Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 566, 145. löggjafarþing 157. mál: samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 115 11. desember 2015.

Lög um breytingu á ýmsum lögum til undirbúnings fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


1. HLUTI
Innanríkisráðuneyti.
I. KAFLI
Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

1. gr.

 1. Í stað orðanna „fatlaðan mann“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: fatlaðan einstakling.
 2. Í stað orðsins „fatlaðra“ tvívegis í 2. mgr. 4. gr. og j-lið 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.
 3. Í stað orðanna „fatlaðra manna, sem eru fullra“ og „fatlaða“ í 49. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks, sem er fullra; og: fatlað fólk.

II. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

2. gr.

     Í stað orðsins „fötluðum“ í f-lið 3. mgr. 61. gr. laganna kemur: fötluðu fólki.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

IV. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðsins „fávita“ í 222. gr. laganna kemur: einstaklingi með þroskahömlun.

V. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

5. gr.

 1. Í stað orðanna „málefna fatlaðra“ í 2. tölul. c-liðar 8. gr. a og tvívegis í 1. mgr. og 2. mgr. 13. gr. a laganna kemur: málefna fatlaðs fólks.
 2. Í stað orðsins „fatlaða“ í e-lið 9. gr. og hvarvetna í 13. gr. a laganna kemur: fatlað fólk.
 3. Í stað orðanna „málefnum fatlaðra“ í 3. mgr. 13. gr. a laganna kemur: málefnum fatlaðs fólks.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í c-lið 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 2. mgr. 58. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

VIII. KAFLI
Breyting á lögræðislögum, nr. 71/1997, með síðari breytingum.

8. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 2. mgr. 58. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

2. HLUTI
Velferðarráðuneyti.
IX. KAFLI
>Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

9. gr.

 1. Í stað orðsins „fatlaða“ í 7. tölul. 2. gr., 3. mgr. 44. gr., fyrirsögn XI. kafla og 54. gr. laganna kemur: fatlað fólk.
 2. Í stað orðsins „fötluðum“ tvívegis í 42. gr. laganna kemur: fötluðu fólki.
 3. Í stað orðanna „fatlaða og leitast við að tryggja þeim“ í 43. gr. laganna kemur: fatlað fólk og leitast við að tryggja því.
 4. Í stað orðanna „Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum og skal þeim“ í 1. mgr. 44. gr. laganna kemur: Fatlað fólk á rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum og skal því.
 5. Í stað orðsins „þeirra“ í 2. mgr. 44. gr. laganna kemur: þess.
 6. Í stað orðsins „fatlaðra“ í 2. og 3. mgr. 44. gr. og tvívegis í 54. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

X. KAFLI
Breyting á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 2. mgr. 52. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðanna „hafa fatlaðir sem búa saman á sérstökum sambýlum fyrir fatlaða“ í 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: hefur fatlað fólk sem býr saman á sérstökum sambýlum fyrir fatlað fólk.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 5. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003, með síðari breytingum.

13. gr.

 1. Í stað orðsins „fatlaðra“ í 1. mgr. 3. gr., hvarvetna í 1. og 3. mgr. 4. gr. og hvarvetna í 1. og 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.
 2. Í stað orðsins „fatlaða“ í 3. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: fatlað fólk.
 3. Í stað orðanna „hinn fatlaða“ í 2. málsl. 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: hinn fatlaða einstakling.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum.

14. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, nr. 160/2008, með síðari breytingum.

15. gr.

 1. Í stað orðanna „daufblinda einstaklinga“ í 1. mgr. 1. gr. og 4. mgr. 4. gr., „daufblinda“ í 4. mgr. 1. gr. og fyrirsögn 5. gr. og „daufblindra“ í a-lið 7. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
 2. Í stað orðsins „daufblindir“ í 1. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
 3. Í stað orðanna „Daufblindrafélags Íslands“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: Fjólu – félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
 4. 3. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu: Einstaklingur telst með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu ef saman fer sjón- og heyrnarskerðing sem takmarkar athafnasemi hans og hamlar þátttöku í samfélaginu í slíkum mæli að hann þarfnast sértækrar þjónustu, laga þarf umhverfi að þörfum viðkomandi eða nýta sérstakan tæknibúnað til að mæta þörfum hans. Samþætting sjón- og heyrnarskerðingar er sérstök fötlun, en ekki samsetning tveggja fatlana.
 5. Í stað orðsins „daufblindum“ tvívegis í 5. gr. laganna kemur: einstaklingum með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
 6. Í stað orðsins „fatlaðra“ tvívegis í 7. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.
 7. Heiti laganna verður: Lög um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðanna „hagsmunasamtök fatlaðra“ í c- og f-lið 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: hagsmunasamtök fatlaðs fólks.

3. HLUTI
Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
XVII. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

17. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í m-lið 1. tölul. 4. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um opinber innkaup, nr. 84/2007, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 1. mgr. 40. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XIX. KAFLI
Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 9. mgr. 6. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

4. HLUTI
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
XX. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 14. tölul. 4. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

XXI. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 3. tölul. 2. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum.

22. gr.

     Í stað orðsins „fatlaða“ í 3. tölul. 3. gr. laganna kemur: fatlað fólk.

5. HLUTI
Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, nr. 61/2011, með síðari breytingum.

23. gr.

 1. Í stað orðsins „daufblinda“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: samþætting sjón- og heyrnarskerðingar.
 2. Í stað orðsins „daufblinda“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

XXIV. KAFLI
Breyting á bókasafnalögum, nr. 150/2012.

24. gr.

 1. Í stað orðanna „fatlaðra sem njóta“ í 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks sem nýtur.
 2. Í stað orðanna „daufblinda einstaklinga“ í 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

25. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með síðari breytingum.

26. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008, með síðari breytingum.

27. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 4. mgr. 24. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990, með síðari breytingum.

28. gr.

     Í stað orðsins „fatlaðra“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: fatlaðs fólks.

6. HLUTI
Forsætisráðuneyti.
XXIX. KAFLI
Breyting á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum.

29. gr.

     Í stað orðsins „fötluðum“ í 4. mgr. 13. gr. laganna kemur: fötluðu fólki.

30. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um aðstoð til fatlaðra, nr. 25/1962, með síðari breytingum. Jafnframt fellur brott 3. gr. tilskipunar frá 23. mars 1827 um vald biskupa til að veita undanþágur frá fermingartilskipunum.

Samþykkt á Alþingi 2. desember 2015.