Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 873, 141. löggjafarþing 101. mál: skattar og gjöld (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 145 28. desember 2012.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (breytingar er varða framkvæmd o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 7. mgr. B-liðar 68. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal ákvarða því vaxtabætur hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja.

2. gr.

     Á eftir 1. málsl. a-liðar 5. tölul. 70. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða leigutekjur manns af íbúðarhúsnæði er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. 3. mgr. 30. gr.

3. gr.

     Á eftir „2.“ tvisvar sinnum í ákvæði til bráðabirgða L í lögunum kemur: og 3.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna bætist: svo og sérhvern annan aðila sem hefur atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

5. gr.

     Á undan orðinu „skilagrein“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: sundurliðuð.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðanna „1. ágúst ár hvert og eindagi mánuði síðar“ í 6. mgr. 12. gr. laganna kemur: annars vegar 1. ágúst ár hvert hjá mönnum og eindagi mánuði síðar og hins vegar 1. nóvember ár hvert hjá lögaðilum og eindagi mánuði síðar.

7. gr.

     Í stað orðanna „1. ágúst“ í 16. gr. laganna kemur: 1. ágúst hjá mönnum og 1. nóvember hjá lögaðilum.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.

8. gr.

     2. málsl. 9. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

9. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
     Tóbak telst samkvæmt lögum þessum vera sérhver vara sem inniheldur tóbak (nicotiana) og flokkast í 24. kafla í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013. Þó skulu 4. og 5. gr. öðlast gildi 1. apríl 2013.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2012.