Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1666, 140. löggjafarþing 856. mál: stjórn fiskveiða (veiðigjald).
Lög nr. 75 26. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     20. gr. laganna orðast svo:
     Allir þeir sem fá úthlutað aflaheimildum samkvæmt lögum þessum, eða landa afla fari stjórn veiða fram með öðrum hætti en með úthlutun aflamarks, skulu greiða veiðigjöld svo sem í lögum um veiðigjöld greinir.

2. gr.

     21., 22., 23. og 23. gr. a laganna falla brott.

3. gr.

     Í stað orðanna „1. september 2012“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum kemur: 1. september 2013.

4. gr.

     Í stað orðanna „og 2011/2012“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2011/2012 og 2012/2013.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
  1. Í stað orðanna „og 2011/2012“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2011/2012 og 2012/2013.
  2. Í stað orðanna „Fiskveiðiárið 2011/2012“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Á fiskveiðiárunum 2011/2012 og 2012/2013.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum:
  1. Í stað orðanna „Á fiskveiðiárinu 2011/2012“ í 2. og 3. mgr. kemur: Á fiskveiðiárunum 2011/2012 og 2012/2013.
  2. 4. mgr. fellur brott.


7. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða X í lögunum orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna skulu frádráttarliðir samkvæmt þeirri málsgrein eins og þeir voru fyrir gildistöku 3. gr. laga nr. 70/2011 koma til frádráttar að 1/ 5 hluta frá leyfðum heildarafla á fiskveiðiárinu 2012/2013. Skal frádráttarhlutfall skv. 3. mgr. 8. gr. laganna á því fiskveiðiári aðeins koma til frádráttar svo nemi 4/ 5 hlutum þess. Skal aflamagni samkvæmt þessari málsgrein ráðstafað skv. 5. og 6. mgr. 8. gr. laganna.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „á árinu 2012“ í 1. málsl. kemur: á árunum 2012 og 2013.
  2. Á eftir orðunum „á árinu 2012“ í 2. málsl. kemur: og 2013.


9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.