Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1623, 144. löggjafarþing 417. mál: Fiskistofa o.fl. (gjaldskrárheimildir).
Lög nr. 67 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um Fiskistofu og ýmsum öðrum lögum (gjaldskrárheimild).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskistofu, nr. 36/1992, með síðari breytingum.

1. gr.

     II. kafli laganna, sem hefur fyrirsögnina Gjaldtökuheimildir, orðast svo:
     
     a. (5. gr.)
Gjaldskrá Fiskistofu.
     Ráðherra staðfestir, að fengnum tillögum Fiskistofu, gjaldskrá fyrir þjónustu og eftirlit sem Fiskistofu er falið að sinna samkvæmt lögum þessum, lögum um stjórn fiskveiða, lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum um vinnslu afla um borð í skipum, lögum um lax- og silungsveiði, lögum um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og upplýsingalögum. Gjaldskrá skal birt í B-deild Stjórnartíðinda.
     Heimilt er að innheimta gjöld fyrir eftirfarandi eftirlit og þjónustu:
 1. úthlutun aflamarks á grundvelli 6. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða,
 2. úthlutun aflamarks á grundvelli 10. gr. laga um stjórn fiskveiða,
 3. móttöku tilkynninga vegna flutnings aflamarks og krókaaflamarks og erinda vegna staðfestingar á flutningi aflahlutdeilda og krókaaflahlutdeilda,
 4. gerð þjónustusamninga vegna rafrænna tilkynninga um flutning aflamarks,
 5. sendingu símskeyta og annarra tilkynninga um umframafla,
 6. útgáfu vigtunarleyfa og úttektir á vigtunaraðstöðu,
 7. úttektir á fiskmörkuðum erlendis og kostnað vegna eftirlitsmanna á slíkum mörkuðum,
 8. kostnað vegna ferða eftirlitsmanns til að fylgjast með löndun úr skipi erlendis,
 9. úttektir á vinnsluskipum,
 10. veru eftirlitsmanna um borð í skipum,
 11. útgáfu veiði- og vinnsluvottorða,
 12. afladagbækur,
 13. útgáfu CITES-vottorða og -leyfa,
 14. útgáfu leyfa til framkvæmda við ár og vötn,
 15. sérvinnslu upplýsinga og aðgang að gagnasöfnum.

     Fyrir eftirlit og þjónustu samkvæmt þessari grein skal greitt gjald sem er ekki hærra en raunkostnaður til að standa straum af kostnaðarþáttum við veitingu þjónustu og eftirlits. Þannig skal við ákvörðun gjalda leggja til grundvallar kostnað vegna launa og launatengdra gjalda, ferðakostnað, kostnað vegna þjálfunar og endurmenntunar, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, húsnæðis, starfsaðstöðu, fjarskiptabúnaðar og tækja, stjórnunar og stoðþjónustu.
     
     b. (6. gr.)
Gjald fyrir veiðileyfi.
     Fyrir veitingu almenns leyfis til veiða í atvinnuskyni og veiðileyfa, sem veitt verða á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða, skal greiða 22.000 kr.
     Við útgáfu leyfis til strandveiða skal, auk greiðslu fyrir leyfi skv. 1. mgr., greiða 50.000 kr. í strandveiðigjald. Fiskistofa innheimtir gjaldið. Tekjum af strandveiðigjaldi skal ráðstafa til þeirra hafna þar sem afla, sem fenginn er við strandveiðar, hefur verið landað. Eftir lok veiðitímabils skal Fiskistofa á grundvelli aflaupplýsingakerfis Fiskistofu greiða hverri höfn í hlutfalli við hlut viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn er við strandveiðar á því tímabili, reiknað í þorskígildum.
     
     c. (7. gr.)
Kostnaður vegna veru veiðieftirlitsmanna um borð í skipum.
     Útgerð skips skal greiða fæði veiðieftirlitsmanna og sjá þeim endurgjaldslaust fyrir aðstöðu meðan þeir stunda eftirlitsstörf um borð í skipum sem stunda veiðar á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða annarra laga er kveða á um stjórn fiskveiða.
     Auk kostnaðar skv. 1. mgr. skulu útgerðir skipa, sem hafa leyfi Fiskistofu til að vinna afla um borð, greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr., vegna eftirlits fyrir hvern dag eða hluta dags sem eftirlitsmaður er um borð. Sama gildir sé veiðieftirlitsmaður Fiskistofu um borð í fiskiskipi á kostnað útgerðar samkvæmt sérstakri heimild í lögum.
     Hafi stjórnvöld, á grundvelli milliríkjasamnings eða með öðrum skuldbindandi hætti, samið um að eftirlit með veiðum fiskiskipa úr stofni, sem alfarið veiðist utan lögsögu Íslands, skuli vera með þeim hætti að um borð í hverju fiskiskipi skuli starfa eftirlitsmaður skulu útgerðir skipa, er stunda veiðar úr þeim stofni, auk kostnaðar skv. 1. mgr., greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr., fyrir hvern dag er skipið stundar þær veiðar. Verði samið um minna eftirlit, þannig að veiðieftirlitsmaður verði við eftirlitsstörf um borð í hluta skipa, sem stunda veiðar úr viðkomandi stofni, skal hvert skip greiða gjald fyrir hvern dag sem skipið stundar þær veiðar, er nemur sama hlutfalli af daggjaldi skv. 1. málsl. og umsömdu hlutfalli skipa með eftirlitsmenn um borð. Skal gjaldið greitt af öllum skipum sem veiðarnar stunda án tillits til veru eftirlitsmanna um borð í einstökum skipum.
     
     d. (8. gr.)
Innheimta gjalda.
     Fiskistofa annast innheimtu gjalda samkvæmt þessum kafla. Gjöldin skulu greidd samkvæmt reikningi sem gefinn skal út eftir að viðkomandi þjónusta eða eftirlit fer fram. Gjalddagi er við útgáfu reiknings og eindagi 15 dögum síðar. Sé gjald greitt eftir eindaga reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu. Innheimta má gjöld samkvæmt þessari grein með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Allar tekjur samkvæmt þessum kafla skulu renna óskiptar til Fiskistofu að frátöldum tekjum af strandveiðigjaldi, sbr. 2. mgr. 6. gr.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu gjöld fyrir veiðileyfi skv. 6. gr. greidd áður en leyfi er gefið út.

II. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 6. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrir úthlutun aflamarks samkvæmt þessari málsgrein skal útgerð skips greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fyrir úthlutun aflamarks til einstakra skipa samkvæmt þessari grein skal útgerð skips greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 6. mgr. 12. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sá sem leitar staðfestingar Fiskistofu á að flutningur aflaheimildar sé innan heimilaðra marka skal greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Sá sem tilkynnir um flutning aflamarks skal greiða Fiskistofu gjald með hverri tilkynningu samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.
 2. 5. málsl. 3. mgr. orðast svo: Heimilt er Fiskistofu að gera þjónustusamninga um rafrænar tilkynningar um flutning aflamarks milli fiskiskipa og skal greiða gjald til Fiskistofu fyrir slíka samninga fyrir hvert fiskveiðiár samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.


6. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að innheimta gjald fyrir afladagbækur samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

III. KAFLI
Breyting á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, með síðari breytingum.

7. gr.

     3. málsl. 5. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Um fjárhæð gjalda vegna kostnaðar samkvæmt þessari grein vísast til gjaldskrár Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

8. gr.

     Við 2. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Umsækjandi um leyfi til vigtunar samkvæmt þessari málsgrein skal greiða gjald fyrir útgáfu leyfis og úttekt á vigtunaraðstöðu samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 13. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „sambærilegar veiðar“ í 1. málsl. kemur: eða að ekki sé farið að lögum og reglum um veiðarfæri.
 2. Í stað orðanna „sjö daga eða sjö veiðiferðir samtals“ í 2. málsl. og „sjö daga eða sjö veiðiferðir“ í 4. málsl. kemur: einn dag eða eina veiðiferð.
 3. Á eftir 3. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Um fjárhæð kostnaðar útgerðar vegna eftirlits samkvæmt þessari grein vísast til gjaldskrár Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.
 4. Í stað orðanna „áttunda degi eða áttundu“ í 4. málsl. kemur: öðrum degi eða annarri.


10. gr.

     8. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Útgerð viðkomandi skips skal bera kostnað af símskeytum og öðrum tilkynningum samkvæmt ákvæðum þessarar greinar samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

11. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um fjárhæð kostnaðar útgerðar vegna eftirlits samkvæmt þessari grein fer samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um vinnslu afla um borð í skipum, nr. 54/1992, með síðari breytingum.

12. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framangreint álit Fiskistofu byggist á úttekt Fiskistofu og skal greitt fyrir slíka úttekt samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

V. KAFLI
Breyting á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum.

13. gr.

     Við 4. mgr. 33. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrir útgáfu leyfis skv. 1. málsl. 1. mgr. greiðist gjald samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, sbr. 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

VI. KAFLI
Brottfall laga um veiðieftirlitsgjald, nr. 33/2000, með síðari breytingum.

14. gr.

      Lög um veiðieftirlitsgjald, nr. 33/2000, falla úr gildi.

15. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2016.

Samþykkt á Alþingi 3. júlí 2015.