Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1447, 145. löggjafarþing 672. mál: ný skógræktarstofnun (sameining stofnana).
Lög nr. 60 10. júní 2016.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar (sameining stofnana).


I. KAFLI
Breyting á lögum um skógrækt, nr. 3/1955.

1. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 1. mgr. 1. gr. og „Skógræktar ríkisins“ í fyrirsögn greinarinnar og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Skógræktin.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Við samþykkt þessa ákvæðis skal ráðherra undirbúa stofnun Skógræktarinnar. Skógræktin tekur við eignum, réttindum og skyldum Skógræktar ríkisins frá og með 1. júlí 2016. Skógræktin skal jafnframt taka yfir alla ráðningarsamninga starfsmanna Skógræktar ríkisins.
     Starfsmenn kunna þó að þurfa að hlíta breytingum á starfi eða starfsstigi í samræmi við nýtt skipurit og starfslýsingu. Að öðru leyti fer um réttindi starfsmanna vegna skipulagsbreytinganna eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
     Ráðherra skal flytja skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins í embætti skógræktarstjóra Skógræktarinnar, sbr. 36. gr. laga nr. 70/1996, sem undirbýr starfsemi hinnar nýju stofnunar, þ.m.t. starfsmannahald.

II. KAFLI
Breyting á lögum um landshlutaverkefni í skógrækt, nr. 95/2006.

3. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Í því skyni að skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf skal Skógræktin eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum hverju sinni veita fé til skógræktar á lögbýlum í öllum landshlutum. Í hverjum landshluta skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan við 400 m yfir sjávarmáli.

4. gr.

     3. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skógrækt á lögbýlum.
     Skógræktinni er heimilt eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum hverju sinni að veita fé til skógræktar á lögbýlum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skógræktin skal vinna sérstaka áætlun vegna skógræktar á lögbýlum fyrir hvern landshluta.
  2. Í stað orðsins „landshlutaverkefnunum“ í 2. mgr. kemur: til skógræktar á lögbýlum.


6. gr.

     5. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Samráð.
     Skógræktin skal hafa samráð við félag skógarbænda á viðkomandi svæði varðandi áherslur og framkvæmd skógræktar á lögbýlum og skal fundað í þeim tilgangi eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Skógræktin skal leita umsagnar Landssamtaka skógareigenda við ákvörðun viðmiða fyrir endurgreiðslu samþykkts kostnaðar.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Landshlutaverkefni á hverju svæði“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Skógræktin.
  2. Í stað orðanna „Skógræktar ríkisins“ í 2. mgr. kemur: Skógræktarinnar.


8. gr.

     Í stað orðsins „verkefnisstjórn“ í 2. mgr. 7. gr. og 1. og 2. mgr. 8. gr. og orðsins „verkefnisstjórnar“ í 2. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Skógræktin.

9. gr.

     9. gr. laganna orðast svo:
     Þátttaka ríkissjóðs í skógrækt á lögbýlum greiðist með sérstakri fjárveitingu sem færð er undir Skógræktina.
     Skógræktin greiðir undirbúnings- og rekstrarkostnað og laun starfsmanna. Enn fremur greiðir Skógræktin allt að 97% af samþykktum kostnaði við skógrækt.

10. gr.

     10. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Skógræktin tekur við eignum, réttindum og skyldum landshlutaverkefna í skógrækt frá og með 1. júlí 2016. Skógræktin skal jafnframt taka yfir alla ráðningarsamninga starfsmanna hjá landshlutaverkefnum í skógrækt.
     Starfsmenn kunna þó að þurfa að hlíta breytingum á starfi eða starfsstigi í samræmi við nýtt skipurit og starfslýsingu. Að öðru leyti fer um réttindi starfsmanna vegna skipulagsbreytinganna eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, eða eftir atvikum ákvæðum laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002.

12. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um skógrækt á lögbýlum.

III. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Skógræktinni.

IV. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

14. gr.

     Í stað orðanna „Skógræktar ríkisins“ í 3. mgr. 39. gr. laganna kemur: Skógræktarinnar.

V. KAFLI
Breyting á efnalögum, nr. 61/2013.

15. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: Skógræktina.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um landgræðslu, nr. 17/1965.

16. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 6. gr. laganna kemur: Skógræktin.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum.

17. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í b-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Skógræktin.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum, nr. 40/2015.

18. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: Skógræktina.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðanna „Skógrækt ríkisins“ í 2. mgr. 15. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: Skógræktin.

20. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2016. Þó öðlast ákvæði 2. og 11. gr. þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög um viðauka við lög nr. 3/1955, um skógrækt, nr. 22/1966.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.