hljóðar svo: Ákvæði 1. málsl. á jafnframt við um forseta Íslands, ráðherra og alþingismenn.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 25. apríl 2009.

Samþykkt á Alþingi 5. mars 2009.