Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1258, 143. löggjafarþing 215. mál: meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur).
Lög nr. 63 27. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki).


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Markmið laga þessara er að tryggja að úrgangsstjórnun og meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að:
  1. ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og umhverfið verði ekki fyrir skaða,
  2. ekki skapist óþægindi vegna hávaða eða ólyktar,
  3. ekki komi fram skaðleg áhrif á landslag eða staði sem hafa sérstakt gildi,
  4. úrgangsstjórnun sé markviss og hagkvæm og úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun,
  5. stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs,
  6. nýting hráefna úr úrgangi sem fellur til sé aukin, og
  7. handhafar úrgangs greiði kostnað við meðhöndlun úrgangs.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „3. mgr. 5. gr.“ kemur: 3. mgr. 14. gr.
  2. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Lög þessi taka ekki til:
    1. loftkenndra efna sem losuð eru út í andrúmsloftið,
    2. lands (óhreyfðs), þ.m.t. mengaðs jarðvegs sem er óuppgrafinn og bygginga sem eru varanlegar á landinu,
    3. ómengaðs jarðvegs og annars efniviðar úr náttúrulegu umhverfi, sem grafinn er upp við byggingarstarfsemi, sé öruggt að efniviðurinn verði notaður í byggingarstarfsemi eins og hann kemur fyrir og á staðnum þar sem hann var grafinn upp,
    4. geislavirks úrgangs,
    5. sprengiefnis sem tekið hefur verið úr notkun,
    6. saurefnis, sem ekki fellur undir b-lið 3. mgr., hálms og annars náttúrulegs, hættulauss efniviðar, sem tengist landbúnaði eða skógrækt og notaður er í búskap, við skógrækt eða slíks lífmassa sem er notaður til orkuframleiðslu með vinnslu eða aðferðum sem skaða ekki umhverfið eða stofna heilbrigði manna í hættu.

         Lögin taka enn fremur ekki til eftirfarandi atriða að því marki sem þau falla undir aðra löggjöf hér á landi:
    1. skólps,
    2. aukaafurða úr dýrum að undanteknum þeim sem eiga að fara í brennslu, til urðunar eða til notkunar í lífgas- eða myltingarstöð,
    3. hræja af dýrum sem hafa drepist á annan hátt en við slátrun, þ.m.t. dýr sem hafa verið drepin til að útrýma dýrafarsóttum, og sem er fargað í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.



3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „hitinn“ í skilgreiningunni Brennslustöð kemur: varminn.
  2. Skilgreiningin Endurnotkun orðast svo: hvers kyns aðgerð þar sem vörur eða íhlutir, sem ekki eru úrgangur, eru notuð í sama tilgangi og þau voru ætluð til í upphafi.
  3. Skilgreiningin Endurnýting orðast svo: aðgerð þar sem aðalútkoman er sú að úrgangur verður til gagns þar eð hann kemur í stað annars efniviðar sem hefði annars verið notaður í tilteknum tilgangi, eða hann er útbúinn til þeirrar notkunar, í stöðinni eða úti í hagkerfinu.
  4. Skilgreiningin Flokkunarmiðstöð fellur brott.
  5. Orðið „endurnotkunar“ í skilgreiningunni Flutningur fellur brott.
  6. Í stað skilgreiningarinnar Framleiðandi og innflytjandi kemur ný skilgreining, svohljóðandi:
  7.       Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja: aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
    1. framleiðir og selur raf- og rafeindatæki undir eigin vörumerki,
    2. endurselur raf- og rafeindatæki, undir eigin vörumerki, sem aðrir birgjar framleiða; endursöluaðilinn telst þó ekki vera framleiðandi ef vörumerki framleiðandans er á tækjabúnaðinum eins og kveðið er á um í i. lið, eða
    3. flytur raf- og rafeindatæki inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.

  8. Skilgreiningin Framleiðandi úrgangs orðast svo: hver sá er stundar starfsemi þar sem úrgangur fellur til, þ.e. upphaflegur framleiðandi úrgangs, eða hver sá sem stundar forvinnslu, blöndun eða aðra starfsemi sem veldur breytingum á eðli eða samsetningu þessa úrgangs.
  9. Í stað skilgreiningarinnar Förgun úrgangs kemur ný skilgreining, svohljóðandi:
  10.       Förgun: hvers kyns aðgerð sem er ekki endurnýting, jafnvel þótt aðgerðin hafi að auki í för með sér endurheimt efna eða orku.
  11. Skilgreiningin Grunnvatn orðast svo: vatn, kalt eða heitt, sem er neðan jarðar í samfelldu lagi, kyrrstætt eða rennandi, og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi.
  12. Orðin „flokkunarmiðstöðvar og“ í skilgreiningunni Móttökustöð fellur brott.
  13. Skilgreiningin Raf- og rafeindatækjaúrgangur frá heimilum fellur brott.
  14. Skilgreiningin Skilakerfi fellur brott.
  15. Í stað orðanna „sbr. 29. gr.“ í skilgreiningunni Spilliefni kemur: sbr. 43. gr.
  16. Skilgreiningin Úrgangur orðast svo: hvers kyns efni eða hlutir sem handhafi úrgangs ákveður að losa sig við, ætlar að losa sig við eða er gert að losa sig við.
  17. Við bætast átta nýjar skilgreiningar á viðeigandi stað í stafrófsröð, svohljóðandi:
    1. Endurvinnsla: hvers kyns endurnýtingaraðgerð sem felst í því að endurvinna úrgangsefni í vörur, efnivið eða efni, hvort sem er til notkunar í upphaflegum tilgangi eða í öðrum tilgangi. Undir þetta fellur uppvinnsla á lífrænum efniviði, en ekki orkuvinnsla og uppvinnsla sem skilar efni sem á að nota sem eldsneyti eða til fyllingar.
    2. Handhafi úrgangs: framleiðandi úrgangs eða einstaklingurinn eða lögaðilinn sem hefur hann í vörslu sinni.
    3. Lífrænn úrgangur: lífbrjótanlegur garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, veitingastöðum, veisluþjónustufyrirtækjum og smásölum og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla.
    4. Sérstök söfnun: söfnun þar sem straumi úrgangs er haldið aðskildum, á einhverjum tímapunkti í söfnuninni eða flokkun úrgangsins, eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun.
    5. Sigvatn: vökvi sem seytlar í gegnum urðunarstað og er veitt frá eða geymist í honum.
    6. Söfnun: það að safna úrgangi saman, þ.m.t. forflokkun og bráðabirgðageymsla úrgangs fyrir flutning á móttökustöð.
    7. Undirbúningur fyrir endurnotkun: hvers kyns aðgerðir, sem felast í skoðun, hreinsun eða viðgerð, þar sem vörur eða íhlutir þeirra, sem eru orðin að úrgangi, eru útbúin þannig að þau megi endurnota án annarrar forvinnslu.
    8. Úrgangsforvarnir: ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og draga úr:
      1. magni úrgangs, þ.m.t. með endurnotkun vara eða framlengingu á notkunartíma vara,
      2. neikvæðum áhrifum á umhverfið og heilbrigði manna vegna úrgangs sem hefur myndast, eða
      3. innihaldi skaðlegra efna.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Heilbrigðisnefndir annast eftirlit með meðhöndlun á úrgangi, sbr. 9. gr., og eftirlit með atvinnurekstri sem heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun annast eftirlit með atvinnurekstri sem stofnunin gefur út starfsleyfi fyrir, sbr. 2. mgr. 14. gr. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd laga þessara að öðru leyti.
  3. 3.–5. mgr. falla brott.


5. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna koma níu nýjar greinar sem orðast svo ásamt fyrirsögnum og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (5. gr.)
Stefna um meðhöndlun úrgangs.
     Ráðherra gefur út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Í stefnunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefnu til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun.
     Ráðherra gefur út almenna stefnu um úrgangsforvarnir til tólf ára í senn sem gildir fyrir landið allt. Heimilt er að hafa stefnuna sem aðgreindan hluta af stefnu um meðhöndlun úrgangs, sbr. 1. mgr. Stefnan skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs. Í stefnunni skulu m.a. koma fram markmið um úrgangsforvarnir, lýsing á þeim ráðstöfunum sem þegar eru fyrir hendi til að minnka úrgang og mat á gagnsemi tiltekinna ráðstafana.
     Umhverfisstofnun vinnur tillögu að stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir og leggur fyrir ráðherra. Umhverfisstofnun skal við gerð tillögunnar hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi haghafa og fleiri aðila eftir því sem við á. Ráðherra skal auglýsa drög að stefnu í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við þau. Ráðherra gefur stefnu út að loknu umsagnarferli og skal hún vera aðgengileg almenningi. Ráðherra skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða stefnuna. Í þeim tilvikum þegar stefna þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Ráðherra er þó heimilt að uppfæra stefnu án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 43. gr.
     
     b. (6. gr.)
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
     Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr. Áætlunin skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í áætluninni skal jafnframt fjalla um úrgangsforvarnir. Við gerð áætlunarinnar skal sveitarstjórn auglýsa hana í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Kynna skal áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Sveitarstjórn skal að því loknu staðfesta áætlunina og skal hún vera aðgengileg almenningi. Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Í þeim tilvikum þegar áætlunin þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Sveitarstjórn er þó heimilt að uppfæra áætlunina án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. 43. gr.
     
     c. (7. gr.)
Forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs.
     Við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skal eftirfarandi forgangsröðun lögð til grundvallar:
  1. úrgangsforvarnir,
  2. undirbúningur fyrir endurnotkun,
  3. endurvinnsla,
  4. önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla, og
  5. förgun.

     Við forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs skal leitast við að velja þá kosti sem skila bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið. Heimilt er að tilteknir straumar úrgangs víki frá forgangsröðuninni þegar slíkt er réttlætanlegt út frá sjónarmiðum um áhrif alls vistferilsins á myndun og stjórnun slíks úrgangs.
     Við nánari útfærslu í stefnu, svæðisáætlunum og ákvörðunum um fyrirkomulag við meðhöndlun úrgangs skal hafa að leiðarljósi sjónarmið um að gætt sé varúðar til að umhverfið verði ekki fyrir skaða að teknu tilliti til tæknilegs framkvæmanleika og hagkvæmni.
     
     d. (8. gr.)
Fyrirkomulag við söfnun og meðhöndlun úrgangs.
     Sveitarstjórn skal ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu, eftir atvikum í samstarfi við aðrar sveitarstjórnir.
     Sveitarstjórn setur sérstaka samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu þar sem tilgreind eru atriði um meðhöndlun úrgangs umfram það sem greinir í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Heimilt er að samþykkt taki til tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Í slíkri samþykkt er heimilt að kveða á um fyrirkomulag sorphirðu, skyldu einstaklinga og lögaðila til að flokka úrgang, stærð, gerð, staðsetningu og merkingu sorpíláta og sambærileg atriði. Um gerð og staðfestingu samþykktarinnar fer skv. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
     
     e. (9. gr.)
Söfnun og meðhöndlun úrgangs.
     Allur úrgangur skal færður til viðeigandi meðhöndlunar, annaðhvort beint til endurnýtingar eða í söfnunar- eða móttökustöð, og þaðan til endurnýtingar eða förgunar, eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð eða samþykktum sveitarfélaga. Að því marki sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum eða reglugerðum á grundvelli þeirra skal beita bestu fáanlegu tækni við meðhöndlun úrgangs, þar sem slíkt hefur verið skilgreint, til að draga úr álagi á umhverfið. Kveða skal á um slíkar kröfur í starfsleyfi fyrir viðkomandi rekstur.
     Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er.
     Óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma. Opin brennsla úrgangs er óheimil. Þetta á þó ekki við um skipulagðar brennur, svo sem áramótabrennur, sem hefur verið veitt starfsleyfi fyrir samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að losa lífrænan úrgang í heimajarðgerð. Við flutning og geymslu úrgangs skal handhafi úrgangs gæta þess að ekki hljótist af mengun eða annar skaði fyrir umhverfi.
     
     f. (10. gr.)
Endurnotkun og endurvinnsla.
     Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum.
     Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurvinnslu og skal í því skyni koma upp sérstakri söfnun á úrgangi þar sem það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt og viðeigandi til að uppfylla nauðsynlega gæðastaðla í viðkomandi endurvinnslugeira.
     Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír, málmum, plasti og gleri, sbr. þó 2. mgr. 11. gr. Sveitarfélög skulu útfæra fyrirkomulag sérstakrar söfnunar í samþykkt um meðhöndlun úrgangs, sbr. 8. gr., og ákvarða hvar úrgangi er safnað þannig að það sé aðgengilegt fyrir íbúa.
     
     g. (11. gr.)
Endurnýting.
     Úrgangur skal endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er.
     Safna skal úrgangi sérstaklega ef það er nauðsynlegt til að fara að 1. mgr. og til að auðvelda eða bæta endurnýtingu og ef það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt. Við sérstaka söfnun, flokkun og aðra meðhöndlun úrgangs skal reynt að forðast að blanda honum saman við annan úrgang eða efnivið sem hefur aðra eiginleika ef það leiðir til þess að úrgangurinn verði ekki endurnýttur.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um endurnýtingu úrgangs og aðgerðir við endurnýtingu hans, sbr. 43. gr.
     
     h. (12. gr.)
Förgun.
     Úrgangi, sem ekki er endurnýttur skv. 11. gr., skal fargað með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., sem og í samræmi við önnur ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um förgun úrgangs og aðgerðir við förgun hans, sbr. 43. gr.
     
     i. (13. gr.)
Töluleg markmið og viðmiðanir.
     Við meðhöndlun úrgangs skal ná tilteknum tölulegum markmiðum eða viðmiðunum um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um töluleg markmið og viðmiðanir um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 43. gr. Við setningu tölulegra markmiða og viðmiða skal m.a. höfð hliðsjón af kröfum í löggjöf Evrópusambandsins, stefnu um meðhöndlun úrgangs og svæðisáætlunum sveitarfélaga.

6. gr.

     Í stað orðanna „skv. 9. gr.“ í j-lið 8. gr. laganna, sem verður 17. gr., kemur: skv. 19. gr.

7. gr.

     Á eftir 8. gr. laganna, sem verður 17. gr., kemur ný grein, 18. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
Lágmarkskröfur.
     Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 43. gr.

8. gr.

     9. gr. laganna, sem verður 19. gr., orðast svo:
     Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar skýrslu um þann úrgang sem meðhöndlaður var á undangengnu almanaksári. Skal skýrslan innihalda upplýsingar um tegundir úrgangsins og magn, uppruna og ráðstöfun hverrar tegundar. Skýrslan skal vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til. Framleiðendur úrgangs sem farga eigin úrgangi á framleiðslustað eða flytja utan eigin úrgang til meðhöndlunar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila til Umhverfisstofnunar sambærilegri skýrslu með upplýsingum um tegundir úrgangsins og magn og ráðstöfun hverrar tegundar. Afrit skýrslunnar skal senda heilbrigðisnefnd á starfssvæði rekstraraðila. Skýrslurnar skulu gerðar aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
     Rekstraraðilar skulu fyrir 1. maí ár hvert skila skýrslu fyrir undangengið almanaksár til útgefanda starfsleyfis skv. 2. mgr. 14. gr. um eftirlit með umhverfi og rekstrarþáttum sem geta valdið mengun eða losun út í umhverfið, eftir því sem nánar greinir í starfsleyfi og 61. gr. að því er varðar urðunarstaði.
     Varðandi framangreinda upplýsingagjöf er heimilt að vísa til skýrslu um grænt bókhald samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir eða til ársskýrslu ef þar er að finna sömu upplýsingar.
     Umhverfisstofnun getur óskað eftir upplýsingum um magn, tegund og uppruna úrgangs frá rekstraraðila. Gögn sem vísað er til í ársskýrslu eða skýrslu um grænt bókhald skulu vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til.

9. gr.

     10. gr. laganna, sem verður 20. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:
Aukaafurðir.
     Efni eða hlutur, sem verður til í framleiðsluferli þar sem frumtilgangurinn er ekki framleiðsla þess efnis eða hlutar, telst vera aukaafurð en ekki úrgangur að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
  1. öruggt er að efnið eða hluturinn verða notuð áfram,
  2. nota má efnið eða hlutinn beint án frekari vinnslu, í stað þeirrar sem er viðtekin venja í iðnaði,
  3. efnið eða hluturinn eru framleidd sem óaðskiljanlegur hluti í framleiðsluferli, og
  4. frekari notkun er lögmæt, þ.e. efnið eða hluturinn uppfyllir allar sértækar vöru-, umhverfis- og heilsuverndarkröfur vegna viðkomandi notkunar og mun ekki hafa í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.

     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um aukaafurðir, sbr. 43. gr.

10. gr.

     Á eftir 10. gr. laganna, sem verður 20. gr., koma tvær nýjar greinar, 21. og 22. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögnum og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     
     a. (21. gr.)
Lok úrgangsfasa.
     Sérstakur úrgangur af tilteknu tagi hættir að vera úrgangur þegar hann hefur farið í gegnum endurnýtingaraðgerð, m.a. endurvinnslu, og uppfyllir þær sértæku viðmiðanir sem ráðherra setur í reglugerð um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr., í samræmi við eftirfarandi skilyrði:
  1. efnið eða hluturinn eru yfirleitt notuð í sérstökum tilgangi,
  2. markaður eða eftirspurn er eftir slíku efni eða hlut,
  3. efnið eða hluturinn uppfyllir tæknilegu kröfurnar fyrir þennan sérstaka tilgang og samræmist þeirri löggjöf og þeim stöðlum sem gilda um vörur, og
  4. notkun á efninu eða hlutnum hefur ekki neikvæð áhrif fyrir umhverfið eða heilbrigði manna þegar til heildarinnar er litið.

     Viðmiðanir skv. 1. mgr. skulu m.a. felast í viðmiðunarmörkum fyrir mengunarvalda, ef nauðsyn krefur, og í þeim skal taka tillit til allra hugsanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa vegna efnisins eða hlutarins.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um sérstakar viðmiðanir um lok úrgangsfasa, sbr. 43. gr.
     
     b. (22. gr.)
Skrá yfir úrgang.
     Ráðherra skal setja í reglugerð skrá yfir úrgang, sbr. 43. gr. Skráin skal m.a. taka til spilliefna og taka tillit til uppruna og samsetningar úrgangsins og, ef nauðsyn krefur, viðmiðunarmarka fyrir styrk hættulegra efna. Skráin skal tilgreina með skýrum hætti hvort úrgangur sé spilliefni eður ei og er sú tilgreining bindandi.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna, sem verður 23. gr.:
  1. Í stað orðanna „sbr. 31. gr.“ og „sbr. 3. mgr. 5. gr.“ í 1. mgr. kemur: sbr. 45. gr.; og: sbr. 3. mgr. 14. gr.
  2. Í stað 1. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Sveitarfélög skulu innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs. Jafnframt er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir tengda starfsemi sem samræmist markmiðum laga þessara, svo sem þróun nýrrar tækni við meðhöndlun úrgangs, rannsóknir, fræðslu og kynningarmál.


12. gr.

     Á eftir 11. gr. laganna, sem verður 23. gr., kemur ný grein, 24. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
Fræðsla til almennings.
     Umhverfisstofnun skal sjá um gerð almenns fræðsluefnis og upplýsa og fræða almenning um meðhöndlun úrgangs í samvinnu við sveitarfélög, Úrvinnslusjóð, þá sem bera framleiðendaábyrgð, rekstraraðila og aðra eftir því sem við á.
     Sveitarstjórnir skulu annast gerð upplýsingaefnis um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu og fræða almenning, rekstraraðila og handhafa úrgangs um úrgangsmál í samvinnu við hlutaðeigandi heilbrigðisnefndir.

13. gr.

     Í stað orðanna „sbr. 14. gr.“ og „sbr. 15. gr.“ í 16. gr. laganna, sem verður 29. gr., kemur: sbr. 27. gr.; og: sbr. 28. gr.

14. gr.

     Í stað orðanna „5. mgr. 4. gr.“ í 1. mgr. 20. gr. laganna, sem verður 33. gr., kemur: 8. gr.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna, sem verður 34. gr.:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Rafhlöður og rafgeymar sem falla undir þessi lög, tollskrárnúmer þeirra og flokkun eru tilgreind í viðaukum X og XI við lög um úrvinnslugjald.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva og verslana, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 35. gr. sem og fjármagna rekstur skráningarkerfis samkvæmt ákvæðum 36. gr.
  4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  5.      Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni rafhlöður og rafgeyma sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.
         Úrvinnslusjóður skal:
    1. safna upplýsingum um magn rafhlaðna og rafgeyma sem sett eru á markað, um magn rafhlaðna og rafgeyma sem safnað er og ráðstöfun þeirra og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
    2. ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun rafhlaðna og rafgeyma.



16. gr.

     23. gr. laganna, sem verður 36. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:
Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
     Framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma.
     Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma hér á landi.
     Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar að setja reglugerð um skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma. Í reglugerðinni skal fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á rafhlöðum og rafgeymum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert.
     Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna rafhlaðna og rafgeyma. Upphæð gjalda skal nema kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla. Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna og rafgeyma, standa skil á gjöldum sem þeir bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar til stofnunarinnar.

17. gr.

     Á eftir 23. gr. laganna, sem verður 36. gr., kemur ný grein, 37. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
Eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma.
     Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma. Eftirlit Umhverfisstofnunar felst m.a. í að seljendur rafhlaðna og rafgeyma taki við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað og að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
     Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum, sbr. 34. gr., og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma vegna framleiðslu og innflutnings á rafhlöðum og rafgeymum sem falla undir lögin. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun upplýsingar samkvæmt þessari grein.
     Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn rafhlaðna og rafgeyma er Umhverfisstofnun heimilt að óska eftir gögnum um sölu rafhlaðna og rafgeyma úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað.
     Umhverfisstofnun er bundin þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem hún fær vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls.

18. gr.

     Í stað orðanna „6. gr.“, „sbr. 26. gr.“ og „sbr. 28. gr.“ í 25. gr. laganna, sem verður 39. gr., kemur: 15. gr.; sbr. 40. gr.; og: sbr. 42. gr.

19. gr.

     Í stað orðanna „8., 26. og 27. gr.“ í 1. mgr. 28. gr. laganna, sem verður 42. gr., kemur: 17., 40. og 41. gr.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna, sem verður 43. gr.:
  1. Á eftir orðunum „Samband íslenskra sveitarfélaga“ í 1. málsl. kemur: og hlutaðeigandi haghafa.
  2. Í stað orðsins „lista“ í a-lið kemur: skrá.
  3. E-liður orðast svo: töluleg markmið um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun úrgangs, reikniaðferðir og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist, sbr. 13. gr.
  4. Á eftir e-lið koma sjö nýir stafliðir, svohljóðandi:
    1. skrá yfir endurnýtingaraðgerðir, sbr. 11. gr., og skrá yfir förgunaraðgerðir, sbr. 12. gr.,
    2. viðmiðanir fyrir úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun, sbr. 13 gr.,
    3. aukaafurðir og viðmiðanir sem tiltekin efni eða hlutir þurfa að uppfylla til að teljast vera aukaafurðir, sbr. 20. gr.,
    4. lok úrgangsfasa, sbr. 21. gr.,
    5. lágmarkstæknikröfur fyrir meðhöndlun úrgangs sem starfsleyfisskyldum fyrirtækjum samkvæmt lögum þessum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er gert að uppfylla, sbr. 18. gr.,
    6. spilliefni, umbúðir og merkingar spilliefna, blöndun spilliefna, auðkennisskírteini og gögn sem þar koma fram og skráningu spilliefna, sbr. 54.–56. gr.,
    7. lífrænan úrgang, svo sem meðhöndlun úrgangsins og takmörkun eða bann við urðun hans, sbr. 57. gr.
  5. G-liður, sem verður n-liður, orðast svo: nánari atriði um innihald stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr., sem og svæðisáætlana sveitarstjórna, sbr. 6. gr.
  6. Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í h-lið kemur: skv. 59. gr.
  7. Í stað orðanna „sbr. 33. gr.“ í j-lið kemur: skv. 60. og 61. gr.
  8. Í stað orðanna „skv. 17. gr.“ í m-lið kemur: skv. 30. gr.


21. gr.

     30. gr. laganna, sem verður 44. gr., orðast svo:
     Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði 8. gr., skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst.
     Sveitarfélög skulu veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindatækjaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að raf- og rafeindatækjaúrgangur megi ekki fara með öðrum úrgangi.

22. gr.

     31. gr. laganna, sem verður 45. gr., orðast svo:
     Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 46. gr. sem og rekstur skráningarkerfis skv. 50. gr. Seljandi raf- og rafeindatækja sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
     Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald, sbr. lög um úrvinnslugjald.

23. gr.

     Orðin „frá heimilum“ í 32. gr. laganna, sem verður 46. gr., falla brott.

24. gr.

     34. gr. laganna, sem verður 48. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:
Hlutverk framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja.
     Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja skulu:
  1. kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs á söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
  2. tryggja söfnun og móttöku raf- og rafeindatækjaúrgangs alls staðar á landinu, svo sem frá söfnunarstöðvum sveitarfélaga,
  3. tryggja að raf- og rafeindatækjaúrgangur sé meðhöndlaður af atvinnurekstri sem hefur gilt starfsleyfi og
  4. upplýsa Umhverfisstofnun fyrir 1. apríl ár hvert um heildarmagn raf- og rafeindatækja í kílóum sem þeir hafa sett á markað eða tekið til eigin nota fyrir undangengið ár óski stofnunin eftir því.


25. gr.

     35. gr. laganna, sem verður 49. gr., orðast svo ásamt fyrirsögn:
Hlutverk Úrvinnslusjóðs.
     Úrvinnslusjóður skal:
  1. safna upplýsingum um magn raf- og rafeindatækja sem sett eru á markað, um magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað er og ráðstöfun hans og skila þeim til Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert fyrir undangengið ár og
  2. ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna sem verður 50. gr.:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds samkvæmt lögum um úrvinnslugjald við skráningu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
  2. 3. málsl. 3. mgr. fellur brott.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna sem verður 51. gr.:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja. Eftirlit Umhverfisstofnunar felst m.a. í að framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.
  3. Orðin „sem og stýrinefnd“ hvarvetna í 2.–4. mgr. falla brott.
  4. Í stað orðanna „sbr. 31. gr.“ í 2. mgr. kemur: sbr. 45. gr.


28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna sem verður 52. gr.:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja, standa skil á gjöldum til Umhverfisstofnunar sem framleiðendur og innflytjendur bera vegna reksturs skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar.
  2. 2. mgr. fellur brott.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna sem verður 53. gr.:
  1. Í stað orðanna „stýrinefnd, skilakerfum og“ í 1. málsl. kemur: Samtökum atvinnulífsins og.
  2. A-liður fellur brott.
  3. Í stað orðanna „sbr. ákvæði 32., 33. og 34. gr.“ í e-lið kemur: sbr. ákvæði 46., 47. og 49. gr.
  4. H-liður orðast svo: þau tölulegu markmið sem Úrvinnslusjóði, og/eða framleiðanda og innflytjanda, ber að ná árlega um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að þau markmið náist.
  5. I–m-liðir falla brott.


30. gr.

     Á eftir VII. kafla laganna koma tveir nýir kaflar, VIII. kafli, Spilliefni, með þremur nýjum greinum, 54.–56. gr., og IX. kafli, Lífrænn úrgangur, með einni nýrri grein, 57. gr., og breytist töluröð annarra greina og kafla samkvæmt því. Hinar nýju greinar orðast svo:
     
     a. (54. gr.)
Spilliefni.
     Framleiðsla, söfnun og flutningur spilliefna, sem og geymsla þeirra og önnur meðhöndlun, skal vera í samræmi við markmið laganna skv. 1. gr.
     Spilliefnum og umbúðum þeirra má hvorki blanda saman við önnur spilliefni né annan úrgang, efni eða efnivið. Þynning spilliefna telst vera blöndun.
     Þrátt fyrir 2. mgr. er fyrirtæki, sem hefur starfsleyfi skv. 14. gr., heimilt að annast blöndun spilliefna að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
  1. að höfð sé hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og neikvæðar afleiðingar af meðhöndlun spilliefna aukist ekki og
  2. að bestu fáanlegu tækni sé beitt við blöndunina.

     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um meðhöndlun spilliefna, sbr. 43. gr.
     
     b. (55. gr.)
Merking spilliefna.
     Við söfnun, flutning og tímabundna geymslu spilliefna skal setja þau í viðeigandi umbúðir og þau merkt á viðeigandi hátt.
     Við flutning spilliefna á milli staða skal fylgja þeim auðkennisskírteini þar sem fram koma m.a. helstu upplýsingar um spilliefnin.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um merkingu spilliefna og auðkennisskírteini, sbr. 43. gr.
     
     c. (56. gr.)
Skráning spilliefna.
     Handhafi spilliefna skal halda skrár um magn og gerð spilliefna og tilgreina ráðstöfun þeirra.
     Allar færslur skulu varðveittar í a.m.k. þrjú ár og skulu eftirlitsaðilar hafa aðgang að þeim.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skráningu spilliefna, sbr. 43. gr.
     
     d. (57. gr.)
Lífrænn úrgangur.
     Lífrænn úrgangur skal meðhöndlaður með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., og í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., að eins miklu leyti og unnt er, einkum með því að:
  1. nota hann í moltugerð og/eða gasvinnslu,
  2. vinna úr honum áburð, eða
  3. nota efni sem eru framleidd úr honum.

     Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að markmiðum sem sett eru um lífrænan úrgang skv. 13. gr. sé náð á þeirra svæði.
     Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um nýtingu og aðra meðhöndlun lífræns úrgangs, sbr. 43. gr.

31. gr.

     Í stað orðanna „6. gr.“ í 40. gr. laganna, sem verður 58. gr., kemur: 15. gr.

32. gr.

     Í stað orðanna „8. gr.“ í 1. mgr. og „skv. 33. gr.“ í 2. mgr. 41. gr. laganna, sem verður 59. gr., kemur: 17. gr.; og: skv. 61. gr.

33. gr.

     Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í 4. mgr. 43. gr. laganna, sem verður 61. gr., kemur: skv. 59. gr.

34. gr.

     Í stað orðanna „6. gr.“ í 44. gr. laganna, sem verður 62. gr., kemur: 15. gr.

35. gr.

     Á undan 51. gr. laganna, sem verður 70. gr., kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Innleiðing.
     Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
  1. Tilskipun 2008/98/EB um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana sem vísað er til í lið 32ff í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011.
  2. Tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs sem vísað er til í lið 32d í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2001.
  3. Tilskipun 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki sem vísað er til í lið 32e í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2003.
  4. Tilskipun 2000/76/EB um brennslu úrgangs sem vísað er til í lið 20 í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2003.
  5. Tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang sem vísað er til í lið 32fa í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004.
  6. Tilskipun 2003/108/EB um breytingu á tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang sem vísað er til í lið 32fa í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2004.
  7. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs sem vísað er til í lið 32c í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 73/2008.
  8. Tilskipun 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB sem vísað er til í lið 1i í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009.
  9. Tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma og um niðurfellingu tilskipunar 91/157/EBE sem vísað er til í lið 12x í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007.


36. gr.

     Fyrirsögn XI. kafla laganna verður: Innleiðing og gildistaka.

37. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skulu 3. mgr. f-liðar 5. gr., 21.–29. gr. og 38. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015.

38. gr.

Breytingar á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum:
  1. Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Úrvinnslugjald sem lagt er á raf- og rafeindatæki skal standa undir greiðslum við að ná tölulegum markmiðum, sbr. 3. mgr. 15. gr., um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins.
  3. Á eftir 2. mgr. 4. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Fjárhæð úrvinnslugjalds vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs skal taka mið af áætlun Úrvinnslusjóðs um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins, sbr. 4. mgr. 3. gr., svo og greiðslur vegna flutnings raf- og rafeindatækjaúrgangs innan lands.
  5. Orðin „og um skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðum með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum“ í 5. mgr. 7. gr. a laganna falla brott.
  6. Við 2. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna bætist: og fjármagna upplýsingagjöf og rekstur skráningarkerfis og eftirlits samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
  7. 3. málsl. 5. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.
  8. Við 8. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
  9.      Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á þeim raf- og rafeindatækjum sem eru framleidd hér á landi eða flutt inn. Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á raf- og rafeindatækjaúrgangi, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva sveitarfélaga, og fjármagna upplýsingagjöf, skráningarkerfi og eftirlit samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
         Framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja er heimilt, einum sér eða í samvinnu við aðra framleiðendur og innflytjendur, að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og geta viðkomandi framleiðendur og innflytjendur þá fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt skv. 10. gr. b, að frátöldu gjaldi vegna skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi, enda hafi þeir sýnt fram á að þeir hafi safnað úrgangi um allt land og ráðstafað honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.
  10. Á eftir 10. gr. a laganna kemur ný grein, 10. gr. b, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
  11. Endurgreiðsla úrvinnslugjalds til framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja.
         Framleiðandi og innflytjandi raf- og rafeindatækja, sem hefur, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti, getur fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt, að frátöldu gjaldi fyrir skráningarkerfi og eftirlit Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi af sömu tegund vöru sem úrvinnslugjald hefur verið greitt af. Aðili sem óskar endurgreiðslu skv. 1. málsl. skal tilgreina í sérstakri skýrslu til ríkisskattstjóra um magn vöru og fjárhæð þess úrvinnslugjalds sem sannanlega hefur verið greitt af viðkomandi vöru og magn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem hefur verið safnað og hvar honum var safnað, sem og magn ráðstafaðs raf- og rafeindatækjaúrgangs og staðfestingu á ráðstöfuninni. Skýrslu skal skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga úrvinnslugjalds. Endurgreiðsla skal fara fram á gjalddaga, enda hafi úrvinnslugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt. Fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skal vera að lágmarki 10.000 kr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu.
  12. Við 3. mgr. 15. gr. laganna bætist: sem og tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.
  13. 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
  14.      Ráðherra skipar sex manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann stjórnar og varamann hans án tilnefningar en fimm meðstjórnendur og jafnmargir til vara skulu skipaðir að fenginni tilnefningu eftirfarandi aðila: einn samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins, einn samkvæmt tilnefningu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, einn samkvæmt tilnefningu Félags atvinnurekenda og tveir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra eftir tilnefningu stjórnar skal koma úr hópi stjórnarmanna. Þurfi að greiða atkvæði um afgreiðslu mála ræður atkvæði formanns úrslitum falli atkvæði jöfn.
  15. 2. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.
  16. Við 21. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  17.      Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs að setja reglugerð um hvernig standa skuli að greiðslum til að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett eru um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs, endurgreiðslur vegna útflutnings raf- og rafeindatækja og endurgreiðslur til framleiðanda eða innflytjanda sem, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, hefur ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti.


Ákvæði til bráðabirgða.
     Fyrsta almenna stefna um úrgangsforvarnir, sbr. 2. mgr. a-liðar 5. gr. laga þessara, skal gefin út fyrir 1. janúar 2015.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.