Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 747, 144. löggjafarþing 363. mál: yfirskattanefnd o.fl. (verkefni ríkistollanefndar o.fl.).
Lög nr. 123 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, tollalögum, nr. 88/2005, og lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (yfirskattanefnd tekur við verkefnum ríkistollanefndar, afmörkun úrskurðarvalds, málsmeðferð o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Yfirskattanefnd skal úrskurða í kærumálum vegna skatta og gjalda sem lögð eru á eða ákvörðuð af ríkisskattstjóra. Yfirskattanefnd skal úrskurða í kærumálum vegna þeirra ákvarðana tollstjóra sem greinir í 118. gr. tollalaga. Jafnframt tekur úrskurðarvald yfirskattanefndar til annarra ákvarðana ríkisskattstjóra og tollstjóra eftir því sem mælt er fyrir um í lögum.
     Yfirskattanefnd skal úrskurða í kærumálum vegna ákvörðunar skatta og gjalda sem lögð eru á eða ákvörðuð af öðrum stjórnvöldum en greinir í 1. mgr. eftir því sem ákveðið er í lögum.
     Yfirskattanefnd skal úrskurða um sektir vegna brota á skattalögum, lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Aðila máls er heimilt að skjóta ákvörðun ríkisskattstjóra, tollstjóra eða annars stjórnvalds, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr., til yfirskattanefndar. Með hugtakinu stjórnvald er í lögum þessum átt við það stjórnvald sem tekið hefur ákvörðun sem kæranleg er til yfirskattanefndar.
  3. Í stað orðsins „skattaðilar“ í 2. mgr. og í stað sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur (í viðeigandi beygingarfalli og tölu): málsaðilar.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Við ákvörðun sekta skv. 3. mgr. 2. gr. kemur skattrannsóknarstjóri ríkisins fram sem kröfuaðili nema annað sé tekið fram í lögum.


3. gr.

     Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 1. og 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: stjórnvalds.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. og orðsins „Ríkisskattstjóri“ í 2. mgr. kemur: stjórnvaldi; stjórnvalds; og: Stjórnvald.
  2. 3. mgr. orðast svo:
  3.      Innan 45 daga frá því að stjórnvaldi barst kæra skal stjórnvald hafa lagt fyrir yfirskattanefnd umsögn um kæruna, eftir því sem það telur tilefni til, og þau gögn sem um ræðir í 2. mgr. Jafnframt skal stjórnvald senda viðbótarupplýsingar ef málavextir þykja vera þess eðlis að ástæða sé til þess að afla frekari gagna.
  4. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 4. mgr. kemur: stjórnvalds.
  5. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  6.      Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar er yfirskattanefnd heimilt að taka mál til uppkvaðningar úrskurðar án þess að leita umsagnar stjórnvalds sé málið talið einfalt úrlausnar og ekki þörf á öflun gagna frá stjórnvaldi.


5. gr.

     Í stað orðanna „ríkisskattstjóri“ í 2. málsl. og „ríkisskattstjóra“ í 3. og 4. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: stjórnvald; stjórnvalds; og: stjórnvaldi.

6. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 13. gr. laganna kemur: 2. mgr.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Úrskurður yfirskattanefndar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.
  3. Í stað orðanna „ríkisskattstjóri“ og „hann“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: stjórnvald; og: stjórnvaldið.


8. gr.

     18. gr. laganna orðast svo:
     Þegar yfirskattanefnd hefur lokið úrskurði máls skal hún senda málsaðila, umboðsmanni hans og stjórnvaldi eintak úrskurðar. Stjórnvald skal framkvæma gjaldabreytingar sem stafa af úrskurði yfirskattanefndar að jafnaði innan tíu virkra daga frá því að úrskurður barst. Ráðherra er þó heimilt að ákveða með reglugerð að yfirskattanefnd framkvæmi gjaldabreytingar er varða ákveðna skatta og/eða gjöld. Málsaðilum skal tilkynnt um niðurstöðu máls og breytingu gjalda í ábyrgðarbréfi, í almennri póstsendingu eða rafrænt.

II. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

9. gr.

     5. mgr. 29. gr. laganna orðast svo:
     Ágreining um skattskyldu og skatthæð má bera undir dómstóla.

10. gr.

     Í stað orðsins „ríkistollanefndar“ í 3. mgr. 36. gr. laganna kemur: yfirskattanefndar.

III. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðsins „ríkistollanefndar“ í 1. mgr. 21. gr. og 3. mgr. 117. gr. og orðsins „ríkistollanefnd“ tvívegis í 3. mgr. 125. gr. laganna kemur: yfirskattanefndar; og: yfirskattanefnd.

12. gr.

     3. mgr. 38. gr. laganna fellur brott.

13. gr.

     44. gr. laganna fellur brott ásamt fyrirsögn.

14. gr.

     118. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Kærur til yfirskattanefndar.
     Tollskyldur aðili getur skotið úrskurði tollstjóra um endurákvörðun skv. 111.–113. gr., sbr. 114. gr., úrskurði tollstjóra um leiðréttingu skv. 116. gr., kæruúrskurði skv. 117. gr. og ákvörðun tollstjóra skv. 21. gr. og 2. mgr. 145. gr. til yfirskattanefndar.
     Um málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd fer eftir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

15. gr.

     Tilvísunin „skv. 9. mgr. 118. gr.“ í 3. mgr. 125. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðsins „ríkistollanefndar“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: yfirskattanefndar.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2015 og frá þeim tíma tekur yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum fyrir ríkistollanefnd.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 2014.