Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1706, 149. löggjafarþing 495. mál: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra).
Lög nr. 48 18. júní 2019.
I. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.
II. KAFLI
Breyting á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006, með síðari breytingum.
Upplýsingaöflun.
Að því marki sem Vinnumálastofnun telur nauðsynlegt vegna vinnslu umsókna atvinnuleitenda um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða framkvæmdar vinnumarkaðsúrræða og vinnumiðlunar samkvæmt lögum þessum skal stofnunin afla upplýsinga frá félagsþjónustu sveitarfélaga, starfsendurhæfingarsjóðum samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, Tryggingastofnun ríkisins, þjónustustofnunum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, þjónustuaðilum skv. 2. mgr. 12. gr., atvinnurekendum, símenntunarmiðstöðvum, viðurkenndum menntastofnunum innan hins almenna menntakerfis og skólum á háskólastigi, eftir því sem við á hverju sinni, og ber hlutaðeigandi aðilum að veita Vinnumálastofnun umbeðnar upplýsingar búi þeir yfir þeim.
Vinnumálastofnun er heimilt að miðla upplýsingum til aðila skv. 1. mgr. þegar nauðsyn krefur að mati stofnunarinnar vegna framkvæmdar vinnumarkaðsúrræða og vinnumiðlunar samkvæmt lögum þessum.
Vinnumálastofnun ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
III. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum.
V. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010, með síðari breytingum.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, með síðari breytingum.
Á því stigi málsmeðferðar sem við á hverju sinni skal umboðsmaður skuldara óska eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum frá skuldara, opinberum aðilum og einkaaðilum, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir, framfærslu- og húsnæðiskostnað og framferði skuldarans. Ber aðilum skv. 1. málsl. að veita umboðsmanni skuldara umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim. Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara er háð því skilyrði að hún sé nauðsynleg til að hann geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum. Umboðsmanni skuldara ber að upplýsa skuldara um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, nr. 9/2014.
Umboðsmaður skuldara skal ganga úr skugga um að í umsókn skuldara komi fram allar nauðsynlegar upplýsingar og getur hann, ef þörf krefur, krafist þess að skuldari staðfesti upplýsingarnar með skriflegum gögnum.
Á því stigi málsmeðferðar sem við á hverju sinni skal umboðsmaður skuldara óska eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum frá skuldara, opinberum aðilum og einkaaðilum, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir, framfærslu- og húsnæðiskostnað og framferði umsækjanda. Ber aðilum skv. 1. málsl. að veita umboðsmanni skuldara umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim. Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara er háð því skilyrði að hún sé nauðsynleg til að hann geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum. Umboðsmanni skuldara ber að upplýsa skuldara um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.
Að því marki sem nauðsynlegt er vegna vinnslu umsókna um þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum skulu félagsmálanefndir og starfsmenn þeirra óska eftir upplýsingum frá umsækjanda, opinberum aðilum og einkaaðilum um aðstæður umsækjanda, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir og framfærslu- og húsnæðiskostnað. Ber framangreindum aðilum að veita umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim.
Þá er heimilt að kalla eftir læknisvottorði frá lækni umsækjanda eða trúnaðarlækni sveitarfélags þegar um er að ræða umsóknir sem eru tilkomnar vegna heilsufarslegra ástæðna.
Félagsmálanefndum og starfsmönnum þeirra ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða upplýsingaöflun samkvæmt ákvæði þessu í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
IX. KAFLI
Breyting á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003, með síðari breytingum.
Þingskjal 1706, 149. löggjafarþing 495. mál: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra).
Lög nr. 48 18. júní 2019.
Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:- Orðin „að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda og greiðsluþega“ í 1. mgr. falla brott.
- Orðin „að fengnu skriflegu samþykki beggja“ í 2. mgr. falla brott.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
2. gr.
3. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.3. gr.
Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Vinnumálastofnun er heimilt að miðla upplýsingum til aðila skv. 1. mgr. þegar nauðsyn krefur að mati stofnunarinnar vegna framkvæmdar vinnumarkaðsúrræða og vinnumiðlunar samkvæmt lögum þessum.
Vinnumálastofnun ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:- Á eftir orðunum „Innheimtustofnun sveitarfélaga“ í 4. mgr. kemur: hlutaðeigandi atvinnurekendur.
- Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
5. gr.
3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Vinnumálastofnun ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- Í stað 1. og 2. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Í stað „3. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: 4. mgr.
Umboðsmanni skuldara er heimilt að miðla til kröfuhafa viðeigandi upplýsingum sem gefa heildarmynd af fjárhag skuldara þegar slík miðlun er nauðsynleg, að mati umboðsmanns, til að hann geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum.
Umboðsmanni skuldara ber að upplýsa skuldara um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
7. gr.
Í stað „3. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: 4. mgr.8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:- 11. tölul. 1. mgr. fellur brott.
- 2. mgr. fellur brott.
- Orðin „vottorð um hjúskaparstöðu og fjölskyldu“ í 3. mgr. falla brott.
- 5. mgr. fellur brott.
9. gr.
2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:Á því stigi málsmeðferðar sem við á hverju sinni skal umboðsmaður skuldara óska eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum frá skuldara, opinberum aðilum og einkaaðilum, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir, framfærslu- og húsnæðiskostnað og framferði skuldarans. Ber aðilum skv. 1. málsl. að veita umboðsmanni skuldara umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim. Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara er háð því skilyrði að hún sé nauðsynleg til að hann geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum. Umboðsmanni skuldara ber að upplýsa skuldara um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
10. gr.
Við 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. laganna bætist: sbr. 5. gr.11. gr.
Í stað 3. mgr. 4. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Umboðsmaður skuldara skal ganga úr skugga um að í umsókn skuldara komi fram allar nauðsynlegar upplýsingar og getur hann, ef þörf krefur, krafist þess að skuldari staðfesti upplýsingarnar með skriflegum gögnum.
Á því stigi málsmeðferðar sem við á hverju sinni skal umboðsmaður skuldara óska eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum frá skuldara, opinberum aðilum og einkaaðilum, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir, framfærslu- og húsnæðiskostnað og framferði umsækjanda. Ber aðilum skv. 1. málsl. að veita umboðsmanni skuldara umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim. Upplýsingaöflun umboðsmanns skuldara er háð því skilyrði að hún sé nauðsynleg til að hann geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum. Umboðsmanni skuldara ber að upplýsa skuldara um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
12. gr.
57. gr. laganna orðast svo:Að því marki sem nauðsynlegt er vegna vinnslu umsókna um þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum skulu félagsmálanefndir og starfsmenn þeirra óska eftir upplýsingum frá umsækjanda, opinberum aðilum og einkaaðilum um aðstæður umsækjanda, svo sem um tekjur, gjöld, eignir, skuldir, ábyrgðir og framfærslu- og húsnæðiskostnað. Ber framangreindum aðilum að veita umbeðnar upplýsingar án endurgjalds búi þeir yfir þeim.
Þá er heimilt að kalla eftir læknisvottorði frá lækni umsækjanda eða trúnaðarlækni sveitarfélags þegar um er að ræða umsóknir sem eru tilkomnar vegna heilsufarslegra ástæðna.
Félagsmálanefndum og starfsmönnum þeirra ber að upplýsa umsækjanda um fyrirhugaða upplýsingaöflun samkvæmt ákvæði þessu í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
13. gr.
2. mgr. 62. gr. laganna fellur brott.14. gr.
Við 4. mgr. 6. gr. laganna bætist: og mat á stuðningsþörfum fatlaðs fólks í einstökum sveitarfélögum og þjónustusvæðum fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:- Á undan orðinu „varðveislu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vinnslu og; og í stað orðanna „og lögum um heilbrigðisstarfsmenn“ í sama málslið kemur: lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
- Við greinina bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Stofnuninni ber að upplýsa viðkomandi einstakling eða forráðamann hans um fyrirhugaða vinnslu og miðlun persónuupplýsinga í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
Stofnunin skal halda skrá yfir alla þá sem njóta þjónustu hennar í þeim tilgangi að hafa yfirsýn yfir stærð hópsins, bæta þjónustu við þá, tryggja gæði þjónustunnar og hafa eftirlit með henni til tölfræðiúrvinnslu og vísindarannsókna í samræmi við skilgreint hlutverk hennar.
16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 4. júní 2019.