Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1308, 141. löggjafarþing 609. mál: sameining rannsóknarnefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 32 27. mars 2013.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar rannsóknarnefndar flugslysa, rannsóknarnefndar sjóslysa og rannsóknarnefndar umferðarslysa í rannsóknarnefnd samgönguslysa.


I. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „rannsóknarnefnd sjóslysa“ í 1., 2. og 4. mgr. 220. gr., 3. mgr. 221. gr. og 5. og 8. mgr. 226. gr. laganna kemur: rannsóknarnefnd samgönguslysa.

II. KAFLI
Breyting á lögum um köfun, nr. 31/1996, með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað orðanna „rannsóknarnefnd sjóslysa“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: rannsóknarnefnd samgönguslysa.

III. KAFLI
Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað orðanna „rannsóknarnefndar flugslysa, sbr. lög um rannsókn flugslysa, nr. 35/2004“ í 1. mgr. 47. gr. laganna kemur: rannsóknarnefndar samgönguslysa, sbr. lög um rannsókn samgönguslysa.

4. gr.

     Í stað orðanna „Rannsóknarnefnd flugslysa“ í 2. mgr. 132. gr. laganna kemur: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, nr. 43/2003, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðanna „rannsóknarnefnd flugslysa“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: rannsóknarnefnd samgönguslysa.

V. KAFLI
Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðanna „lögum um rannsóknarnefnd umferðarslysa“ í 3. mgr. 31. gr. laganna kemur: lögum um rannsókn samgönguslysa.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2013.

Samþykkt á Alþingi 21. mars 2013.