Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 268, 137. löggjafarþing 150. mál: fjármálafyrirtæki (laun í slitafresti).
Lög nr. 74 13. júlí 2009.

Lög um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum, sbr. 1. gr. laga nr. 61/2009, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Með sömu skilyrðum er slitastjórn fjármálafyrirtækis heimilt að greiða skuldir vegna launa, þ.m.t. laun í uppsagnarfresti, frá gildistöku laga þessara fram til 31. desember 2009.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. júlí 2009.